Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 6
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 6 STAÐA ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Rekstur Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er ósjálfbær og miðað við áætlanir stefnir í að eigið fé sjóðsins verði uppurið í lok þessa árs. Vegna þessa ætlar ríkissjóður að leggja honum til allt að 13 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðu- neytinu í gær. Alls telur sjóður- inn að hann þurfi 22,5 milljarða króna á næstu þremur árum. Þá er útlánasafn hans ofmetið um 40 milljarða króna. Þetta kemur fram í skilabréfi starfshóps um stöðu ÍLS og skýrslu IFS grein- ingar um sama mál sem birt var opinberlega í gær. 56 milljarðar til ÍLS Framlagið kemur til viðbótar við þá 33 milljarða króna sem ríkið lagði sjóðnum til í lok mars 2011. Alls mun ríkið því leggja ÍLS til 56 milljarða króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að ekki þyrfti að grípa til mótvægisaðgerða vegna fram- lagsins. Það yrði ekki lagt fram sem beint fé, heldur færi það í gegnum efnahagsreikning. Einu áhrifin á fjárlög næsta árs yrðu að skuldir hækkuðu og vaxta- kostnaður myndi aukast. Nýr starfshópur hefur einnig verið skipaður sem á að fara yfir fram- tíðarhorfur og -hlutverk sjóðsins. Hann á að skila af sér í febrúar á næsta ári. Ljóst hefur verið í lengri tíma að ÍLS glímdi við mikinn rekstar- vanda. Hann felst meðal annars í því að útlán sem hann veitir eru uppgreiðanleg en skuldabréf sem hann gefur út hafa ekki verið það síðan að kerfinu var breytt árið 2004. Það þýðir að þegar við- skiptavinir ÍLS greiða upp lán sín, meðal annars til að flytja sig til annarra lánveitenda, þá fær sjóðurinn reiðufé en tapar þeim vaxtatekjum sem hann áður hafði af láninu. Á sama tíma þarf hann að greiða áfram vexti vegna skulda sem sjóðurinn stofnaði til til að geta veitt útlánin. Vaxta- munur er orðinn tæplega 0,3 pró- sent, sem er ekki nægjanlegur og þar af leiðandi er rekstur sjóðs- ins ósjálfbær. Með öðrum skilar rekstur hans tapi miðað við þess- ar forsendur. Helmingur lána greiddur upp Starfshópur sem skipaður var í september, og átti að greina stöðu og horfur ÍLS, skilaði skilabréfi sínu síðastliðinn föstudag. Þar segir að „miðað við núverandi markaðsaðstæður og ef gert er ráð fyrir að útlán sjóðsins að fjárhæð 200 ma.kr. verði greidd upp mun það kosta sjóðinn um fjóra ma.kr. í tap- aðar vaxtatekjur á hverju ári, á meðan ekki er hægt að endurlána uppgreiðsluna á svipuðum kjör- um. Á árunum 2004-2006 jukust uppgreiðslur hjá sjóðnum veru- lega og námu 240 ma.kr. eða um helmingi af öllu útlánum hans á þeim tíma. Á árinu 2012 stefnir í að uppgreiðslur verði meiri en ný útlán sjóðsins“. Yfir skuldsettar eignir Til viðbótar eru um 15 prósent af eignasafni sjóðsins í vanskil- um, eða um 125 milljarðar króna. Við skoðun á útlánum sjóðsins komst starfshópurinn að því að um 300 milljarðar króna af útlánum hans hvíldu á fasteign- um þar sem virði lána var yfir 110 prósent af fasteignamati og yfir 70 milljarðar á fasteignum þar sem virði lána var á milli 100 til 110 prósent af fasteignamati. Á afskriftarreikningi ÍLS um mitt þetta ár voru um 20 millj- arðar króna til að mæta mögu- legu útlánatapi. Í skilabréfinu segir að IFS greining, sem gerði skýrslu um áhættu og eiginfjár- þörf sem starfshópurinn studd- Sjóðurinn stendur ekki undir sér Ríkistjórnin ætlar að setja 13 milljarða inn í Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn telur sjálfur að hann þurfi 22,5 milljarða á næstu þremur árum. Sjóðurinn á yfir tvö þúsund eignir. Hluti þeirra verður settur inn í sérstakt félag sem mun tapa allt að tveimur milljörðum á ári. EKKI ÓVERÐTRYGGT Í tilkynningu ríkisstjórnar- innar kemur fram að ákvarðanir um veitingu óverðtryggðra lána verði ekki teknar fyrr en staða sjóðsins hefur verið styrkt með þeim aðgerðum sem stefnt er að að ráðast í. Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍLS hefur tekið yfir fleiri en tvö þúsund fasteignir og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi um allt að 1.500 á næstu árum. Einungis um 20 prósent þeirra eru á stórhöfuðborgarsvæðinu sem dregur verulega úr endursölumöguleik- um þeirra. Til að bregðast við þessu vandamáli hefur ríkisstjórnin ákveðin að færa þessar eignir í sérstakt félag í eigu ríkisins. Í skilabréfinu segir að „gera má ráð fyrir að næstu ár gæti halli á rekstri slíks félags numið 1-2 ma.kr. á ári“. Jafnframt verður hluti eignanna fluttur í sérstakt félag sem á að annast rekstur leiguíbúða. Eignir settar inn í sérstakt félag 22,5 MILL- JARÐAR er það sem ÍLS telur sig þurfa að fá á næstu þremur árum. ist við, telji útlánasafn sjóðsins mögulega ofmetið um 40 millj- arða króna. Því þurfi að auka framlag á afskriftarreikning um 20 milljarða króna. thordur@frettabladid.is 13 MILL- JARÐAR er það sem ríkið leggur sjóðnum til á næsta ári. 56 MILL- JARÐAR er ríkisframlag til ÍLS eft ir hrun. 40 MILL- JARÐAR er ofmat eigna Íbúðalána- sjóðs. 2.000 er fj öldi þeirra fasteigna sem sjóðurinn hefur tekið yfi r. 1.500 er fj öldi þeirra fasteigna sem talið er að bætist við eignasafn hans á næstunni. 45% er hlutfall lána ÍLS sem eru á yfi rveðsettum eignum. 4 ár eru síðan ÍLS uppfyllti lögbundið eigin- fj árframlag sitt. 0 er eigið fé ÍLS í lok þessa árs miðað við áætlanir. Tilboð: 1.590 þús. Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 25.910 kr. Afborgun á mánuði aðeins: Chevrolet Lacetti Station 1.800.000 kr. 210.000 kr. 240.000 kr. 1.590.000 kr. 25.910 kr. Söluverð: Okkar hlutur: Þín útborgun: Heildarverð til þín: Afborgun: * Auk aga ngu r 60 þú s. virð isau ki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.