Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 38

Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 38
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Árið 2009 létust 2.002 einstaklingar. Gögnin byggja á dánar- vottorðum allra einstaklinga sem létust á árinu og áttu lög- heimili á Íslandi við andlát. 1.033 204 40 36 75 64 34 31 310 44 969 146 25 7 85 69 22 19 252 58 FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS 729 562 175 140 164 350 159 118 Sjúkdómar í blóðrásarkerfi Krabbamein Sjúkdómar í öndunarfærum Ótímabær dauðsföll* Geðraskanir og atferlisraskanir Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum Sjúkdómar í meltingarfærum Smit- og sníklasjúkdómar Áverkar og eitranir Sjúkdómar í þvag- og kynfærum Aðrir hjarta- sjúkdómar Lungna- krabbamein Langvinnir neðri öndunarfærasjúkdómar Lungnabólga Alzheimers- sjúkdómur Sykursýki Óhöpp Sjálfsvíg Parkinsons- veiki Lungnaþemba 10 Infl úensa 5 Flogaveiki 3 Manndráp 1 Alnæmi 1 Atburður þar sem óvíst er um ásetning 14 Sár í maga, skeifugörn og ásgörn 3 Langvinnur lifrarsjúkdómur 6 Umferðarslys 17 Sjúkdómar í blóði 5 Meðfæddar vanskapanir og litningafrávik 5 Einkenni og illa skilgreindar orsakir 10 Illkynja æxli í eitil- og blóð- myndandi vef Krabbameini í blöðruhálskirtli Krabbameini í ristli Brjósta- krabbamein Hjartaáfall Heila- blóðfall 133 102 100 65 13 31 56 53 50 36 34 53 56 118 63 36 37 27 Heimild: Hagstofa Íslands. Flokkun á grundvelli evrópska stuttlistans og ICD-10 * Með ótímabærum dauðsföllum er átt við þau dauðsföll sem hefði mátt koma í veg fyrir með réttri meðferð eða forvörnum. Langvinnir sjúkdómar eru bana-mein 85 prósenta Evrópubúa í dag. Þegar heimurinn allur er skoðaður eru þessir sjúkdómar orsök 65 prósenta allra dauðs-falla. Nýr heimsfaraldur er í uppsiglingu sem sálgar fleiri jarðar- búum en nokkur annar hefur gert síðan drepsóttir geisuðu í byrjun síðustu aldar. Sökudólgarnir eru helst hjarta- og æða- sjúkdómar, langvinnir lungnasjúkdómar, krabbamein og sykursýki. Vandinn er slíkur að hann hamlar hag- vexti um allan heim og heilbrigðiskerfi samtímans eru að sligast undir byrðinni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint sjúkdómana sem helstu ógn heimsbyggðarinnar við félagslega og efnahagslega framþróun á 21. öldinni. Við vandanum verður að bregðast með öflug- um forvörnum. Heimsfaraldur 21. aldar Þetta er megininntak greinar þeirra Karls Andersen, prófessors í hjarta lækningum við læknadeild Háskóla Íslands, og Vil- mundar Guðnasonar, forstöðu læknis hjá Hjartavernd, í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins undir fyrirsögninni Langvinnir sjúkdómar: heims faraldur 21. aldar. Karl segir að helstu áhættuþættir langvinnra sjúkdóma séu vel þekktir; tóbaksreykingar, óheilsusamlegt mat- aræði, hreyfingarleysi og misnotkun áfengis. Þessir fjórir þættir valdi, annað- hvort einir sér eða með öðrum sjúkdóm- um, eins og sykursýki, háþrýstingi og offitu, megin hluta langvinnra sjúkdóma. „Á Íslandi hefur verulegur árangur náðst,“ segir Karl. „Í raun og veru höfum við náð betri árangri en aðrar þjóðir á Vestur löndum hvað varðar hjarta- og æða- sjúkdóma. Dánartíðnin hefur hrapað um allt að áttatíu prósent á 25 til 30 árum. En annað vegur á móti. Krabbameinin hafa ekki lækkað að sama skapi þegar horft er á þann sjúkdómaflokk í heild og aðrir þættir munu í fyrirsjáanlegri framtíð éta upp þennan árangur, aðallega sjúkdómar tengdir offitu og sykursýki,“ segir Karl, sem segir það sérstakt áhyggjuefni hvern- ig neysluvenjur barna og ungmenna séu að þróast, og megi sjá samjöfnuð við neyslu í Bandaríkjunum. Ábyrgðin liggur hins vegar víða að hans sögn; einstaklingurinn ber að sjálfsögðu ábyrgð á sinni heilsu en á yfirvöldum hvílir líka sú skylda að skapa heilsusamlegt umhverfi. Heildarmyndin Langvinnir sjúkdómar hindra framfarir, hagvöxt og heilbrigði, skrifa þeir Karl og Vilmundur. Fari fram sem horfir munu Vesturlandabúar á næstu tveimur til þremur áratugum búa við vaxandi dánar- tíðni vegna langvinnra sjúkdóma, sem