Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 50

Fréttablaðið - 24.11.2012, Side 50
KYNNING − AUGLÝSINGKirkjur LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 20122 Umfangsmikið kórastarf mun ein-kenna aðventuna undir nafninu Kórafoss. „Í ár mun verða gert örlítið betur þar sem kirkjan fagnar 25 ára vígslu- afmæli,“ segir Þór Hauksson, sóknar prestur Árbæjarkirkju. Fyrsti sunnudagur í aðventu 2. desember Fyrsti sunnudagurinn í aðventunni í Ár- bæjarkirkju er Kirkjudagurinn, en þá er af- mæli kirkjunnar fagnað. „Dagurinn byrjar á sunnudagaskóla klukkan ellefu líkt og venjulega. Klukkan tvö verður svo hátíðar- guðsþjónusta þar sem biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, predikar. Þá mun, auk Ag- nesar, séra Guðmundur Þorsteinsson, sem var fyrsti sóknarprestur Árbæjar safnaðar, þjóna með mér og séra Sigrúnu Óskars- dóttur. Mikill fjöldi tónlistarfólks kemur fram í messunni, en Þóra Gylfa dóttir syngur einsöng og kór Landsvirkjunar kemur í heimsókn og syngur bæði einn og með kirkjukórnum okkar.“ Kvenfélagskaffihlaðborð Eftir messuna mun Kvenfélag Árbæjar- safnaðar vera með sitt árlega kaffi hlaðborð og líknarsjóðshappdrætti. „Fyrirtæki og einstaklingar hafa þá lagt til ýmsan varning sem Kvenfélagið hefur safnað saman og pakkað inn. Þær eru ótrúlega öf lugar þessar konur, hafa prjónað og föndrað alls kyns muni sem verða einnig í happdrættinu. Allur ágóðinn rennur svo í styrktarsjóð Árbæjarkirkju sem notaður er til að aðstoða safnaðarmeðlimi sem þurfa á hjálp að halda.“ Annar sunnudagur í aðventu 9. desember Annan sunnudag í aðventu mun svo Ár- bæjarkirkja og íþróttafélagið Fjölnir slá upp balli. „Þá verður dansað í kringum jólatréð, sungin jólalög og vonandi láta ein hverjir jólasveinar sjá sig. Þeir hafa nú vanalega litið við með eitthvað í pokanum sínum.“ Um kvöldið klukkan átta er svo aðventu- kvöld þar sem ræðuhaldari verður frétta- konan Edda Andrésdóttir. Hvorki meira né minna en þrír kórar munu syngja þetta kvöld, svo búast má við að þakið rifni af kirkjunni. „Það er samstarfsverkefni í gangi hérna milli Árbæjarkirkjukórs, Grafarholts- kirkjukórs og Grafarvogskirkjukórs. Þeir eru búnir að æfa saman dagskrá og munu á næstunni syngja saman í öllum þessum þremur kirkjum. Á dagskránni verða sjálfsagt klassískir kirkjusálmar og ég veit að endað verður á Heims um ból. Það verður helg stund að hlusta á þessa kóra syngja saman og kór- stjórinn okkar, Krisztina Kalló Szklenár, á heiður skilinn fyrir gott starf með kórnum okkar,“ segir Þór. Gospeltónleikar 12. desember Þriðjudaginn 12. desember klukkan 20 verður Gospelkór Árbæjarkirkju með tón- leika. „Kórinn okkar er einn elsti gospelkór landsins og verður þrettán ára um þessar mundir. Ingvar Alfreðsson stýrir honum og má búast við léttri og skemmtilegri stemn- ingu.“ Þriðji sunnudagur í aðventu 16. desember „Möguleikhúsið kemur í sunnudaga skólann til okkar klukkan ellefu með leiksýningu sem minnir okkur á inntak jólanna. Þetta verður kósí stund, þar sem fjölskyldan getur mætt og horft á fallega leiksýningu. Að öðru leyti verður ekki meira um að vera þann daginn í kirkjunni og kórinn og organistinn fá smá frí.