Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 98

Fréttablaðið - 24.11.2012, Page 98
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 66 Ástkær eiginmaður minn, GUNNAR REYNIR KRISTINSSON til heimilis að Bylgjubyggð 13, Ólafsfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar miðvikudaginn 21. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Rannveig Sveinsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar kæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR EYJÓLFSSONAR verkfræðings. Margrét Petersen Eyjólfur Sigurðsson Kristín Þorgeirsdóttir Inga Lára Sigurðardóttir Arnfinnur Jónasson Ævar Páll Sigurðsson Jenny Hansen og barnabörn. Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU DANÍELSDÓTTUR Lerkigrund 3, Akranesi. Sérstakir þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Akraness og heimahjúkrunar. Þórður Elíasson Hrönn Ríkharðsdóttir Sigrún Elíasdóttir Jón Atli Sigurðsson Frímann Smári Elíasson Hrafn Elvar Elíasson Ágústa H. Friðriksdóttir Daníel Rúnar Elíasson Halla Ingólfsdóttir Elías Rúnar Elíasson Kolbrún J. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI PÁLSSON Höfða, Akranesi, lést 13. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Kristín Gísladóttir Baldur Gíslason Erla Gísladóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN BJÖRGVINSSON Engjavöllum 5A, Hafnarfirði, andaðist á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 22. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á samtökin Regnbogabörn: Reikningur: 0140-26-50100, kt. 501002-3560. Hulda Karen Ólafsdóttir Ólafur Stefánsson Lilja Björg Eysteinsdóttir Björgvin Sigmar Stefánsson Steinunn Jóhanna Sigfúsdóttir Stefán Karl Stefánsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Öllum er heiðruðu minningu okkar kæru EYGLÓAR GUÐMUNDSDÓTTUR Hrafnakletti 2, Borgarnesi, og sýndu okkur vinsemd og hlýju við andlát hennar og útför sendum við okkar innilegustu þakkir. Blessun Guðs gefist ykkur öllum. Snorri Þorsteinsson Margrét Guðjónsdóttir Davið Magnússon Andrea Davíðsdóttir Eygló Dóra Davíðsdóttir Snorri Þorsteinn Davíðsson Linda Björk Bjarnadóttir Margrét Andreudóttir Bróðir minn og mágur, ÍVAR SÆMUNDSSON lést á heimili sínu 10. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Guðný Hinriksdóttir Lúðvík Andreasson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JOHANNDINE A. FÆRSETH áður til heimilis að Hrísmóum 4, Garðabæ. Ólafur Ingi Ingimundarson Soffía Amanda Jóhannesdóttir Sóley Björg Sigurðardóttir Þorbjörn Guðjónsson Erla Ósk Sigurðardóttir Kristján Guðmundsson Sigríður Hanna Sigurðardóttir Páll Þórðarson Petrína Freyja Sigurðardóttir Böðvar Þórisson Einar Sigurðarson Jennifer Dale Randall barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur, mágkonu og frænku, GUÐRÚNAR DÝRLEIFAR KRISTJÁNSDÓTTUR lögmanns og hjúkrunarfræðings, sem lést 24. október sl. og var jarðsett frá Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 7. nóvember. Kristján Gerhard Hjördís Erna Sigurðardóttir Rebekka Rut, Rannveig Lára og Rúnar Máni Unnur Jónsdóttir Stefán Kristjánsson Ólöf H. Bjarnadóttir Guðríður A. Kristjánsdóttir Ómar B. Hansson Kristín Jóna Kristjánsdóttir Hafsteinn Már Einarsson og systkinabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, BOLLI A. ÓLAFSSON húsgagnasmíðameistari, frá Valhöll, Patreksfirði, síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, andaðist þriðjudaginn 20. