Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 46

Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 46
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Rúllukragamenn ÓÐUR TIL RÚLLUKRAGANS Á plötu hljóm- sveitarinnar Bítlavinafélagsins, Ennþá til sölu, sem kom út árið 1996, er að finna lagið Rúllukragapeysan mín. Jón Ólafsson samdi lagið í Hollandi árið 1986 en hann er mikill aðdáandi rúllukragans. „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af rúllukragapeysum og finnst þær töff. Þegar við vorum í þessum peysum á árunum 1986-1988 þóttum við frekar hallærislegir en rúllukragapeysan er sígild í mínum huga og eldist ákaflega vel. Mér fannst því upplagt að gera lag og texta tileinkað þessari uppáhaldsflík minni á þessum árum.“ EINKENNISBÚNINGURINN Stofnandi Apple, Steve Jobs, var frægur fyrir að klæðast svörtum rúllukragabol og bláum Levi´s 501 gallabuxum. Fæstir vita þó að rúllukragabolur Jobs var sérhannaður af japanska hönnuðinum Issey Miyake og átti Jobs hundrað alveg eins boli í fataskáp sínum. Það má því kalla Jobs einn helsta aðdáandi rúllukragans í seinni tíð. Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllu kraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kven- fatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllu kraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheimin- um og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllu- kragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga,“ segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema“ og einn spari.“ Unnsteinn hvetur herramenn landsins ein- dregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norð- lægum slóðum.“ Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllu- kragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreyti- legan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari. HOPPAR HÆÐ SÍNA Unnsteinn Manuel Stefánsson er mjög feginn því að rúllukraginn fær uppreisn æru í herratískunni í vetur en hann hefur klæðst rúllukraga frá fermingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ver raddböndin í rúllukraga Söngvarinn Unnsteinn Manuel Stefánsson kveðst mjög feginn því að rúllukraginn sé loksins kominn í tísku. Sjálfur hefur hann klæðst rúllukraga frá fermingu og á sex rúllukragapeysur í fataskápnum. Hönnuðir heimsins gefa rúllukraganum nýtt líf í fataskápum karlpeningsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.