Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 28. nóvember 2012 | SPORT | 23 HÉR FÆRÐU RAUÐU NEFIN: Hagkaup, Bónus, MP banki, Te og Kaffi, Domino’s. www.unicef.is Þessi auglýsing er kostuð af: SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI Í OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 saltdreifarar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta ➜ Leikir kvöldsins Southampton– Norwich Stoke– Newcastle Swansea– WBA Tottenham– Liverpool Chelsea– Fulham Everton– Arsenal Man. Utd– West Ham Wigan– Man. City FÓTBOLTI Það er risakvöld fram undan í enska boltanum en þá fara fram einir átta leikir. Stór- leikur kvöldsins er viðureign Totten ham og Liverpool og spurning hvort Gylfi Þór Sig- urðsson fái tækifæri með Spurs í kvöld en hann hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu upp á síðkastið. Gylfi gat valið um að fara til Tottenham eða Liverpool í sumar og valdi Spurs. Því hafa stuðn- ingsmenn Liverpool ekki gleymt. Tottenham er í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig en Liver- pool er í því ellefta með 16 stig. Topplið deildarinnar, Man. Utd, fær West Ham í heimsókn en Lund- únaliðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og er í áttunda sæti. Rafa Benitez, stjóri Chelsea, þarf svo að sætta sig við meira baul frá stuðningsmönnum félagsins á heimavelli er liðið fær nágranna sína í Fulham í heimsókn. Sex leikir hefjast klukkan 19.45 en leikir Manchester-liðanna hefj- ast báðir klukkan 20.00. - hbg Stórleikir í enska í kvöld Spurs tekur á móti Liverpool á White Hart Lane FÆR HANN TÆKIFÆRI? Gylfi Þór hefur ekki fengið mörg tækifæri upp á síðkastið en það gæti breyst í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Í gær var dregið í fjórð- ungsúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Sænska liðið Malmö mætir Evrópumeisturun- um í Lyon frá Frakklandi. Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir leika með Malmö en leikirnir fara fram í lok mars annars vegar og byrjun apríl hins vegar. Lyon hefur unnið Meistara- deildina síðustu tvö ár en engu liði hefur tekist að vinna keppnina þrjú ár í röð. Hinar viðureignirnar eru á milli Arsenal og Torres frá Ítalíu. Franska liðið Juvisy Essone mætir Gautaborg frá Svíþjóð og þýska liðið Wolfsburg lenti á móti rússneska liðinu Rossiyanka. Malmö mætir meisturunum SARA BJÖRK Spilar með Malmö. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen segir að það hafi ekki verið búið að útnefna hann vítaskyttu Cercle Brugge þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu í belgíska boltanum. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í haust og skoraði skömmu síðar úr vítaspyrnu. Síðan þá hefur hann skorað fjögur mörk til viðbótar fyrir félagið. „Ég var ekki á lista yfir víta- skyttur liðsins. Ég held að það sé til listi en ég veit ekki hvaða nöfn voru á honum,“ er haft eftir Eiði Smára í belgískum fjölmiðlum. „Ég tók upp boltann og hugsaði með mér að þetta væri gott tæki- færi til að skora mitt fyrsta mark hér,“ bætti hann við. Ég var ekki vítaskytta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.