Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2012, Qupperneq 126

Fréttablaðið - 24.11.2012, Qupperneq 126
24. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 94 „Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa,“ segir hin 83 ára Guðbjörg Tómas- dóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síð- ari hluta tuttugustu aldar. Aðal- persónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífs- ins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um sögu- þráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið.“ Útgáfan á sér fimm ára for- sögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlim- ur útgáfufyrirtækisins dó,“ grein- ir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekk- ert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október.“ Guðbjörg hefur verið heima- vinnandi húsmóðir í meira en sex- tíu ár, bæði í Hafnarfirði og ann- ars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rit- höfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það,“ segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálf það sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra.“ Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsak- aði ekki neitt af því að ég tek ekk- ert frá öðrum.“ Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana.“ Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar.“ freyr@frettabladid.is Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Guðbjörg Tómasdóttir rithöfundurs HÆTT VIÐ SÍÐUSTU ÚRRÆÐI Ekki verða framleiddar fleiri þáttaraðir af sjónvarpsþættinum Last Resort, vegna lítils áhorfs. Þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ABC í Bandaríkjunum og á Skjá einum. Í þáttunum fer Darri Ingólfsson með hlutverk Robert Mitchell sem á í ástarsambandi við eina aðalpersónu þáttanna. Á Facebook-síðu sinni harmar Darri endalok þáttanna og sendir nafni hans, leikarinn Ólafur Darri Ólafsson, honum stuðn- ingskveðjur í kjölfarið. - sm BEINT Á TOPPINN Í FRAKKLANDI Bettý eftir Arnald Indriðason er nýkomin út í kilju í Frakklandi og fór hún beint í efsta sætið á franska glæpasagnalistanum. Það er orðinn fastur liður að bækur Arnaldar fari beint í efsta sætið í Frakklandi því harðspjaldaútgáfa Bettý gerði það einnig þegar hún kom þar út. Um 250.000 eintök hafa einnig selst af Myrká eftir Arnald í Frakklandi og í febrúar verður bókin Furðu- strandir gefin þar út innbundin. Verður það tíunda bók hans sem kemur út í Frakklandi. - fb Sökkti sér ekki niður í undirheimana Hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir sendir frá sér skáldsögu um morð og eiturlyf. VIÐ TÖLVUNA Guðbjörg Tómasdóttir skrifar bækur sínar á gamla Macintosh-tölvu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég get byrjað að hugsa um ástina þegar ég hef unnið Óskarsverðlaun. Ég held að margir leikstjórar og framleiðendur viti að ég er góð leikkona.“ LINDSAY LOHAN kynnti sjónvarpsmyndina Liz & Dick í vikunni, en í henni leikur hún Elizabeth Taylor. „Hann var raulandi sama stefið út í eitt í sumar, þá 18 mánaða, og það varð kveikjan að laginu. Mér fannst þetta svo jólalegt hjá honum. Ég reyndi nokkrum sinnum að raula með honum en þá hætti hann alltaf því ég gerði þetta víst ekki rétt,“ segir lagahöfundurinn og leikarinn Guð- mundur Ingi Þorvaldsson. Guðmundur Ingi samdi lagið Ég held heim um jólin með aðstoð sonar síns, Aðalsteins Inga, og hefur það nú verið gefið út af hljómsveitinni Loftskeytamenn, þar sem Guðmundur er einmitt söngvari. Hann segir Aðalstein Inga greinilega þekkja lagið þegar hann heyrir það. „Hann virð- ist tengjast því að einhverju leyti því ég spilaði það til að mynda fyrir hann í gær og hann var sönglandi það allt kvöldið,“ segir hann. Aðspurð- ur hvort Aðalsteinn sé upprennandi tónlistar- maður segir Guðmundur svo vel geta orðið þar sem hann sé afar músíkalskur og læri texta, þrátt fyrir ungan aldur. „Við verðum að sjá til. Vonum bara að hann finni sína leið í lífinu,“ segir Guðmundur. - trs Átján mánaða lagahöfundur Guðmundur Ingi samdi jólalag Loft skeytamanna út frá rauli ungs sonar síns. MÚSÍKALSKIR FEÐGAR Þeir Guðmundur Ingi og Aðalsteinn Ingi eru báðir mikið fyrir tónlist og sömdu Ég held heim um jólin í sameiningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPRENGIR SIRI MEÐ BJARNA FEL Mörgum þykir spaugarinn Sólmundur Hólm með fyndnari mönnum landsins og ein besta eftirherma sinnar kynslóð- ar. Sólmundur hefur þó sett sér háleitt markmið í sínu gríni. Á Twitter segir Sóli lokatakmarkið vera að láta Siri, notendaviðmótið málgefna í iPhone, fara að hlæja. Það hefur hingað til reynst þrautin þyngri, en Sóli hefur ráð undir rifi hverju. Ef allt um þrýtur grípur hann í Bjarna Fel eftirhermuna. Ekki einu sinni Siri stenst það. - þj S E L T J A R N A R N E S B Æ R Menningarnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2013 Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir hér með eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum ábend- ingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2013. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur. Væntanlegir umsækjendur eru beðnir að haga umsóknum í samræmi við reglur um bæjarlistamann sem liggja frammi á bæjarskrifstofum Seltjarnarness að Austurströnd 2, en þær er einnig að finna á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is Frestur til að skila umsóknum og/eða ábendingum á bæjarskrifstofur Seltjarnarness merktum: ,,Bæjarlistamaður 2013“ hefur verið fram- lengdur til 30. nóvember nk. Menningarnefnd Seltjarnarness
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.