Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.11.2012, Qupperneq 32
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 lífríki vatnsins. Einnig hafi Lands- virkjun haft til athugunar hvern- ig tryggja megi að virkjunin upp- fylli loftgæðamörk hvað varðar brennisteinsvetni. Um þetta segir: „Landsvirkjun skoðar nokkrar leiðir til að lækka styrk brenni- steinsvetnis frá jarðhitavirkjun í Bjarnarflagi, reynist þess þörf. Á vormánuðum 2012 hófst samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur og HS- Orku í þeim málum. Þær aðferðir sem helst eru til skoðunar eru að leysa gasið upp í vatni og dæla því djúpt niður í jörðina eða að flytja útblástursstaðinn til þannig að gasið komist auðveldar upp fyrir hitaskil og fullnægjandi þynning á gasinu fáist.“ Heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra er ekki viss um að aðstæður henti niðurdælingu í Bjarnarflagi. „Niðurdæling í Bjarnarflagi velt- ir upp spurningum um þau sjónar- mið sem lúta að verndun Mývatns og Laxár,“ segir Alfreð. Ef niður- dæling verður notuð þarf að dæla brennisteinsvetninu niður fyrir grunnvatn og heldur Landvernd því fram að hraunlendi og sprung- ur á Mývatnssvæðinu kunni að gera strik í reikninginn fyrir þær áætl- anir til lengri tíma. Rannsóknir verði stórauknar Landsvirkjun segir „nánast óhugs- andi“ að virkjun við Bjarnarflag geti haft marktæk áhrif á kísil- þörungaflóru Mývatns og náttúru. Staðfest er í greinargerðinni að stefnt sé að 90 megavatta virkjun þótt byrjað verði á 45 megavatta áfanga. Ákvörðun um 2. áfanga virkjunar, seinni 45 megavöttin, verði ekki tekin fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr vöktun grunnvatns sem berst til Mývatns og vöktun á hveravirkni í Hverarönd og gufu- uppstreymi í Jarðbaðshólum. Í annarri skýrslu frá Lands- virkjun sem kom út síðastliðið haust um magn brennisteinsvetnis í Reykjahlíð kemur fram að verk- fræðistofan Mannvit leggur til að greiningarmörk mælitækja verði skoðuð betur. Einn mengunarmæl- ir hefur verið staðsettur í Reykja- hlíðarþorpi um tveggja ára skeið en mælum þurfi að fjölga og standa með nýjum hætti að mælingum. Lagt er til að aðferðir við kvörðun mælinga verði endurskoðaðar og einnig aðferðafræði við úrvinnslu gagna. „Þá væri æskilegt að hafa fleiri mælingar á lofthita og vindi við samanburð veðurfars og styrks brennisteinsvetnis. Í því sambandi má nefna að Landsvirkjun áform- ar að setja upp fleiri veðurstöðvar á svæðinu. Meðal annars stendur til að setja upp 50 metra mastur til mælinga á lofthita með hæð,“ segir í skýrslunni. Vegna stóriðjuáforma hefur verið stefnt að byggingu allt að þriggja nýrra jarðvarmavirkjana á Norðaustur landi; Bjarnarflags- virkjun, virkjun að Þeista reykjum og stækkun virkjunar í Kröflu þar sem fyrir er 60 megavatta jarðvarmavirkjun. Dagarnir 55 sem búast má við að loftmengun fari yfir mörk árlega eru reikn- aðir út miðað við 90 megavatta Bjarnarflags virkjun og núverandi Kröflustöð án virkjunar á Þeista- reykjum. Verkfræðistofan Vatna- skil telur að ef styrkur brenni- steinsvetnis í Reykjahlíð verði 15% ársins yfir mörkum þurfi að setja upp hreinsivirki fyrir Bjarnarflags virkjun þegar hún verður komin í fulla stærð. Mjög alvarlegt mál Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið leggi upp úr sjálfbærri virkjanastefnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir ekki hægt að tala um sjálf- bærni jarðvarmavirkjana, hvorki fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun né aðrar, þar sem nýting orkunn- ar til raforkuframleiðslu sé yfir- leitt innan við 15%. Hann segir það „mjög alvarlegt mál“ ef magn brennisteinsvetnis fari ítrekað yfir mörk. „Það er því mikill ábyrgðar- hlutur að ráðast í virkjun eins og í Bjarnarflagi með þéttbýli í næsta nágrenni og þar með talið grunn- skóla. Sú ábyrgð hlýtur að hvíla á herðum sveitarstjórnar.