Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 4
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 224,7662 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,68 126,28 201,38 202,36 162,69 163,61 21,813 21,941 22,148 22,278 18,838 18,948 1,5309 1,5399 192,57 193,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 27.11.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is VERSLUN Ef ferðamaður sem kemur til landsins þarf að greiða sekt sem nemur 50 þúsund krón- um eða meira fyrir að fara í gegn- um græna hliðið með tollskyldan varning fer hann á sakaskrá. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara fara tollalaga- sektir inn á sakaskrá viðkomandi einstaklings, en fylgja ekki einka- sakavottorðum sem fólk getur þurft að óska eftir sökum vinnu eða annarra mála. Á slík vottorð fara einungis hegningarlagabrot og ávana- eða fíkniefnalagabrot. Fréttablaðið greindi frá því í gær að leyfilegt hámarksverð- mæti varnings sem má koma með inn í landið tollfrjálst hefur staðið í stað frá árinu 2008. Á sama tíma hefur krónan rýrnað um þriðjung með tilheyrandi skerðingu á leyfi- legum kaupum erlendis án þess að gefa vörur upp í tolli. Í reglugerð um sakaskrár kemur fram að þeir sem hafa aðgang að upplýsingum úr sakaskrám eru dómstólar, dómsmálaráðuneytið, umboðsmaður Alþingis, Fangelsis- málastofnun og Útlendingaeftir- litið. Ríkissaksóknari gefur út sakavottorð til erlendra yfirvalda vegna rannsóknar og meðferðar opinbers máls eða vegna öflunar ríkisfangs eða ökuréttinda. Tollalagasektir eru aðgengi- legar á sakaskrám einstaklinga tíu árum eftir að brotið er framið. Snorri Olsen tollstjóri segir það koma reglulega upp að fólk þurfi að greiða meira en 50 þúsund krónur í sekt fyrir að fara með of dýran varning í gegnum græna hliðið. Hann hefur þó enga skoð- un á því hvort viðmiðunarmörkin séu of lág og segir þær ákvarðan- ir alfarið liggja hjá stjórnvöldum. Engu breytir hvort ferðamaður komi í gegn um hliðið með einn dýran hlut eða marga ódýrari, útskýrir Snorri. „Hvort sem þú ert að koma í gegn með fimm Iphone- síma eða einn 500 þúsund króna pels, er það alltaf heildarupphæð- in sem skiptir máli,“ segir hann. sunna@frettabladid.is Tollasektir yfir 50.000 fara á sakaskrár ferðafólks í 10 ár Ef sektir ferðamanna vegna brota á tollalögum fara yfir 50 þúsund krónur eru þær skráðar á sakaskrá viðkom- andi og eru þar í tíu ár. Fjármálaráðherra skoðar alvarlega að láta endurskoða hámarksfjárhæðir í lögum. SPJALDTÖLVUKAUP ERLENDIS NÓG Sekt vegna ótilkynntra kaupa á dýrustu gerð Ipad erlendis nægir til að koma ferðamanni á sakaskrá í tíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu skoðar Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra „mjög alvarlega“ hvort ástæða sé til að breyta hámarksandvirði varnings sem koma má með tollfrjálst til landsins. Upphæðirnar hafa staðið í stað síðan sumarið 2008, þrátt fyrir mikla rýrnun krónunnar og hækkun á innlendu verðlagi. Reglugerðar- breytingu þarf til að hækka verðmæti varnings sem ferðamenn mega taka með sér til landsins tollfrjálst. Ráðherra skoðar málið alvarlega Láti ferðamaður fyrir farast að gefa upp kaup erlendis á dýrustu Ipad-spjaldtölvunni frá Apple í tollinum við komuna til landsins, nægir sektarfjárhæðin til að viðkomandi endi á sakaskrá. Nýjasti Ipadinn kostar á Apple.com 829 Bandaríkjadali. Samkvæmt reiknivél tollsins er virðisaukaskattur tölvunnar þegar hún er hingað komin 26.724 krónur. Ferðamaður sem fer með of verðmætan varning í gegnum grænt hlið þarf því að greiða tvisvar full aðflutningsgjöld plús 15 prósenta álag á sektina. 