“ Messur um jólin Á aðfangadag verða tvær messur í Árbæjar- kirkju, ein klukkan ellefu að morgni og önnur klukkan ellefu að kvöldi. „Það er alltaf sama fólkið sem mætir í messur á að- fangadag. Mikill munur er þó á andrúms- lofti á þessum tveimur messum. Fólk er mun afslappaðra í seinni mess- unni, enda mesta jólastressið búið. Aðrar messur eru á jóladag klukkan tvö og annan í jólum klukkan ellefu, en þá er fjölskyldu- stund. Það er því nóg að gera hjá okkur hér um jólin og allir hjartanlega velkomnir.“ 25 ára afmæli Árbæjarkirkju fagnað á aðventunni Aðventan í Árbæjarkirkju verður viðburðamikil í ár líkt og undanfarin ár. Kórsöngur, barnaleikhús, líknarsjóðshappdrætti og gospeltónleikar eru á meðal þess sem á dagskrá verður. Hér er starfsfólk Árbæjarkirkju ásamt krökkum úr 7 til 9 ára starfi kirkjunnar sem haldið er reglulega. MYND/GVA Flestar af hæstu kirkjum heims eru í Evrópu og voru byggðar fyrir árið 1900. Hæsta kirkja heims telst vera Ulm Minster sem staðsett er í Ulm í Þýskalandi. Hún var byggð árið 1890 og er 161,5 metra há. Ganga þarf upp 768 þrep til að komast á hæsta útsýnisstaðinn. Til gamans má geta þess að Hallgrímskirkja, hæsta kirkja Íslands, er 74,5 metra há. Ulm Minster er því meira en tvöföld stærð Hallgríms- kirkju en níu hæstu kirkjur heims eru allar meira en tvöföld stærð Hallgrímskirkju. Af fimmtíu hæstu kirkjum heims er ein í Banda- ríkjunum og Kanada, ein í Afríku og tvær í Suður-Ameríku. Hinar eru allar í Evrópu, þar af sextán í Þýskalandi. Hæsta kirkju Norður- landa er dómkirkjan í Uppsölum í Svíþjóð. Hún er 118,7 metra há. Einungis tíu af fimmtíu hæstu kirkjum heims voru byggðar eftir 1900 og eru þær flestar utan Evrópu. Spánverjar eru enn að byggja hæstu kirkju heims sem mun slá Ulm Minster út verði hún einhvern tímann fullbyggð. Vinnan við byggingu kirkjunnar hófst árið 1883. Kirkjan heitir Sagrada Família og er í Barcelona. Verði byggingu hennar lokið mun hún verða 170 metra há. Hæsta kirkja heimsFJÖGUR KERTALJÓS AÐVENTU Aðventa þýðir „Koma Drottins“ á latínu og hefst fjórða sunnudag fyrir jól. Aðventan er einnig kölluð jólafasta því á öldum áður mátti ekki borða hvað sem var og alls ekki kjöt. Aðventukrans byggir á norður-evrópskri hefð. Sígrænt greni táknar líf í Kristi og hringurinn eilífðina. Fyrsta kertið nefnist Spádómskerti og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins sem sögðu fyrir um komu frelsarans. Annað kertið er Betlehemskerti og minnir á þorpið sem Jesús fæddist í. Þriðja kertið er Hirðingjakertið og vísar til þess þegar snauðum og ómenntuðum fjárhirðum var á undan öllum sögð tíðindin góðu. Fjórða kertið er Englakertið sem tákn um englana sem báru mannheimi fregnirnar um Jesúbarnið í Betlehem. Aðventukrans barst sem siður frá Danmörku til Íslands um miðja síðustu öld. Hann varð algengur á íslenskum heimilum á sjö- unda áratugnum og þykir nú ómissandi hluti af íslensku jólahaldi. Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA www.forlagid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.