“ Reykjahlíðarskóli , grunn- skólinn í Mývatnssveit, stendur 2,8 kílómetra frá Bjarnarflagi. Framkvæmdastjóri Landvernd- ar segir að út frá brennisteins- vetnismengun einni og sér ætti ekki að ráðast í neina jarðvarma- virkjun nálægt byggð fyrr en mun meira sé vitað um heilsufarsleg áhrif lofttegundar innar. „Í til- felli Bjarnarflags virkjunar verður framkvæmdaaðili að sýna fram á áður en ráðist er í framkvæmdir hvernig eigi að leysa það að magn brennisteinsvetni er talið fara yfir mörk 55 daga á ári. Þetta er ein ástæða þess að Landvernd hefur farið fram á við Landsvirkjun að fyrirtækið endurtaki umhverfis- mat virkjunarinnar.“ Ómar Ragnarsson, fjölmiðla- maður með meiru, bendir á að niður dæling við Kröflu hafi ekki tekist betur en svo að þar hafi myndast tjörn um tíu kílómetra frá virkjuninni. Hann segir að þrátt fyrir Ríó-sáttmálann sem kveði á um að náttúra eigi að njóta vafans sé það að engu haft. Ómar segir að skólinn í Reykja- hlíðarþorpi sé innan við þrjá kíló- metra frá Bjarnarflagsvirkjun en í samanburði sé Hveragerði í tíu kíló- metra fjarlægð frá Hellisheiðar- virkjun í beinni loftlínu og Reykja- vík í 20 kílómetra fjarlægð. „Samt stóðust loftgæði í Reykjavík ekki í 40 daga á ári kröfur Kaliforníubúa um loftgæði. Og þá var ekki búið að fullgera Hellisheiðar virkjun. Nú biðja forráðamenn Hellisheiðar- virkjunar um átta ára frest til þess að leita að aðferð til þess að ráða við brennisteinsvetnis mengunina. Og hvað þá?“ spyr Ómar. Of mikið gert úr hættunni Samorka, samtök orku- og veitu- fyrirtækja á Íslandi, er í hópi þeirra sem telja of mikið gert úr neikvæðum umhverfisáhrifum virkjana. Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- orku, segir, spurður hvort sam- tökin telji að loftmengun kunni að setja strik í fyrirætlanir Íslend- inga um nýtingu á jarðvarma, að útstreymi brennisteinsvetnis sé í sjálfu sér ekki óvænt viðfangs- efni en „feli vissulega í sér áskor- un fyrir jarðhitanýtingu“. Kannski hafi komið á óvart að reglugerð skyldi sett sumarið 2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti sem feli í sér strangari viðmið en hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni. „En þótt þetta sé áskorun er ekki ástæða til að ætla að þetta við- fangsefni geri strik í fyrirætlanir okkar um nýtingu jarðhitans. Jarð- hitanýting er þekkingariðnaður og orkufyrirtækin, ÍSOR og íslensk- ar verkfræðistofur hafa yfirstigið fjölda áskorana á því sviði hingað til,“ segir Gústaf. Spurður um lausnir og hvort rétt væri að fresta framkvæmdaleyfum og gera frekari rannsóknir eins og Landvernd leggur til í Mývatns- sveit, segir Gústaf lausnir fyrir hendi en þær séu ef til vill ekki í öllum tilfellum mjög hagkvæmar. „Þrjú stærstu fyrirtækin í jarð- hitanýtingu hafa nýverið hafið öfl- ugt samstarf um kortlagningu og úrlausnir á þessu sviði. Hins vegar er magn brennisteinsvetnis mjög misjafnt eftir jarðhitasvæðum og þau mjög misjafnlega langt frá þéttbýli, auk þess sem rannsókn- ir og undirbúningur jarðhitavirkj- ana er mjög tímafrekt ferli þannig að við sjáum alls ekkert tilefni til slíkrar almennrar stefnumörkun- ar um að fresta öllum hugsanlegum leyfisveitingum,“ segir Gústaf. Gústaf er ómyrkur í máli vegna rammaáætlunar og segir að fag- legri vinnu verkefnisstjórnar hafi gjörsamlega verið varpað fyrir róða með þeirri tillögu sem nú virð- ist eiga að afgreiða á Alþingi. Skiptar skoðanir Mývetninga Friðrik Dagur Arnarsson, land- vörður og framhaldsskólakennari, sat fyrir hönd náttúruverndarsam- taka í verkefnisstjórn um ramma- áætlun frá 2009-2011. Hann segir að ákvörðun um hvort virkjun fékk vernd, lenti í bið eða fékk grænt ljós hafi átt að vera í höndum þeirra tólf fulltrúa sem fengu erindisbréf um þátttöku í undirbúnings hópunum en í raun hafi aðeins fámennur hópur ásamt