Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 8
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 DÓMSMÁL Alls hafa 22 dómar fall- ið í Hæstarétti frá stofnun hans árið 1920 til 23. apríl 2012 þar sem ákært var fyrir kynferðisbrot gegn dreng. Sakfellt var í miklum meirihluta mál- anna, eða 18 af 22, og voru brotaþolar sam- tals 44. Gerandi var látinn sæta geðrannsókn í átta dómum. Í málunum eru alls 16 ger- endur, allt karlmenn. Þar af er Steingrímur Njálsson gerandi í þremur. Einungis tveir þeirra sögð- ust sjálfir hafa verið þolendur kyn- ferðisofbeldis í æsku. „Í dómi frá 1994 kemur fram að ákærði hafi verið fórnarlamb Steingríms Njálssonar er hann var 14 ára og í öðru máli frá 2001 upp- lýsir gerandi í viðtali við geðlækni að hann hafi orðið fyrir kynferðis- ofbeldi af hálfu unglingspilts þegar hann var barn að aldri,“ segir í nið- urstöðum viðamikillar rannsóknar Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykja- vík, á öllum dómum Hæstaréttar á fyrrgreindu tímabili. Samkvæmt skoðun á dómunum virðast drengir vera líklegri til að vera misnotaðir kynferðislega af ókunnugum, en þolandi þekkti ekki ofbeldismanninn í meira en helm- ingi tilvika. Í rúmlega 40 prósent- um tilvika var um endurtekið brot að ræða. Flest brotin áttu sér stað á heim- ili ofbeldismannsins, á vinnustað hans eða í bifreið á hans vegum. sunna@frettabladid.is Helmingurinn látinn sæta geðrannsókn Helmingur gerenda sem dæmdir hafa verið í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn dreng þurfti að sæta geðrannsókn. 16 gerendur hafa verið dæmdir sekir í slíkum málum í Hæstarétti frá stofnun hans til loka apríl 2012. Allir gerendur eru karlar. SVALA ÍSFELD ÓLAFSDÓTTIR SEXTÁN SAKFELLDIR Í HÆSTARÉTTI Alls hafa sextán karlmenn verið sakfelldir í Hæstarétti frá stofnun réttarins árið 1920 fyrir kynferðisbrot gegn drengjum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Umbun af einhverju tagi frá ofbeldismönnum til þolenda virðist einkenna kynferðisbrot gegn drengjum. Algengast er að gerendur í slíkum málum reyni að múta drengjum með peningum eða sælgæti. ➜ Reyna að gera þolendur „samseka“ Yngsti þolandi í málunum var þriggja ára og sá elsti 17 ára. Flestir drengirnir eru á aldrinum 11 til 15 ára, eða átján brotaþolar af 44, þegar brot átti sér stað. Meðalaldur þolenda í dómunum er tólf ár. Allir gerendur voru karlmenn og meðalaldur þeirra 40 ár. Yngsti gerandinn var sextán ára og sá elsti sjötugur. Algengasta aldursbil milli geranda og þolanda var rúmlega 30 ár. ➜ Yngsti þolandi þriggja ára 25 MÁL 44Af einkennast af því að reynt var að kaupa þögn þolanda með gjöfum af einhverju tagi. Svala bendir á að í ljósi þess að gerendur séu oftast ókunnugir drengj- unum njóti þeir þar með ekki trausts þeirra og sé þetta leið til að tryggja sér þagmælsku þeirra. Gjafirnar séu þannig liður í misnotkuninni og til þess fallnar að auka mjög á sektarkennd drengjanna og skömm. Þeir telji sig þar með á vissan hátt orðna „samseka“. Braut gegn 14 börnum árið 1956 1956 22 DÓMAR hafa fallið í Hæsta- rétti þar sem ákæran felur í sér kynferðis- brot gegn dreng. 18 DÓMAR féllu þannig að gerandi var sak- felldur. 3 6 Þrjú mál snúa að Steingrími Njáls syni, vegna sex þolenda, sem voru í öllum tilvikum drengir. Í sex dómum af 22 var um einn dreng að ræða sem brotið hafði verið á. 60 þolendur voru í málunum, þar af átta stúlkur. Í þeim málum brutu ofb eldismennirnir bæði gegn drengjum og stúlkum. Aðeins var sakfellt í 44 málanna og í öllum tilvikum voru drengir þolendur. Flest voru þó börnin í dómi frá árinu 1956 þar sem ger- andinn, Snorri Jónsson kaupmaður, misnotaði 13 drengi og eina stúlku. Hann var látinn sæta gæsluvarðhaldi og geðrannsókn, en í dómnum kemur fram að hann væri hvorki „fáviti né geðveikur en geðveill með ótraustar hömlur og jafnvel homosexuel tilhneigingar“. BRETTAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU BRETTI, BINDINGAR OG BRETTASKÓR. Á R N A S Y N IR util if. is Opið til kl. 22.00 í kvöld 20% afmælisafsláttur bara í dag Gullsmiðjan 20 ára 28. nóvember 1992–2012 SAMFÉLAGSMÁL Dvalarrýmum fyrir aldr- aða hefur fækkað um helming á síðustu sex árum, eða um 402 rými frá 2006 til 2011. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkis- endurskoðunar um rekstur og starfsemi dvalarheimila aldraðra á þessum árum. Öldruðum hefur fjölgað um tíu prósent frá árinu 2006. Fækkun rýma á dvalar- heimilum er í samræmi við markmið stjórnvalda um að aldraðir geti eins lengi og unnt er búið við eðlilegt heimilislíf. Lögð hefur verið áhersla á að fjölga hjúkr- unarrýmum í staðinn. Á árunum sem Ríkisendurskoðun skoð- aði hefur eftirspurn eftir dvalarrýmum dregist saman, sem talið er benda til þess að stefna stjórnvalda hafi gengið eftir. Þótt biðlistar eftir þessum rýmum hafi styst eru þeir þó enn fyrir hendi. Ríkisendurskoðun vill af þessum sökum að velferðarráðuneytið móti skýra stefnu um framtíð dvalarheimila og hvort þeim verði fækkað enn meir. - þeb Velferðarráðuneytið þarf að móta stefnu um dvalarrými aldraðra: Rýmum fækkað um helming DVALARHEIMILI Biðlistar hafa styst undanfarin ár en þeir eru enn til stað- ar. Móta þarf framtíðarstefnu um dvalarheimili, segir Ríkisendurskoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meðal þess sem úttekt Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós var að körlum gengur betur að fá úthlutað dvalarrými en konum. Félags- legar aðstæður hafa einhver áhrif á þetta, að mati stofnunarinnar. Konur eru í meirihluta íbúa á dvalarheimilum og í meirihluta þeirra sem bíða. ➜ Auðveldara fyrir karla að fá inni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.