104.189 kr. (tollverð) + 26.764 kr. (aðflutningsgjöld) = 130.953 kr 26.764 x 2 = 53.528 + 15% álag = 61.557 krónur í sekt og gjöld. Ipad nægir til að koma fólki á sakaskrá UMHVERFISMÁL Bílaþvottastöð- inni Löðri var á mánudag gefinn fjórtán daga frestur til lagfær- inga á sjálfvirkri þvottastöð á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir vett- vangsskoðun hafa leitt í ljós að ákvæði starfsleyfis um að stöðin sé ekki í notkun nema dyr séu lokaðar hafi ekki verið uppfyllt. „Vegna nálægðar starfsem- innar við íbúðarhúsnæði telur heilbrigðisnefnd að brot starfs- leyfishafa sé alvarlegt,“ segir heilbrigðiseftirlitið. - gar Bílaþvottur í Hafnarfirði: Opnar dyr eru alvarlegt brot Veðurspá Föstudagur 3-8 m/s en stífara við austurströndina. HLÝNAR LÍTILLEGA Fremur stíf suðaustanátt um landið sunnan- og vestanvert í dag en dregur úr vindi á morgun. Úrkomusamt áfram á morgun en léttir til syðra á föstudag. 2° 12 m/s 3° 12 m/s 4° 13 m/s 6° 15 m/s Á morgun 5-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 2° -2° -1° -2° -4° Alicante Basel Berlín 15° 12° 7° Billund Frankfurt Friedrichshafen 6° 8° 6° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 21° London Mallorca New York 7° 16° 5° Orlando Ósló París 23° 1° 7° San Francisco Stokkhólmur 17° 3° 2° 6 m/s 3° 4 m/s -3° 4 m/s 0° 7 m/s -2° 5 m/s -1° 8 m/s -2° 9 m/s 5° 2° 4° -1° -3° Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður EGYPTALAND, AP Fjölmenn mótmæli gegn Mohammed Morsi Egypta- landsforseta snerust upp í mótmæli gegn Bræðralagi múslíma, hreyf- ingunni sem Morsi er sprottinn úr. Morsi hefur sagt að hann ætli sér ekki að afturkalla yfirlýsingu sína frá síðustu viku, þar sem hann tók sér nánast ótakmörkuð völd í land- inu. Mannfjöldinn krafðist þess bæði að Morsi segði af sér og að dreg- ið yrði úr áhrifum Bræðralags múslíma á stjórn landsins. „Við viljum ekki fá einræði aftur,“ hafði Reuters fréttastofan eftir einum mótmælendanna. - gb Tugir þúsunda mótmæla: Afsagnar Morsi krafist í Kaíró MÓTMÆLI Á TAHRIR Yfir hundrað þúsund tóku þátt. NORDICPHOTOS/AFP SKIPULAGSMÁL Samþykkt hefur verið að byggður verði nýr heitur pottur í Vesturbæjarlaug. Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar fer með fram- kvæmdina og sótti um leyfi fyrir pottinum, sem var veitt af bygg- ingarfulltrúa fyrr í mánuðinum. Enn hafa tillögurnar ekki verið kynntar og samkvæmt upplýsing- um frá forsvarsmönnum laugar- innar er enn verið að klára málið. Því liggur ekki fyrir hvenær ráð- ist verður í framkvæmdina. - þeb Breytingar á teikniborðinu: Nýr pottur í Vesturbæjarlaug HEILBRIGÐISMÁL Lyfjaverð til sjúkrahúsa hér á landi er orðið hið lægsta á Norðurlöndunum, segir Hreggviður Jónsson, for- maður Viðskiptaráðs, í viðtali í tímaritinu Straumum sem er gefið út af Capacent. „Það hefur mikið áunnist því fyrir um tíu árum var lyfjaverð á Íslandi það hæsta á Norður- löndunum,“ segir Hreggviður. Hann er forstjóri Veritas Capital hf. sem er móðurfyrirtæki nokk- urra helstu þjónustufyrirtækja heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Hreggviður segir gífurlegar breytingar hafa orðið á lyfja- markaðinum hér á landi frá 2004, en þá voru gerðir samningar um að verð á frum- lyfjum yrði sambærilegt og á Norðurlöndunum. Einnig hafi breytingar á greiðsluþátt- töku ríkisins í lyfjakostnaði haft mikil áhrif á lyfjamarkaðinn. „Íslensk stjórnvöld hafa geng- ið hart fram, sérstaklega á árun- um eftir hrun,“ segir Hreggvið- ur. Hann segist jafnvel sjá merki þess að gengið hafi verið of langt í þessum efnum: „Við erum með dæmi þess að lyfjaframleiðend- ur hafi ekki áhuga á að markaðs- setja ný lyf á Íslandi. Við lendum líka æ oftar í þeirri stöðu að að sannfæra framleiðendur um að halda ódýrum og sölulágum lyfj- um inni á þessum örmarkaði sem íslenski markaðurinn er.“ - gb Segir lyfjaverð til sjúkrahúsa hafa lækkað gríðarlega síðasta áratuginn: Lyfjaverð hér orðið hið lægsta HREGGVIÐUR JÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.