Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 1
FRÉTTIR FLOTTASTA JÓLATRÉÐEitt frægasta jólatré í heimi stendur við Rockefeller Center í New York. Í dag verður kveikt á ljósum þessa fallega jólatrés en milljónir manna fylgjast með því í beinni útsendingu. Tréð er skreytt með yfir 30 þúsund lituðum led-ljósum og á toppnum situr stjarna frá Swarovski. V erkefni Ferðafélags Íslands, Eitt fjall, hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Þar er boðið upp á göngusyrpur þar sem farið er í 12 og 52 fjallgöngur yfir árið. Seinni göngusyrpan er eins og nafnið gefur til kynna ganga á 52 fjalltinda yfir árið Fyrstiu á Ú arið. Í staðinn voru teknar tvær stærri gönguhelgar í sumar þar sem gengið var á fimm fjöll í hvorri ferð, fyrst í Þórsmörk og svo í Landmannalaugum.Hópurinn á eftir að ganga upp á tfjöll í á Sk EITT FJALL Á VIKUFJALLGÖNGUR Hópur fólks á öllum aldri hefur gengið á fjallstind vikulega nær allt árið. Hringnum verður lokað í Öskjuhlíð á gamlársdag. FALLEG NÁTTÚRA Nýtt landslag í hverri vikuMYND/ÞORSTEINN ÓLI SIGURÐSSON TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 pHnífa aratöskur – 12 manna 14 tegundirVerð frá kr. 24.990 Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór úr leðri, skinn-fóðraðir. Stórar stærðir. Teg: 206202 23 Stærðir: 41 - 48 Verð: 16.975.-Teg: 206201 23 Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.985.- Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14. FLOKKUN MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 TIL FRAMTÍÐAR UM ALLT LAND MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 12 2 SÉRBLÖÐ Flokkun | Fólk Sími: 512 5000 28. nóvember 2012 281. tölublað 12. árgangur Á sakaskrá fyrir iPad Ef ferða menn fá meira en 50.000 króna sekt fyrir að fara í græna hliðið með of dýran hlut fara þeir á sakaskrá. 4 Knappur tími Fastanefndir Alþingis hafa tvær vikur til að veita umsögn um valda hluta stjórnskipunarlaga. 2 Geitum fer fjölgandi Mjög hefur fjölgað í íslenska geitastofninum síðustu ár og telur hann nú rúmlega 800 dýr. Betur má þó ef duga skal. 2 Lækkandi lyfjaverð Forstjóri Vistors segir lyfjaverð til sjúkrahúsa á Íslandi orðið það lægsta á Norður- löndum. 4 SKOÐUN Af hverju vísaði Alþingi stjórn arskrárfrumvarpi til erlendra sér- fræðinga? spyr Ágúst Þór Árnason 12 MENNING Kvikmyndahátíðin Riff leggur land undir fót og ferðast til Rómar. 26 SPORT Guðmundur Guðmundsson og Alfreð Gíslason mætast í leik ársins í þýska boltanum í kvöld. 22 DÓMSMÁL Umbun af einhverju tagi frá ofbeldis- mönnum til þolenda virðist einkenna kynferðis- brot gegn drengjum. Algengast er að gerendur í slíkum málum reyni að múta drengjum með pen- ingum, en einnig er sælgæti, sígarettur og áfengi algengt form umbunar frá ofbeldismönnum til þolenda sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfir- gripsmikilli rannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík, á öllum dómum Hæstaréttar frá stofnun hans árið 1920 til loka apríl síðastliðins er varða kynferðis- brot gegn drengjum. Samkvæmt skoðun á dómunum virðast dreng- ir vera líklegri en stúlkur til að vera misnotaðir kynferðislega af ókunnugum, en þolandi þekkti ekki ofbeldismanninn í meira en helmingi til- vika. Þolendur voru kunnugir gerandanum í 33 prósentum tilvika og í einu tilviki misnot- aði maður ungan frænda sinn í tólf ár. Í fjöru- tíu prósentum dómanna var um endurtekið brot að ræða. „Má telja það nokkuð athyglisvert í ljósi þess hve margir gerendur voru drengjunum ókunn- ugir og því kannski eðlilegt að gera ráð fyrir að svona nokkuð myndi ekki henda sama þolandann nema einu sinni. Það sem virðist skýra þetta er hversu mörgum drengjanna var umbunað,“ segir Svala í skýrslu sinni. „Þetta er aðferð sem ger- endurnir notuðu til þess að komast í samband við drengina og til þess að halda misnotkuninni áfram. Þeir freista þeirra með gjöfum.