Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 67
sími: 511 1144
| ATVINNA |
Ríkisskattstjóri rekur öflugt tæknisvið þar sem 24 starfsmenn af 260 manna
starfsliði, starfa við fjölbreytileg verkefni sem tryggja skulu hnökralaus rafræn
samskipti viðskiptamanna og skattyfirvalda í samræmi við upplýsingastefnu
ríkisskattstjóra.
Ríkisskattstjóri leitar að liðsauka við þann hóp sem nú starfar við rekstur
og þróun upplýsingakerfa skattyfirvalda. Í undirbúningi er innleiðing nýrra
upplýsingakerfa, breytt viðmót á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, aukið öryggi
í gagnavinnslu og ný þróun á veflykli ríkisskattstjóra.
Leitað er að öflugum og jákvæðum einstaklingi til starfa við slík verkefni
auk þess að eiga samskipti við launagreiðendur, fjármálastofnanir og
hugbúnaðarhús við dagleg verkefni skattframkvæmdar svo sem undirbúning
álagningar opinberra gjalda.
Menntunar- og hæfnikröfur
Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember 2012.
Liðsmaður óskast
Upplýsingar um embættið má finna á vefsíðu þess www.rsk.is
Hjúkrunarfræðingur- Aðstoðardeildarstjóri
Laus er staða aðstoðardeildarstjóra á Grund staðan
veitist frá 1. janúar 2013 eða eftir nánara samkomu-
lagi.
Sjúkraliðar - Hópstjórar
Til stendur að bæta við þann góða hóp sjúkraliða sem
er starfandi við heimilið. Reynsla af öldrunarhjúkrun
er æskileg.
Starf hópstjóra á Grund er sjálfstætt og fjölbreytt.
Á Grund búa 200 heimilismenn þar sem trúnaður,
traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskip-
tum og lögð áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð
vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.
Nánari upplýsingar um störfin, starfshlutfall, vaktir og
launakjör veitir Sigrún Faulk hjúkrunarforstjóri, virka
daga frá klukkan 9.00-16.00 í síma 530-6116.
www.grund.is
Skemmtigarðurinn í Smáralind auglýsir eftir tækni-
manni í fullt starf. Við erum með 110 leiktæki af
öllum stærðum og gerðum sem vantar fjölhæfan,
áhugasaman umsjónarmann. Tæknimaður ber
ábyrgð á að öll tæki og búnaður sé starfshæfur og
keyrsluhæfur hvern dag. Vinnutími frá kl 10 -18 virka
daga og annan hvorn laugardag.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af viðhaldi og uppsetningu tækja
• Öguð vinnubrögð
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Hafa góða þjónustulund
• Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki
• Samskiptahæfileikar og færni til að starfa í hóp
Menntun er kostur en ekki skilyrði.
Við bjóðum fjölbreytt verkefni og skemmtilegt og
líflegt starfsumhverfi
Umsóknir sendist á arnar@skemmtigardur.is fyrir
miðvikudaginn 28. nóvember.
Besti innanhúss skemmtigarður í heimi 2012
LAUGARDAGUR 24. nóvember 2012 13