Fréttablaðið - 24.11.2012, Síða 28
HELGA KVAM hefur alla tíð haft mikið dálæti á náttúru og
útivist og ferðast vítt og breitt um landið, frá fjöru til fjalls, til að
mynda landslag Íslands í öllum sínum fjölbreytileika. Helga leggur
áherslu á hreinleika og ævintýrablæ í myndum sínum og leitast við
að flytja áhorfandann inn í heim þar sem náttúran spilar aðalhlut-
verkið. Myndir Helgu hafa birst í fjölmiðlum og á sýningum bæði
á Íslandi sem og erlendis.
SKARPHÉÐINN ÞRÁINSSON (SKARPI) er véltæknifræð-
ingur og landslagsljósmyndari. Hann er fæddur og uppalinn á
Fljótsdalshéraði í náinni snertingu við náttúruna. Meginyrkisefni
Skarpa er íslensk náttúra í öllu sínu veldi og á öllum árstímum enda
togar hún sífellt í hann. Myndir Skarphéðins hafa unnið til margra
verðlauna og verið birtar í virtum blöðum og tímaritum um allan
heim.
DAÐI GUÐBJÖRNSSON nam myndlist í Reykjavík og Hollandi.
Hann hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis frá því
snemma á níunda áratugnum. Sprellandi húmor, skreytilist og flúr,
litagleði og óregluleg form, eru einkennandi fyrir verk hans sem eru
alla jafna auðþekkt. Það svífur yfir þeim ævintýrablær, jafnvel ást og
hamingja. Þau kæta líka mjög marga, rétt eins og góður konfektmoli.
Tveir áhugaljósmyndarar og listamaður leggja okkur til verkin sem prýða Nóa
konfektkassana 2012 en þau starfa öll með sama markmið að leiðarljósi, að örva,
gleðja og þrýsta á skynfærin. Myndverkin, jafnt ljósmyndir sem myndlistarverk,
sem valin voru á kassana að þessu sinni eru litskrúðug, jafnvel rómantísk, rétt eins
og íslensk náttúra getur verið. Þessi glæsilegu myndverk gera konfektkassana með
okkar ljúffengu molum að ávallt kærkominni jólagjöf.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
NÓA KONFEKTK