embættismönnum tekið við ferlinu. „Í erindisbréfinu sagði að fulltrúarnir ættu að ráða flokkun- inni en á lokasprettinum var það umboð tekið af hópnum. Ég held að langflestar virkjana hugmyndirnar hefðu farið í bið flokkinn ef við, full- trúarnir í verkefnisstjórninni, hefð- um haft umboð til að klára þá vinnu sem byrjað var á, eins og um ræðan var alltaf um inni í stjórninni,“ segir Friðrik Dagur. Ekki hafa margir Mývetningar, búsettir í sveitinni, lýst opinber- lega efasemdum um Bjarnarflags- virkjun. Flestir reynast tregir til að tjá sig opinberlega. Friðrik Dagur, sem á ættir að rekja til Mývatns- sveitar, telur eina skýringuna þá að um mjög flókna tæknilega umræðu sé að ræða þar sem leikmenn standi höllum fæti gagnvart orðfæri sér- fræðinga. Sigurður Erlingsson, leiðsögu- maður og bóndi sem býr á Græna- vatni í Mývatnssveit, segist hafa á tilfinningunni að hinn almenni íbúi þori ekki að tala opinskátt um áhyggjur af virkjuninni en mörgum líði eins og þeir hafi brugðist því hlutverki að gæta náttúrunnar og langtímavelferðar íbúanna sjálfra. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri í Reynihlíð, sem býr í Vogahrauni skammt frá Bjarnarflagi, er á allt öðru máli. Hann blæs á áhyggj- ur vegna mengunar. Reynslan af Kröfluvirkjun sýni að niðurdæling verði ekki vandamál við Bjarnar- flag. Pétur segist ekki óttast að brennisteinsvetni verði slík hindr- un að ekki verði hægt að komast yfir hana. VIÐ BJARNARFLAG Aðgangur er bannaður að lóðinni þar sem verktakar vinna nú jarðvinnu fyrir Landsvirkjun við grunn virkjunar hússins, vestan Námafjalls. Myndin er tekin til suðurs. MYND/BJÖRN Þ. Ég held að allir sem komi að málinu fyrir hönd opinberra stofnana geri sér grein fyrir því að við mikinn vanda er að etja. Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi eystra Þetta sveitarfélag berst við að halda sér á floti og það verður að koma sem fyrst einhver atvinnustarfsemi sem greiðir almennileg laun og gefur af sér til sveitar- félagsins og þessa svæðis alls. Guðrún María Valgeirsdóttir sveitarstjóri í Mývatnssveit Greinin er hluti af samstarfsverkefni Fréttablaðsins og nemenda í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku við félags- og mann- vísindadeild Háskóla Íslands. Umsjón: Svavar Hávarðsson: svavar@frettabladid.is Höfundur: Björn Þorláksson: bjorn@akureyrivikublad.is Reykjavík Reykjahlíð Hveragerði Bjarnarflag Reykjahlíðarskóli 2,8 km Hveragerði Hellisheiðarvirkjun 10 km Reykjavík Hellisheiðarvirkjun 20 km Fjarlægðir frá virkjunum til byggðra bóla Hellisheiðarvirkjun Bjarnarfl ag ➜ Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri í Mývatnssveit, segir að sveitar- stjórn Skútustaðahrepps sé einhuga í stuðningi við virkjunina. Tveir af fimm fulltrúum í sveitarstjórn eru jafnframt starfsmenn Landsvirkjunar. Guðrún María hafnar alfarið framkvæmdastoppi í Bjarnarflagi heldur segir hún að hraða verði eins og kostur er atvinnuuppbyggingu vegna þeirrar hnignunar sem orðið hafi í Mývatnssveit síðan Kísiliðjan hætti starfsemi árið 2004. „Þetta sveitarfélag berst við að halda sér á floti og það verður að koma sem fyrst einhver atvinnustarfsemi sem greiðir almennileg laun og gefur af sér til sveitarfélagsins og þessa svæðis alls,“ segir Guðrún María. ➜ Sveitarstjórinn er jafnframt landeigandi í Reykjahlíð. Spurð hvort hún hafi sem slík persónulegan hag af samningum við Landsvirkjun vegna Bjarnarflagsvirkjunar segir Guðrún María: „Það er ekki búið að semja um neitt enn, en það er rétt að ég mun sem landeigandi hafa hag af því ef samið verður. Afstaða mín snýst hins vegar ekkert um það heldur hitt að sveitarfélagið verður að standa fyrir einhverju róttæku í atvinnumálum, staðan er einfaldlega þannig,“ segir Guðrún María. Sveitarfélagið veikt fyrir Framhald af síðu 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.