“ Hún bendir á að í ljósi þess að gerendur eru oftast ókunnugir drengjunum njóti þeir þar með ekki trausts þeirra. Þetta sé því leið þeirra til að tryggja sér þagmælsku. - sv / sjá síðu 8 Algengt að kynferðisbrota- menn gefi drengjum gjafir Meirihluti dæmdra kynferðisbrotamanna sem brjóta gegn drengjum reynir að kaupa þögn þeirra með gjöfum. Peningar eru algengustu múturnar, samkvæmt nýrri rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar frá 1920 til 2012. Samtals hafa fallið 22 dómar þar sem ákært var fyrir kynferðisbrot gegn dreng frá árinu 1920 til 23. apríl 2012. 25 þolendur af 44 fengu gjafir af einhverju tagi frá ofbeldismanninum. ➜ Reyndu að kaupa þögn 25 Peningar19 2 4 1 7 2 2 Sælgæti Áfengi Sígarettur Ökutímar Utanlandsferð Bíóferð 16 karlar sakfelldir í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn drengjum. BRENNANDI ÁHUGI Slökkviliðsmenn æfa nú stíft fyrir heimsleika slökkviliðs- og lögreglumanna sem haldnir verða í Belfast á næsta ári. Í gær notuðu þeir sér frábærar aðstæður á Reykjavíkurtjörn og tóku íshokkíæfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON O pið m á n - fö s 1 1 - 1 8 l au 1 2 - 1 6 S 5 7 7- 5 5 70 | E r u m á faceb o ok HÁGÆÐA SILKIKLÚTAR MENNING Nýútkomin plata hljóm- sveitarinnar Hjaltalín, Enter 4, er ekki gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í febrúar á næsta ári. Ástæðan er sú að frestur- inn til að skila inn tilnefningum hefur verið færður fram um tvær vikur, eða til 15. nóvember. Þær plötur sem koma út eftir þann tíma, þar á meðal Enter 4, koma því ekki til greina þegar verð- launin verða afhent. Í staðinn eru þær gjaldgengar árið 2014. „Ég held að fólk skilji að það verður einhvers staðar að draga mörkin,“ segir María Rut Reynis- dóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún bætir við að verðlaunin snú- ist um að vekja athygli á því sem vel er gert og hjálpa til við sölu fyrir jólin. - fb / sjá síðu 26 Íslensku tónlistarverðlaunin: Plata Hjaltalín ekki gjaldgeng Bolungarvík 2° SA 12 Akureyri -2° SA 5 Egilsstaðir -3° S 4 Kirkjubæjarkl. 2° SA 6 Reykjavík 4° SA 13 BJART NA-TIL Í dag verða suðaustan 8-15 m/s S- og V-lands og úrkoma en annars hægari og úrkomulítið. Hiti 0-6 stig en vægt frost NA-til. 4 FJÁRMÁL Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingiskona segir viðbrögðin við ummælum sínum um stöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í gær hafa verið yfirdrif- in og ekki í samræmi við stöðu mála. Yfirlýsingar Sigríðar birtust á fréttavef Bloomberg í gærmorgun. Viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs voru þegar stöðvuð í Kauphöll Íslands og forstjóri hennar gagnrýndi þing- manninn harðlega. Aðspurð hvort ummælin hafi verið óheppileg, einkum varðandi tímasetn- ingu, fellst Sigríður ekki á það. Stóra málið sé kostnað- urinn sem lendir á ríkissjóði vegna ÍLS. „Ég bjó ekki yfir innherjaupplýsingum. Það vita allir sem vilja vita, og hafa fylgst með málum sjóðs- ins, að uppgreiðsluáhætta er hans stærsta áhætta.“ Hún segir hörð viðbrögð við ummælunum lýsa hjarðhegðun. „Þessi viðbrögð eru einkennileg á meðan 50 milljarðar falla á ríkissjóð og þar með almenning vegna Íbúðalánasjóðs. Vandinn er ekki mín orð heldur þessi staðreynd.“ - þj / sjá síður 2 og 6 Sigríður I. Ingadóttir þingkona segir viðbrögð við orðum sínum yfirdrifin: Segir ummælin ekki óheppileg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.