Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 28
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 16 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. báru að, 6. ógrynni, 8. hlaup, 9. kverk, 11. tveir eins, 12. heimting, 14. ullarefni, 16. tímaeining, 17. dá, 18. svörður, 20. kusk, 21. fiskur. LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. líka, 4. planta, 5. hár, 7. undirbúningspróf, 10. óvild, 13. fálm, 15. skán, 16. tunnu, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. komu, 6. of, 8. gel, 9. kok, 11. ll, 12. krafa, 14. pluss, 16. ár, 17. mók, 18. mór, 20. ló, 21. ufsi. LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. og, 4. melasól, 5. ull, 7. forpróf, 10. kal, 13. fum, 15. skóf, 16. ámu, 19. rs. Kamilla? Er það í lagi þín vegna að ég hitti aðrar konur? Bara fyrir svona smá óábyrgt hanky panky? Nei! Just checking! Vá, Hektor! Þú ert breyttur! Er það gott eða slæmt? Slæmt... ...sem er gott. Mjög gott! Sé þig kannski seinna! Láttu mig fá bolinn! Slepptu! Ég á hann! Stofnandinn okkar Líknar- samtökin K.L.I.N.K. Lárus, við getum ekki leyft börnunum að eiga skjaldbökuna lengur. Það er ekki óhætt. Já, ég stein- gleymdi að þær smita fólk af salmonellu. En hvernig munu blessuð litlu börnin taka þeim fregnum að ástkær skjaldbakan þeirra verði að fara? Skjaldbakan dó og við skárum hana í sundur til að sjá hvað væri inni í henni, og svo jörðuðum við hana í blómabeðinu. Ég hugsa að þau jafni sig. Ég er ekki komin í nokkurt einasta jóla-skap, finn ekki fyrir neinu, ekki einu sinni fiðringi í nösum þó ég gangi fram á nýflysjaða mandarínu og opinn pipar- kökudunk. Aðventan hefst á sunnudag- inn og löngu búið að skreyta miðbæinn í borginni. Jólalögin eru farin að hljóma í útvarpinu og jólaauglýsingar dynja á hlustunum. ÞETTA ástand er mér ekki eðlilegt. Venjulega þarf ég að halda aftur af mér til að ofbjóða ekki samborg- urum mínum með því að hengja út jólaljósin í september. Æ, fólk móðgast svo auðveldlega yfir jóla- skreytingum. Margir vilja ekki sjá að neitt glitri í glugga fyrr en aðventan gengur í garð og þusa yfir því hve snemma stórverslan- irnar auglýsa að „jólin séu komin“. Vita ekki hvert þeir ætla ef heyrist jóla- lag í útvarpi fyrir fyrsta des og jagast yfir smá- kökubakstri þeirra fyrir- hyggjusömu sem skelltu í sort í október. ÉG HEF aldrei móðgast neitt. Fæ bara fiðrildi í mag- ann. Það er gaman á jólun- um og enn þá skemmtilegra að bíða eftir þeim. Eða það hefur mér allavega fundist hingað til. Núna gapa gluggarnir tómir hjá mér út í nóvembermyrkrið og ég er ekki einu sinni viss um hvar seríurnar er að finna. Man ekki hvar ég gekk frá þeim í geymslunni og nenni ekki niður að leita. ÞETTA er ekkert vit. Ég verð að koma mér í gírinn, en strax um helgina stendur til laufabrauðsbakstur hjá skólastelpunni minni og jólaball stuttu eftir það með skoppandi jólasveinum og tilheyrandi sprelli. Það fer enginn með ólund á svo- leiðis samkomur, maður verður að vera í stuði. EN HVAÐ er til ráða? Miðað við hve jólaskapið er fjarri mér enn veit ég ekki hvort ég get treyst á að það komi af sjálfu sér áður en klukkurnar hringja jólin inn. Ég hef reynt að hlusta á „Last Christmas“ með Wham en án árangurs. Ég er búin að borða mandarínur, piparkökur, smákökur og konfekt, drekka heitt súkkulaði, malt og appelsín og jólabjór! En allt kemur fyrir ekki. SJÁLFSAGT fer ég kolvitlaust að þessu. Jólin snúast ekkert bara um smákökur og malt eða jólalög frá áttatíu og eitthvað. Ef ég staldra aðeins við og tóna niður tauga- titringinn yfir því hve lítill taugatitringur sé kominn í gang, kemur þetta kannski. Best að ég sæki seríurnar í kvöld. Stress yfi r litlu stressi Á R N A S Y N IR util if. is SKÍÐAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU SKÍÐI, BINDINGAR OG SKÍÐASKÓR. FYRSTU HUNDRAÐ GESTIRNIR FÁ FRÍAN DRYKK HÖFUNDAR FORLAGSINS KYNNA BÆKUR SÍNAR MIÐVIKUDAGINN 28. NÓVEMBER KL. 20 Á R N A S Y N IR util if. is CASALL MAGAHJÓL 3.790 kr. MIKIÐ ÚRVAL SPORTAUKAHLUTA. með Smutty Smiff föstudagskvöld kl. 22 Glymskrattinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.