Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 15
FLOTTASTA JÓLATRÉÐ Eitt frægasta jólatré í heimi stendur við Rockefeller Center í New York. Í dag verður kveikt á ljósum þessa fallega jólatrés en milljónir manna fylgjast með því í beinni útsendingu. Tréð er skreytt með yfir 30 þúsund lituðum led-ljósum og á toppnum situr stjarna frá Swarovski. Verkefni Ferðafélags Íslands, Eitt fjall, hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Þar er boðið upp á göngusyrpur þar sem farið er í 12 og 52 fjallgöngur yfir árið. Seinni göngusyrpan er eins og nafnið gefur til kynna ganga á 52 fjalltinda yfir árið. Fyrsti gangan var upp á Úlfarsfell snemma í janúar og út- skriftin fer fram á gamlársdag þegar hin 60 metra háa Öskjuhlíð verður „klifin“. Hjónin Ingileif Sigfúsdóttir og Þorsteinn Óli Sigurðsson eru í hópi fjölmargra sem hafa tekið þátt í göngusyrpunni í ár en upphaflega skráðu þau sig til leiks til að undirbúa tíu daga hjólaferð um Bandarík- in. „Ég var sjálf búin að fá nóg af líkams- ræktarstöðvum og vildi prófa eitthvað nýtt fyrir undirbúning hjólaferðarinnar. Við sáum þennan kost og ákváðum að prófa. Við hjóluðum varla neitt eftir það því við vorum alltaf að ganga enda átti þetta hug okkar allan. Skipulag ferðanna er mjög gott og hver og einn gengur á sínum forsendum.“ Hópurinn gengur á eitt fjall í viku yfir árið en tekur sér sumarfrí yfir hásum- arið. Í staðinn voru teknar tvær stærri gönguhelgar í sumar þar sem gengið var á fimm fjöll í hvorri ferð, fyrst í Þórsmörk og svo í Landmannalaugum. Hópurinn á eftir að ganga upp á tvö fjöll í ár, Skeggja úr Dyradal og Vatnshlíð- arhorn, áður en hringnum verður lokað á gamlársdag. Ingileif segir margt standa upp úr þegar horft er til baka. Þau hjónin hafi kynnst skemmtilegum félögum og ekki síður einstakri náttúru landsins sem þau séu alltaf að sjá í nýju ljósi. „Ísland er bara svo fallegt og við sjáum alltaf eitt- hvað nýtt í hverri ferð. Ef ég á að nefna eitthvað sem stendur upp úr á árinu má nefna ferðina á Botnsúlur sem var rosalega skemmtileg. Gangan á Kerhóla- kamb var einnig eftirminnileg enda bæði erfið og skemmtileg ferð í slæmu veðri. Svo var algjörlega ógleymanlegt að vera í Þórsmörk í yndislegu veðri auk þess sem ferðin í Landmannalaugar var mjög skemmtileg. Einnig veit ég að toppurinn fyrir marga var að ganga á Hvannadals- hnúk en reyndar komumst við ekki á toppinn í þeirra ferð vegna veðurs.“ EITT FJALL Á VIKU FJALLGÖNGUR Hópur fólks á öllum aldri hefur gengið á fjallstind vikulega nær allt árið. Hringnum verður lokað í Öskjuhlíð á gamlársdag. GÖNGUGARPAR Hjónin Ingileif Sigfús- dóttir og Þorsteinn Óli Sigurðsson hafa gengið á mörg fjöll í ár. MYND/ÞORSTEINN ÓLI SIGURÐSSON FALLEG NÁTTÚRA Nýtt landslag í hverri viku MYND/ÞORSTEINN ÓLI SIGURÐSSON TÆKIFÆRISGJAFIR TILBOÐ Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 pHnífa aratöskur – 12 manna 14 tegundir Verð frá kr. 24.990 HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT YFIR 25 GERÐIR AF KAFFI JÓLATILBOÐ 2 pakkar af kaffi fylgja sjálfvirkum Dolce Gusto vélum. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Vertu vinur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór úr leðri, skinn- fóðraðir. Stórar stærðir. Teg: 206202 23 Stærðir: 41 - 48 Verð: 16.975.- Teg: 206201 23 Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.985.- Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Laugardag 10-14. UMDEILDIR PISTLAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.