eru einnig vaxandi vandamál í löndum með lágar til miðlungs tekjur í Mið- og Austur- Evrópu. „Sjúkdómar þessir auka á ójöfnuð ríkra og fátækra í heiminum og standa í vegi fyrir efnahagslegum framförum í flestum löndum. Langvinnir sjúkdómar leiða til fátæktar, skuldavandi heimila eykst og fjölskyldur sem verða fyrir barðinu á lang- vinnum sjúkdómi geta fest í vítahring vax- andi skulda vegna heilbrigðiskostnaðar og minni tekjumöguleika. Í mörgum löndum kemur þetta niður á menntun barna og stendur í vegi fyrir félagslegu og fjárhags- legu sjálfstæði þessara fjölskyldna. Þetta stækkar gjána milli ríkra og fátækra í heiminum og eykur ójöfnuð,“ segir enn fremur í Læknablaðinu. Áhrifin á sam- félagið eru líka umtalsverð, telja Karl og Vilmundur. Lægra hlutfall vinnufærra íbúa landa leiðir til minni framleiðni. Útgjöld til heilbrigðismála eru sívaxandi hlutfall útgjalda í flestum löndum heims, en Alþjóðaefnahagsráðið skil greinir lang- vinna sjúkdóma sem eina helstu ógn við efnahagslegar framfarir í heiminum í dag. Það sama er uppi á teningnum á Íslandi. Forvarnir En hvað er til ráða? Í grein þeirra Vil- mundar og Karls segir að í forvörnum megi beita tvenns konar aðferðafræði; skimun fyrir einstaklingum í mikilli áhættu, og forvörnum sem beinast að almenningi, sem þeir kjósa að kalla lýð- grundaðar forvarnir. Á sama tíma og skimun skilar miklum árangri, samanber starf Hjarta verndar og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, er hið síðarnefnda áhrifameiri aðferð. Það hefur reynsla síðustu ára sýnt. Inn- gripið felst í almennri íhlutun í umhverfi allra í samfélaginu, og taka þeir dæmi af hollustu vernd, mengunarvörnum og matvæla eftirliti. Þegar kemur að lang- vinnum sjúkdómum er til dæmis hafið yfir allan vafa að tóbaksreykur er skað- legur heilsu manna og leiðir til æðakölk- unarsjúkdóma, heilaáfalla, krabbameina og langvinnrar lungnateppu, svo eitt- hvað sé nefnt. Sýnt hefur verið fram á að stóran hluta þeirrar lækkunar sem hefur orðið á dánartíðni vegna kransæðasjúk- dóma má þakka því að færri reykja í dag en áður, þegar litið er 25 ár aftur í tímann. Rannsóknir hafa sýnt að inngrip sem þessi í líf almennings eru fljótleg, árangurs rík og ódýr leið til að vinna gegn langvinnum sjúkdómum. Heilsupólitík Karl segir að í löndum Evrópu fari 98 pró- sent útgjalda til heilbrigðismála í meðferð sjúkdóma en aðeins tvö prósent í forvarnir. „Það er alltaf verið að lappa upp á þakið en ekki gengið frá því almennilega svo það sé ekki lekt. Þetta er vandamál víða og ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Karl. Á Íslandi getur hver sem er gengið inn af götunni og látið rannsaka heilsu sína, til dæmis hjá Hjartavernd og Krabbameins- félaginu, ef ættarsaga bendir til þess að viðkomandi sé líklegur til þess að veikjast snemma á ævinni. Rannsókninni fylgir kostnaður sem er að engu leyti niðurgreiddur af hinu opinbera; sjúkra- tryggingar taka engan þátt í þessum kostn- aði. „Flestir fá hins vegar hluta eða allan þennan kostnað greiddan af sínu stéttar- félagi. En, síðan þarf fólk að greiða skatt af þeirri upphæð sem styrkur stéttarfélags- ins var. Ríkið er því í raun og veru að skatt- leggja forvarnir. Þetta er ekki í lagi,“ segir Karl, „af því að ríkið ætti í raun að hvetja fólk til þess að láta taka út heilsu sína en ekki letja með skattlagningu.“ Lífsstílssjúkdómar nýr faraldur Nýr heimsfaraldur er í uppsiglingu, segja læknarnir Vilmundur Guðnason og Karl Andersen. Faraldurinn leggur fleiri að velli en drepsóttir fyrri alda. Þessir sjúkdómar eru bein afleiðing þess lífsstíls sem við höfum tamið okkur. Vandinn er að sliga heilbrigðiskerfi samtímans og stendur hagvexti í heiminum fyrir þrifum. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Í raun og veru höfum við náð betri árangri en aðrar þjóðir á Vesturlöndum hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma. Dánartíðnin hefur hrapað um allt að 80% á 25 til 30 árum. Karl Andersen, prófessor við Háskóla Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.