Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 53

Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 53
| FÓLK | 3HELGIN Ævintýrið hefst að nýju nú um helgina en þetta er áttunda aðventan í röð sem Þjóð- leikhúsið sýnir Leitina að jólunum. Tveir skrítnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða á ferðalagi þeirra eru Kristalssalurinn, Leikhúsloftið og Leikhúskjallarinn. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Sýningin er eftir Þorvald Þorsteinsson og tónlistin eftir Árna Egilsson við hinar alkunnu Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son og aðalleikarar þau Selma Björns- dóttir og Ólafur Egill Egilsson. Sýningar hefjast að nýju í dag, laugardag, og verða að jafnaði þrjár sýningar sérhvern laug- ardag og tvær hvern sunnudag til jóla. LEITIN AÐ JÓLUNUM Áttunda árið í röð ■ SPENNANDI Það er alltaf eitthvað um að vera í Merkigili á Eyrarbakka á heimili söngvaskáldanna Uni og Jóns Tryggva. Á morgun verða tónleikar með hinni einu sönnu Lay Low, en hún hefur undanfarið verið á tónleika- ferðalagi um heiminn með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Lay Low er nýflutt á sveitabæ í Ölfusi, þar sem hún einbeitir sér að því að klára nýja plötu. Hún sendi nýverið frá sér nýtt myndband við lagið The Backbone um leið og hún sendi frá sér tveggja laga vínylplötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lay Low hefur ekki spilað mikið á Ís- landi undanfarið svo þetta er kærkomið tækifæri til að hlusta á hana. Frítt er inn á tónleikana en frjáls framlög vel þegin. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00. Fyrir þá sem ekki hafa komið í Merkigil má geta þess að það stendur við Eyrargötu sem er gatan nær hafinu. Fyrir framan Merkigil er minnisvarði um gömlu rafstöðina á Eyrarbakka. Merkigil er ómálað bárujárns- hús með grænu þaki. LAY LOW Í MERKIGILI ■ ÍSLENSK HÖNNUN Ný safnbúð hefur verið opnuð í Hafnarborg, Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar við Lækjargötu. Safnbúðin er samstarf Hafnar borgar og hönnunar- gallerísins Spark og mun selja íslenska hönnun. Meðal hönn- uða sem eiga vörur í verslun- inni eru Andrea Maack, Vík Prjónsdóttir, Scintilla, Stefnumót hönnuða og bænda, Olle & Stephan, Secret shop, Hildur Ýr Jónsdóttir, Þórunn Árnadóttir og Brynjar Sigurðar son. Opið er í Hafnarborg alla daga milli klukkan 12 og 17 og fimmtudaga til klukkan 21. Lokað á þriðjudögum. NÝ SAFN- VERSLUN Í HAFNARBORG SCINTILLA er eitt þeirra merkja sem seld eru í nýju búðinni. Vinningshafar í Sögulegri safnahelgi á Norðurlandi vestra 2012 Á haustdögum var haldin Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið 13.-14. október. Þá opnuðu nærri 30 söfn og setur dyr sínar fyrir gestum og gangandi, frá Borðeyri í vestri til Hofsóss í austri. Skipulagsnefnd helgarinnar vill þakka öllum þeim sem lögðu sitt að mörkum til að gera helgina að þeim skemmtilega viðburði sem hún var. Þeir sem nýttu sér tækifærið til að heimsækja söfnin og setrin skemmtu sér vel og hægt er að hlakka til að ári. Stefnan er að þróa hugmyndina áfram, þannig að helgin verði hluti af huggulegu hausti á Norðurlandi vestra í framtíðinni. Við erum bara rétt lögð af stað. Skemmtilegur hluti helgarinnar var stimplaleikurinn. Með því að safna stimplum í heimsóknum á einstök söfn og setur gátu gestir tekið þátt í leiknum og komist í lukkupottinn. Eftir helgina voru síðan heppnir þátttakendur dregnir út. Vinningarnir eru veglegir úr héraði og óskum við vinningshöfum til hamingju og megi þeir vel njóta. 1. Gisting og jólahlaðborð fyrir tvo á Hótel Varmahlíð. Ragheiður Þorsteinsdóttir, Þverbraut 1, Blöndósi 2. Riverrafting fyrir fjóra í Jökulsá vestari sumarið 2013 hjá Bakkaflöt ferðaþjónustu. Sigrún Einarsdóttir, Bjargshóli, Vestur - Húnavatnssýslu 3. Málsverður fyrir tvo á Eyvindarstofu. Sigríður Ósk Jónsdóttir, Gillastöðum, Laxárdal 4. Frír aðgangur sumarið 2013 fyrir eina fjölskyldu á söfn og setur sem taka þátt í Sögulegri safnahelgi. Ingibjörg Sigurðardóttir, Auðólfsstöðum, Austur-Húnavatnssýslu Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra 13.