Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 10
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Kristín Kjartansdóttir og Þorgrímur Benjamínsson www.volkswagen.is Volkswagen Passat eigendur eru ánægðir með metanið Volkswagen Passat EcoFuel, bíll ársins 2012 Eigendur Passat EcoFuel taka þátt í því að minnka losun koltvísýrings í andrúmsloftið, spara dýrmætann gjaldeyri með því að nota íslenskan orkugjafa og lækka eldsneytis- kostnaðinn um nær helming. Passat TSI EcoFuel kostar frá 3.990.000 kr. Meðaleyðsla 6,8 l /100 km bensín, 6,6 m3 4,3 kg/100 km metan m.v. blandaðan akstur. mv. Volkswagen Passat TSI Eco Fuel og óverðtryggðan bílasamning með gullvildarkjörum frá Ergo til 84 mánaða og 25% útborgun. Hlutfallstala kostnaðar 10,30%. 49.426 kr. á mánuði Núna er helmingi ódýrara að skreppa vestur í Ólafsvík. Það munar um minna. Fyrir andvirði þ essa gjafabréfs á gjofsemgefur.is fá e fnalitlir foreldrar á Íslandi gjafakort í verslun með leikföng, bækur og föt og geta þeir valið b arni sínu gjöf eftir þörfum þess o g óskum. ALLIR FÁ ÞÁ EITTHVAÐ FALLEGT www.gjofsemgefur.is 11 30 22 1 5 42 3 HEIMURINN Fleiri Tíbetar kveiktu í sér 1 Fjórir Tíbetar til viðbótar kveiktu í sér og að minnsta kosti 20 særðust í átökum við lögreglu í tengslum við mótmæli gegn yfirráðum Kínverja í Tíbet. Mótmælin snerust í þetta skipti um bækling, sem kínversk stjórnvöld hafa gefið út, þar sem gert er lítið úr tungumáli Tíbeta. Allt að þúsund náms- menn tóku þátt í þessum mótmælum, sem haldin voru í Qinghai-héraði. Alls hafa meira en 80 Tíbetar kveikt í sjálfum sér síðan 2009 til að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Grikkir anda léttar 2 Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa, ásamt Alþjóðagjaldeyris-sjóðnum og Seðlabanka ESB, samþykkt útgreiðslu frekari neyðaraðstoðar til Grikklands. Þeir hafa dregið þessa ákvörðun vikum saman, en segjast líta svo á að Grikkir hafi nú uppfyllt þau skilyrði um aðhald og niðurskurð í ríkis- rekstri, sem sett voru fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Grikkir fá nú 44 milljarða evra, eða ríflega 7.000 milljarða króna, sem hjálpar þeim til að greiða næstu afborganir af lánum ríkisins. Sýni tekin úr líki Arafats 3Gröf Jassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var opnuð snemma í gær-morgun og sýni tekin úr líki hans. Rannsóknir verða gerðar á sýnunum til að komast að því hvort hann hafi látist af völdum eitrunar, eins og ættingjar hans hafa haldið fram. Geislavirka efnið pólon-210 hefur fundist í fötum hans og tannbursta. Gröf Arafats er í bænum Ramallah á Vesturbakka Jórdanár, þar sem höfuðstöðvar hans voru. Hann lést á sjúkrahúsi í Frakklandi árið 2004. Vonbrigði á loftslagsfundi 4 Fulltrúar fátækari ríkja á tveggja vikna lofslagsráð-stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hófst í Doha, höfuðborg Katar á mánudag, hafa lýst vonbrigðum sínum með athafnaleysi auðugri ríkja jarðar. Ekki er sjáanlegt að samkomlag takist um aðgerðir, sem tryggi að loftslag jarðar hitni ekki meira en tvær gráður næstu áratugina. Kyoto-bókunin svonefnda rennur út um næstu áramót, en eitt af því sem deilt er um er hvernig fjármagna eigi þátttöku fátækari ríkja í aðgerðum til að draga úr losun gróðuhúsalofttegunda. Norðmenn banna rjúpnaveiðar 5 Í ljósi síversnandi ástands norska rjúpnastofnsins hafa margir landeig-endur tekið upp á því að banna veiðar á sinni landareign. Það er þó ekki til þess fallið að bjarga stofninum, segir rjúpnasérfræðingur í samtali við Aften- posten. Jo Inge Breisjöberget, hjá skógrækt norska ríkisins, segir staðbundnar friðanir ekki hafa skilað neinu þar sem rjúpur séu víðförlar og eigi rétt eins á hættu að vera skotnar á landi nágrannans. Svarið liggi frekar í því að friða mun stærri landsvæði, setja veiðikvóta eða takmarka ásókn veiðimanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.