Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2012, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 24.11.2012, Qupperneq 102
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 Megas er nýbúinn að leggja lokahönd á fjögurra diska safnplötu sem kemur út í byrjun desember. Tilefnið er 40 ára útgáfuafmæli Megasar en lögin á plötunum spanna árin 1972-2012. Þrír diskanna eru með lögum sem Megas hefur gefið út í gegnum árin en sá fjórði inniheldur mestmegnis áður óútgefið efni. Sögusagnir hafa verið á sveimi þess efnis Megas hafi verið með jólaplötu í burðarliðnum undanfarið en hann þvertekur fyrir það. „Það kom upp sú hugmynd að gera jólaplötu og einhverjir voru spenntir fyrir því. Mér leist hins vegar illa á það. Það eru samt tvö jólalög á þessum safndiski. Það verður að duga.“ „Það er nú þannig að það er betra að fá vondu gagnrýnina en þessa góðu. Það er gagnrýnin sem maður getur dregið einhvern lærdóm af,“ segir tónlistarmaðurinn Megas kank- vís og bætir við að hann sé sjálf- ur óhræddur við gagnrýni enda sé hann orðinn sjóaður í þeim efnum. „Einu sinn sagði einhver gagnrýn- andi að textarnir mínir væru skot- heldir eins og venjulega. Það sagði mér ekki neitt.“ Yfir sex hundruð textar Textar bókarinnar spanna árin 1966 til 2011 og eru yfir sex hundruð tals- ins. Hugmyndin að verkinu kviknaði fyrir tveimur árum og segir Megas Jóhann Pál, útgefanda hjá Forlag- inu, eiga heiðurinn að því að ráð- ist var í gerð þess. Þetta er í annað sinn sem bók með textasafni Meg- asar kemur út en sú fyrri, Textar, kom út árið 1991 og seldist upp undir eins. „Jóhann kom á máli við mig og bryddaði upp á þessari hug- mynd fyrir tveimur árum síðan. Ég tók vel í það. Ætli það hafi ekki tekið um eitt og hálft ár að safna þessu saman, en ég var með gott fólk sem aðstoðaði mig í að fara yfir texta- möppurnar,“ segir Megas og á þar meðal annars við Guðmund Andra Thorsson, sem sá um að ritstýra verkinu. „Þetta er vel lesið yfir. Hingað til hef ég bara séð eina villu, sem þykir nokkuð gott.“ Myndirnar fanga tíðarandann Hátt í tvö hundruð ljósmyndir prýða bókina. Myndirnar sýna Megas á ýmsum tímabilum í sínu lífi, marg- ar úr hans persónulega albúmi og aðrar teknar af ljósmyndurum. „Það eru margar flottar myndir þarna sem gaman er að skoða og rifja upp,“ segir Megas glottandi. Ein af uppáhaldsmyndunum hans í bókinni er á blaðsíðu 8 og sýnir tón- listarmanninn liggjandi í grasinu með pípu í munnvikinu á sjöunda áratugnum. „Mér finnst þessi ansi skemmtileg, því hún fangar bæði tíðarandann og augnablikið vel. Ég held að fyrrverandi kærasta mín hafi tekið hana.“ Ljósmyndir eru ekki einu mynd- skreytingar bókarinnar því á víð og dreif um blaðsíðurnar eru teikning- ar eftir Megas sjálfan. „Mér fannst ágætt að skreyta síðurnar með þessu, það gefur þessu skemmti- legan blæ.“ Ekki ljóðabók Í formála bókarinnar, sem er hand- skrifaður af Megasi, telur hann ástæðu til að taka sérstaklega fram að bókin sé ekki ljóðabók held- ur safn söngtexa. Ástæðan fyrir því er að Megasi er ekki vel við að söngtextum hans sé ruglað saman við ljóð. „Þetta er textar gerðir til söngs, þótt nótur fylgi bara tveim- ur textum í bókinni. Sumir textarnir hafa verið sungnir og eru til á plötu en aðrir ekki. Sá sem les bókina verður að hafa í huga að þetta eru söngtextar.“ Áskorun að semja á íslensku Megas semur á íslensku. Honum líkar illa við að semja á útlensku. Megas er ekki hrifinn af þeirri þróun að íslenskir tónlistarmenn séu farnir að færa sig í auknum mæli yfir í enska textasmíð. „Ensk- an er uppfull af klisjuorðum sem eru ekki til í íslenskunni. Þess vegna finnst mér lítil áskorun að semja á ensku og það verður oft bara eitthvert þvaður. Að mínu mati er Björk sú eina sem getur samið texta á ensku eins og innfædd.“ Að lokum er ekki úr vegi að spyrja meistarann hvort einhver af textunum sexhundruð beri höfuð og herðar yfir aðra. „Á maður nokkuð að vera að gera upp á milli barnana sinna? Ætli mér þyki samt ekki örlítið vænna um þá sem minnsta athygli og hól hafa fengið gegnum tíðina, hvernig sem á því nú stend- ur.“ alfrun@frettabladid.is Enskan er uppfull af klisjuorðum sem eru ekki til í íslenskunni. Þess vegna finnst mér lítil áskorun að semja á ensku og það verður oft bara eitthvert þvaður. Megas MENNING Þykir vænst um þá texta sem fá minnstu athyglina og hólið Megas er umsvifamikill í jólavertíðinni í ár. Nýlega kom út bók þar sem er að fi nna yfi r 600 texta frá meistaranum og um mánaða mótin kemur út fj ögurra diska safnplata með lögum Megasar til síðustu tíu ára. Sjálfur kveðst hann nokkuð ánægður með hvoru tveggja. ÁNÆGÐUR MEÐ BÓKINA Megas er ánægður og stoltur af rúmlega sjöhundruð blaðsíðna textasafni sínu. Skemmtilegar ljós- myndir prýða einnig síður bókarinnar, sumar úr einkasafni meistarans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 40 ára útgáfuafmæli 2007 Sendir frá sér tvær plötur, Frá- gang og Hold er mold, ásamt Senu- þjófunum. 2010 Stofnar hljómsveitina GRM ásamt Gylfa Ægis- syni og Rúnari Þór Péturssyni. 1991 Fyrra heildarsafn texta Megasar kemur út. 2012 Megas– Textar 1966 til 2011 kemur út. 1945 Magnús Þór Jónsson fæðist í Reykjavík, sonur skáldkonunnar Þórunnar Elfu Magnúsdóttur og Jóns Þórðar- sonar, kennara og rithöfundar. 1940 1956 Heyrir lagið Don‘t Be Cruel og heillast af Elvis Presley. 1950 1965 Lýkur stúdents prófi frá MR, en hafði áður stundað grunn- skólanám við Austurbæjarskóla. 1960 1975 Önnur platan, Millilend- ing, kemur út og hlýtur hrós fyrir textasmíðar. 1979 Tvöfalda tónleikaplatan Drög að sjálfs- morði kemur út. Orðrómur um andlát Megasar fylgir í kjölfarið. 1972 Sendir frá sér fyrstu plötu sína, Megas, sem er tekin upp í Noregi. Platan fær slæma dóma og er bönnuð í útvarpinu. 1970 1980 1990 2000 2010 1983 Eft ir fj ög- urra ára hlé frá útgáfu syngur Megas á plötum með bræðr- unum Bubba og Tolla Morthens. 1986 Sendir frá sér Í góðri trú, fyrstu sóló- plötuna í sjö ár. Loft mynd kemur út árið eft ir og selst í rúmlega 6.000 eintökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.