Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGFlokkun til framtíðar um allt land MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 20124 Aðalstarfsemi Efnamóttök-unnar hf. felst í söfnun, móttöku og meðhöndl- un spilliefna og ónýtra raftækja. Starfssvæði félagsins er allt landið. Skil spilliefna jukust mikið með tilkomu Spilliefnanefndar sem síðar varð Úrvinnslusjóður. Flestum spilliefnum má skila án gjalds því förgunarkostnaður er innifalinn í verði efnanna þegar þau eru keypt. Móttaka og meðhöndlun raf- tækja er núna stór þáttur í starf- semi félagsins. Það tók virkan þátt í innleiðingu nýs kerfis og er aðal- söfnunaraðili notaðra raftækja á landinu. Efnamóttakan tekur að sér eyðingu trúnaðarskjala og vöru sem þarf að farga undir eftirliti. Spilliefni og raftæki í öruggum höndum Frá Gámavellinum Enni í Snæfellsbæ. Starfsstöð Efnamóttökunnar í Gufunesi. Gámaþjónusta Vesturlands á og rekur góða endurvinnslustöð í Snæfellsbæ. Sérstaða stöðvar- innar er að hún er að hluta til yfir byggð. Notendur stöðvarinn- ar aka inn í hús og losa sig við end- urvinnsluefnin í skjóli fyrir nátt- úruöflunum. Þessi þægindi íbúa Snæfellsbæjar hafa vakið eftirtekt annarra sveitarstjórnarmanna sem horfa til þessarar lausnar á stöðum þar sem lognið fer hratt fram hjá. Íbúar í Snæfellsbæ og Eyja- og Miklaholtshreppi hafa aukið f lokkun á heimilum. Endur- vinnslutunnur eru komnar við öll heimili og eru losaðar á fjög- urra vikna fresti. Gámaþjónusta Vesturlands annast þessa þjón- ustu með tveggja hólfa sorphirðu- bíl og tekur í einni ferð bæði end- urvinnsluefnin og almennt sorp. Fyrirtækið annast einnig sorp- hirðu bæði í Dalabyggð og Reyk- hólasveit. Bæði þessi sveitarfélög hafa komið sér upp góðum afgirt- um endurvinnslustöðvum. Fyrir- tækið annaðist bæði hönnun og byggingu á endurvinnslustöð- inni í Búðardal. Tilkoma allra þessara endur- vinnslustöðva hefur stórauk- ið það magn efna sem fara í end- urvinnslu í stað þess að enda í urðun. Endurvinnslustöðin í Enni er fyrirmynd Gámaþjónusta Vestfjarða ehf. er gamalgróið vestfirskt fyrirtæki á sviði umhverfismála. Flokkun og böggun efna sem fara til endurvinnslu fer fram í eigin húsnæði á Ísafirði. Öll flokkun er unnin af starfsmönnum Gámaþjón- ustu Vestfjarða. Mikil áhersla er lögð á að halda atvinnu í heima- byggð eins og kostur er og eru flest endurvinnsluefnin flutt út beint frá Ísafirði. Fyrirtækið annast sorphirðu í Vesturbyggð, á Tálknafirði, í Bolungarvík og í Súðavík og rekstur gámavalla fyrir þrjú þau fyrstnefndu. Fyrir- tækið er með öflug tæki til jarð- vinnu og flutninga. Hollur er heimafenginn baggi Gámaþjónusta Austurlands – Sjónarás ehf. annast þjónustu á sviði úrgangs- og endurvinnslumála á Austurlandi, einkum á Héraði og í Fjarðabyggð. Þjónustan er við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Fyrirtækið annast með sérstökum samningi meðhöndlun allra aukaafurða hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði. Umhverfismarkmið álversins varðandi úrgangsmál eru mjög metnaðarfull og er stefnt að því að nær enginn úrgangur álversins fari til urðunar heldur eingöngu til endurnýtingar og endurvinnslu. Árið 2010 fóru aðeins 0,3% af úrgangi Alcoa Fjarða- áls til urðunar. Öll endurvinnsluefni sem safnað er á vegum Gáma- þjónustu Austurlands – Sjónaráss ehf. eru flutt til Evrópu frá Reyðarfirði með íslenskum skipafélögum. Sérhæfður ryksugubíll hjá Gámaþjónustu Austurlands. METNAÐARFULL MARKMIÐ HJÁ HELSTA VIÐSKIPTAVININUM Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Ragnar Ágúst Kristinsson, rekstrar- stjóri Gámaþjónustu Vestfjarða, við flokkunarbar á gámavellinum á Patreksfirði. Komdu spilliefnum og raftækjum á söfnunarstöðina næst þér Gufunesi • 112 Reykjavík • Sími 559 2200 • efnamottakan.is Seljum og sendum moltu til fagaðila og allra þeirra er þurfa mikið magn. Einstaklingum er boðið að koma að Berghellu 1 með fötu, poka eða litla kerru og fá gefins moltu. Sími 535 2500 • soludeild@gamar.is • www.gamar.is www.gamar.is • Sími 535 2510 velkomin á Gámavelli! Vantar þig moltu? Við bjóðum einstaklinga og fyrirtæki Á gámavöllum við Berghellu 1 í Hafnarfirði er tekið á móti öllum flokkuðum og óflokkuðum úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum ásamt skilagjaldsskyldum umbúðum. 08.00–18.00 mánud.–föstud. • 08.00–16.00 laugardaga Loka› sunnudaga OPNUNARTÍMI R a u ð hella Álve rið S trau msv ík R auðhella R auðhella S teinhella H ringhella H ringhella Hrin ghe lla B er gh el la Móhella Ísh ella Gjá hel la Krýs uvík urve gur Hrin ghe lla Rey kjan esb raut Á sbraut Hafnarfjörður Hra unh ella K rýsuvíkurvegur S elhella Miðhella S uðurhella N orðurhella Golfvöllur Gámavellir móttökustöð Berghellu 1 G jáhella Rey kjan es Rey kjav ík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.