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Hildur Bolladóttir Ófeigur Björnsson Gunnar Bollason Svala Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hera A. Ólafsson Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Dagskrá verður fyrir börn í öllum verslunum Eymundsson í dag upp úr klukkan tvö og smákökur og annað góðgæti á boðstólum í tilefni 140 ára afmælis bókabúðarinnar. „Flestir Íslendingar hafa einhvern tíma komið í Eymundsson og ég vona að sem flestir láti sjá sig í dag og gleðjist með okkur,“ segir Svanborg Sigurðardóttir, versl- unarstjóri í Eymundsson Austurstræti, elstu verslun fyrirtækisins. Eymundsson er þátttakandi í átakinu „Heillakeðja barnanna“ að sögn Svan- borgar og ákveðið var að nota dag- inn til að styðja við það málefni. Því rennur allur ágóði af sölu barnabóka í dag til Barnaheilla og 140 bóka titlar eru á sérstöku afmælistilboði. „Vig- dís Finnbogadóttir er verndari Barna- heilla, hún ætlar að koma til okkar í Austurstrætið klukkan 14 og lesa fyrir börnin,“ lýsir hún og tekur fram að afmælisstemning verði í öllum fjórtán verslunum Eymundsson sem, fyrir utan Austurstrætisbúðina, eru við Skólavörðustíg, í Mjóddinni, Kringl- unni, Smáralind, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, Keflavík, á Akranesi, Ísafirði og Akureyri.“ Margt hefur breyst frá því ljós- myndarinn og bókbindarinn Sig- fús Eymundsson 1837-1911) stofnaði Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar 1872. Þá voru íbúar Reykjavíkur um tvö þúsund talsins, götulýsing var engin, skolpleiðsla engin og umferðar- reglurnar snerust um reið og rekstur gripa og fénaðar um göturnar. Sigfús hóf verslunarreksturinn í hornhúsi að Lækjargötu 2, bjó sjálf- ur ásamt konu sinni, Sólveigu Daní- elsdóttur, á efri hæðinni og rak líka ljósmyndastofu í húsinu. Þarna var verslunin til ársins 1920 og setti svip á bæjarlífið. Flestir, sem stóðu fyrir tónleikum og hvers kyns viðburð- um, beindu fólki þangað til að sækja aðgöngumiða og í gömlum dagblöðum má sjá tilkynningar frá fólki sem týndi einhverjum smámunum og óskaði eftir að mununum væri skilað til Bókaversl- unar Sigfúsar Eymundssonar. - gun Börnin í öndvegi á afmælisdaginn Fyrirtækið Eymundsson fagnar því í dag að um 140 ár eru frá því Sigfús Eymundsson stofnaði fyrstu bókaverslun landsins. Ágóði seldra barnabóka renna til Barnaheilla. Í EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTI „Flestir hafa einhvern tíma komið í Eymundsson og ég vona að sem flestir láti sjá sig í dag og gleðjist með okkur,” segir Svanborg Sigurðardóttir verslunarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Caritas Ísland ætlar að styrkja starf- semi Grensásdeildar með tónleikum í Kristskirkju á morgun, sunnudaginn 25. nóvember, klukkan 16. Þar koma fram ástsælir listamenn sem allir gefa vinnu sína. Efnisskráin á tónleikunum spann- ar vítt svið. Þar eru verk frá ýmsum tímum, allt frá endurreisnartímanum til dagsins í dag og af einstökum núm- erum má nefna hluta úr Jólaóratóríu Bach. Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari teflir einnig fram strengja- kvartett sem hlaut verðlaun Nótunn- ar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, á síðasta ári. Eins og flestir vita er starf Grensás- deildar mikilvægt, ekki bara fyrir ein- staklingana sem þar dvelja heldur allt samfélagið því það miðar að því að auka færni fólks til framtíðar með endur hæfingu. - gun Syngja og spila fyrir starfsemi Grensás HLUTI AÐSTANDENDA TÓNLEIKANNA Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Margrét Pálmadóttir kórstjóri, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Antonia Hevesi orgel, Elísabet Waage harpa, Nina Lea Jónsdóttir fiðla, Kristján Jóhannsson tenór, Daði Kolbeinsson óbó, Rannveig Marta Sarc víóla, Hávarður Tryggvason bassi og Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.