Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 20
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Ég er oft spurð að því hvort hægt sé að uppræta ofbeldi gegn konum, svo þrálátir og viðvarandi sem þessi glæpir eru. Svar mitt er já. Það er hægt. En aðeins ef við hjálpumst að. Við erum öll ábyrg og það er tími til kominn að leið- togar okkar standi við þau loforð sem þeir hafa gefið konum. Í dag á Alþjóðlegum bar- áttudegi Sameinuðu þjóð- anna gegn kynbundnu ofbeldi hvet ég alla leiðtoga til þess að taka skýra afstöðu til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á þessum degi á síðasta ári kynnti ég 16 skrefa stefnumörkun. Í dag, hvet ég alla oddvita ríkja og ríkisstjórna til að binda enda á þessa ofbeldisplágu sem herjar á sérhvert samfélag, með því að fylkja sér um spennandi alheimsá- tak til að sýna stuðning hvers lands við afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum. Þagnarmúrinn rofinn Fyrsta skrefið hefur verið stigið: þagnarmúrinn hefur verið rofinn. Í dag hefur heimilisofbeldi verið gert saknæmt í að minnsta kosti 125 ríkjum, auk þess sem heilu lagabálkarnir hafa verið sam- þykktir til höfuðs ofbeldi gegn konum og stúlkum. Alþjóðlegt samkomulag ríkir um hvert beri að stefna og hefur verið fært í letur í Peking áætlun- inni. Þá hafa eitt hundrað áttatíu og sjö ríki staðfest Sáttmálann um að uppræta hvers kyns mismun- un gegn konum. Þekking á rótum ofbeldisins hefur aukist, og karlar, konur og ungmenni hafa í stríðum straumum skorið upp herör gegn þess- ari vá. Félagar í óteljandi samtök- um vinna þrotlaust í þágu fórnar- lamba og í mörgum ríkjum hafa stefnumótendur gripið til eindreg- inna aðgerða. En þetta er ekki nóg. Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leiðtogar verða að sýna gott fordæmi. Það er kominn tími til að ríkisstjórnir hvarvetna standi heima fyrir við þau lof- orð sem þær hafa gefið á alþjóða- vettvangi. Ný og bætt lög Við vonumst til að sjá ný og bætt lög og innlendar áætlanir um að útvega öruggt húsaskjól, ókeypis neyðarlínu og ókeypis heilsugæslu og lögfræðiaðstoð við fórnarlömb. Við höfum fulla trú á úrræðum á sviði menntunar sem ganga út á að kenna mannréttindi, jafnrétti og gagnkvæma virðingu og hvetja ungt fólk til að taka forystu í að enda ofbeldi gegn konum og stúlk- um. Við þurfum á fleiri konum að halda í stjórnmálum, löggæslu og friðargæslusveitum. Við þurfum jöfn efnahagsleg tækifæri og sómasamleg störf fyrir konur. Allar þessar aðgerðir krefjast ákveðinna og kjarkmikilla leið- toga. Í mars á næsta ári koma leiðtogar ríkja og borgaralegs samfélags saman á fundi nefnd- ar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Fyrir fundinum liggur að samþykkja áætlun um að hindra og bregðast skilvirkt við ofbeldi gegn konum. Miklar vonir eru réttilega bundnar við fundinn. Í sumum ríkjum hafa allt að sjö af tíu konum mátt sæta bar- smíðum, verið nauðgað, verið mis- notaðar eða limlestar á lífsleiðinni. Svo tröllaukið vandamál á heima á borði leiðtoga heimsins. Hvorki friður né framfarir eru mögulegar á meðan konur þurfa að lifa við ótta við ofbeldi. Ógn við lýðræði Í dag er viðurkennt í sívaxandi mæli þvílíkur skaðvaldur ofbeldi gegn konum er. Það er ógn við lýð- ræði, Þrándur í götu friðar, byrði á efnahag ríkja og hróplegt mann- réttindabrot. Hreyfingunni fyrir afnámi ofbeldis gegn konum vex sífellt ásmegin eftir því sem fleiri og fleiri sannfærast um að ofbeldi gegn konum sé hvorki ásættanlegt né óumflýjanlegt og fleiri ofbeldis- mönnum er refsað. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur ábyrgð okkar allra. Þetta ofbeldi er viður- styggilegt og það ber að stöðva. Tími afsakana og andvara leysis er liðinn. Við skulum sýna vilja og ákveðni okkar í verki og auka framlög okkar til þess að brjóta á bak aftur skömm mannkyns: ofbeldi gegn konum. Já, það er hægt. Já, það er hægt! Miðlarnir voru að segja frá fjárhagsvand- ræðum lögregl- unnar sem eins og aðrir hefur komið hart niður í harðindunum. Og nú sé svo komið að hún sjái sér ekki fært að gegna jafnvel brýnustu skyldum, hvað þá ef eitthvað óvænt kæmi upp á. Þetta er ekki gott. En því er ég að blanda mér í málið að undan- farin mörg ár hef ég þóst sjá ólitla tekjulind löggæslunnar – ónýtta. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu eru farnar um 600 þúsund ökuferðir um götur Reykjavíkur á hverjum sólar- hring. Lausleg könnun hefur leitt í ljós að í þriðja hverjum bíl sé bílstjóri að tala í síma undir stýri. Við því munu vera viður- lög, furðu væg, 5.000 kr. sekt. Sér lögreglan virkilega ekki hvílíkur makrílstofn syndir hér um götur? Segjum að hún sektaði ekki nema 1% af öllum þeim grúa, það gæfi henni engu að síður tíu milljónir á dag, 300 milljónir á mánuði, þrjá millj- arða rúma á ári! Þetta eru reyk- vískir bílstjórar reiðubúnir að greiða fyrir að fá að tala í síma undir stýri og einkennilegt að löggæsla í fjárhagssvelti skuli fúlsa við slíkum upphæðum. Í fyllstu vinsemd. Til hjálpar lögreglunni Skoðun visir.is KYNBUNDIÐ OFBELDI Michelle Bachelet Fyrrverandi for seti Síle og fram kvæmda- stýra UN Women FJÁRMÁL Pétur Gunnarsson rithöfundur 1.748 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER Sighvatur og sjálfh verfa kynslóðin Karl Sigfússon verkfræðingur 755 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER Björgum mannslífum og bætum umhverfi ð Elí Úlfarsson fl ugnemi 387 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER Fordómar gegn fötluðum Ari Erlingur Arason atvinnuleitandi 371 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER Í dag er kölski kátur Svavar Hávarðsson blaðamaður 364 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER Meira fyrir mig! Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra 313 Tásurnar á Michelle Obama Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur 242 Gelding grísa án deyfi ngar loks færð í lög Guðný Nielsen iðnaðarverkfræðingur 157 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER Höfum við efni á að búa til afreksfólk? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ➜ Við verðum öll að standa okkur betur í að vernda konur og hindra þessi þrálátu mannréttindabrot. Ríkisstjórnir og leið- togar verða að sýna gott fordæmi. ➜ Sér lögregl- an virkilega ekki hvílíkur makrílstofn syndir hér um götur? Átt þú rétt á lækkun skulda? Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda. Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.