-14. október 2012 Styrktaraðilar: Riis hús, Borðeyri. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykjasafn. Grettistak, Laugarbakka / Spes sveitamarkaður. Langafit handverkshús, Laugarbakka. Selasetur Íslands, Hvammstanga. Verslunarminjasafnið Bardúsa, Hvammstanga. Þingeyrakirkja. Eyvindarstofa, Blönduósi. Þekkingarsetrið á Blönduósi. Hafíssetrið Blönduósi. Laxasetur Íslands, Blönduósi. Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi. Textílsetur Íslands, Blönduósi / Vatnsdæla á refli. Rannsóknasetur HÍ á Norðurl. vestra, Skagaströnd. Nes listamiðstöð Skagaströnd. Árnes, Skagaströnd. Spákonuhof, Skagaströnd. Gestastofa Sútarans, Sauðárkróki. Byggðasafn Skagfirðinga, Minjahúsið á Sauðárkróki. Á Sturlungaslóð í Skagafirði. Sögusetur íslenska hestsins, Hólum. Samgönguminjasafn Skagafjarðar, Stóragerði. Vesturfarasetrið, Hofsósi. Þátttakendur í Sögulegri safnahelgi 13.-14. október 2012 p j g g g gO ið er h á öllum aðilunum frá kl. 12:00 – 18:00 bæði lau arda o sunnuda . Boðið er upp á fríar rútuferðir innan hvers svæðis - Vestur Húnavatnssýsla, Austur Húnavatnssýsla og Skagafjörður. Brottför er kl. 13 á eftirtöldum stöðum: Bardúsa, Hvammstanga, Kvennaskólanum á Blönduósi, Spákonuhofi Skagasrönd og Gestastofu Sútarans á Sauðárkróki. Nánar á www.huggulegthaust.is Riis hús, Borðeyri Riis hús, Borðeyri Grettistak/Spes Bardúsa Hafíssetrið Kvennaskólinn NES listami ðstöð Gestastofa Sútarans Langafit ha- ndverkshús Þingeyrarkirkja Laxasetur Íslands Rannsóknarsetur HÍ Spákonuhof Minjahúsið Selasetur Íslands Eyvindarstofa Heimilisiðnaðarsafnið Árnes NES listamiðstöð Skagaströnd Lau. kl. 16-18 pallborðsumræður Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykjasafn Árnes, Skagaströnd Elsta hús staðarins Grettistak, Laugarbakka Spes sveitamarkaður Langafit-handverkshús á Laugarbakka Spákonuhof Skagaströnd Húsfreyjurnar, Vatnsnesi Sviðamessa 12. og 13. okt. kl. 19 Gestastofa Sútarans Sauðárkróki Laug. og sunn. kl. 12:00, leiðsögn um verksmiðju Selasetur Íslands á Hvammstanga Byggðasafn Skagfirðinga Minjahúsið Sauðárkróki Verslunarminjasafnið BARDÚSA, Hvammstanga Á Sturlungaslóð, Kakalaskáli Frásögn um Sturlungu kl. 13:30 Þingeyrarkirkja Sögusetur íslenska hestsins, Hólum Eyvindarstofa Blönduósi Samgöngu- minjasafnið Stóragerði Hafíssetrið Blönduósi Vesturfarasetrið Hofsósi Laxasetur Íslands Blönduósi Minjastofa Kvenna- skólans á Blönduósi Þekkingasetrið Kvennaskólinn Blönduósi Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi Lau. kl. 15 - Söngur/undirfatasýning Rannsóknasetur HÍ Skagströnd Laug. og sunn. kl. 14 - Saga hafnarinnar Textílsetrið / Vatnsdæla á refli Kvennaskólinn Blönduósi HVAMMSTANGI BLÖNDUÓS SAUÐÁRKRÓKUR SKAGASTRÖND LAUGARBAKKI VARMAHLÍÐ HÓLAR HOFSÓS Stóragerði KakalaskáliBORÐEYRI REYKIR Í HRÚTAFIRÐI Samgönguminjasafnið 1 13 2 14 2 3 4 5 6 7 11 17 8 15 12 19 18 9 16 13 20 21 2223 24 14 10 3 15 4 :O) :O) 16 17 18 19 20 21 22 23 24 5 6 7 8 9 10 11 12 1 1 115 168 19 3 12-13-146 179 20 4 157 1810 23 Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra 13.-14. október MUNIÐ STIMPLALEIKINN!Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir heppna gesti! Verkefnið er styrkt af Menningaráði og Vaxtasamningi Norðurlands vestra. Fleiri upplýsingar má finna á vefsíðunni www.huggulegthaust.is. Söfn og setur um allt Norðurland vestra frá Borðeyri í vestri til Hofsóss í austri bjóða upp á fjölbreytta dag- skrá, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Opið lau.og sun. kl. 12:00-18:00 Boðið verður upp á fríar rútuferðir innan svæða. Vestur Húnavatnssýsla, Austur Húnavatnssýsla og Skagafjörður. Brottför er kl. 13 á eftirtöldum stöðum: Bardúsa, Hvammstanga, Kvennaskólanum á Blönduósi, Spákonuhofi Skagaströnd og Gestastofu Sútarans á Sauðárkróki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.