Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 12
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid. is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commiss- ion for Democracy through Law“). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunar- nefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæð- um frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkis- stjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosninga- fyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýð- ræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagspróf- ana“ áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipu- lagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagn- anna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfag- lega vinnu sem hópnum var ekki falin“. Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveð- ur loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveld- isins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar for- sendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagn- legri fyrir framhald málsins. Feneyjanefnd og sjálfsvirðing NÝ STJÓRNARSKRÁ Ágúst Þór Árnason formaður lagadeil- dar Háskólans á Akureyri ➜ Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsyn- legar forsendur til að takast á við þetta verkefni innanlands. U m fátt er meira rætt á Íslandi í dag en snjóhengjur. Ekki þær sem dembast yfir byggðarlög í fjalls- hlíðum heldur peningalega hengju sem margir telja að geti valdið efnahagslegu snjóflóði. Snjóhengjan er í stuttu máli íslenskar krónur í eigu erlendra aðila sem eru fastar inni í íslensku hagkerfi. Eigendur þeirra skiptast í tvo hópa: jöklabréfaeigendur, sem eiga um 400 milljarða króna, og kröfuhafa íslenskra fyrir- tækja, að langstærstu leyti fallinna banka, sem eiga á bilinu 600 til 800 milljarða króna. Eigendur þessara fjármuna vilja fyrir alla mun skipta þeim yfir í nothæfa gjaldmiðla og komast burt héðan. Auk þess eiga inn- lendir aðilar, aðrir en bankar, um 1.500 milljarða króna í ýmiss konar innlánum. Hluti þess fjármagns myndi ugglaust leita annað ef hann gæti það. Til að stöðva útflæði þessara eigna voru sett hér gjaldeyris- höft. Þau hindra að þessum íslensku krónum verði skipt í erlendan gjaldeyri. Allur gjald- eyrisforði landsins er enda tekinn að láni og dugar vart til að endurgreiða þær erlendu skuldir sem ríkið, sveitarfélög og fjölmörg íslensk fyrirtæki eru með á gjalddaga næstu miss- erin, hvað þá til að borga út erlendu krónueigendurna. Þessi staða hefur legið fyrir frá því á haustmánuðum 2008. Þann 12. mars síðastliðinn var hún síðan staðfest enn frekar þegar Seðlabankinn beitti sér fyrir því að Alþingi þrengdi höftin þannig að ekki var lengur leyfilegt að greiða út úr þrotabúum föllnu bankanna nema með hans leyfi. Breytingin var keyrð í gegn eftir lokun markaða, og áður en þeir opnuðu daginn eftir, vegna þess að raunverulegur ótti var við að yfir- vofandi útgreiðslur úr þrotabúi Glitnis myndu ógna íslenskum fjármálastöðugleika. Upphaflega stóð til að láta breytinguna ná yfir allar eignir þrotabúanna en síðbúin breytingartillaga undanskildi þær erlendu. Fulltrúar kröfuhafa hér á Íslandi höfðu þar mikil áhrif á. Þeir fengu að tala sínu máli víðar innan íslenska stjórnkerfisins en þeir hafa fengið í öðrum ríkjum sem við berum okkur saman við. Þingheimur virtist hins vegar ekki átta sig á alvarleika málsins. Það endurspeglast ágætlega í þeirri staðreynd að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem greiddu atkvæði um breytinguna sögðu nei við henni. Á allra síðustu vikum er hins vegar eins og ljós hafi kviknað í höfði fjölmargra, þar á meðal þingmanna. Þeir hafa áttað sig á því að útgreiðslur úr þrotabúum banka, sem saman eru á meðal stærstu gjaldþrota heimssögunnar, gætu ógnað fjár- málastöðugleika þjóðarinnar. Þeir keppast við að leggja fram nýjar tillögur og krefjast þess að umsjón málsins verði færð frá Seðlabankanum til Alþingis. Sumir vilja einfaldlega ekki borga neitt út úr þrotabúum bankanna. Aðrir vilja borga allar kröfur út í íslenskum krónum, sem gerir ekkert annað en að fjölga þeim innan gjald- eyrishaftanna. Ein hugmyndin, sem hópur áhrifamanna berst leynt fyrir, er að nota eignir kröfuhafa til að endurfjármagna Ísland. Hvaða leið sem farin verður er ljóst að um hana verður að ríkja þverpólitísk sátt. Til að hún öðlist þann trúverðugleika sem þarf munu allir þingmenn þurfa að fylkja sér á bak við hana. Það á ekki að ríkja hugmyndafræðilegur ágreiningur um lausn á stærsta efnahagslega vandamáli þjóðarinnar. Um það verður að myndast sátt. Lausn á gjaldeyrishaftavanda er þverpólitískt mál: Snjóhengjur Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Vikan margfræga Gamla tuggan um hina afstæðu lengd vikunnar þegar pólitík er annars vegar á ágætlega við um stöðu Sig- ríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Einungis rétt rúmri viku eftir frækilega frammi- stöðu í forvali flokksins, þar sem hún tryggði sér annað leiðtogasætið í Reykjavík og neitaði að útiloka formannsframboð, lét hún falla afdrifarík ummæli um Íbúðalánasjóð, sem urðu þess valdandi að Kaup- höllin stöðvaði viðskipti með skuldabréf ÍLS. Slíkt ha- varí er varla til þess fallið að styrkja stöðu Sigríðar, nema síður sé. Flugferðalög og vinnuskutlið Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Bald- ursson er talsmaður þess að Reykja- víkurflugvöllur víki fyrir íbúabyggð í Vatnsmýri. Á bloggi sínu dregur Gísli upp ákveðinn tvískinnung í rökum þeirra sem vilja hafa völlinn áfram: „Hvernig gengur það upp að þeir sem vilja flugvöll í Vatnsmýri telja í lagi að þúsundir Reykvíkinga keyri í 30-40 mínútur á dag til og frá vinnu, en finnist of mikið að farþegar í innanlandsflugi keyri í 30-40 mínútur [frá Keflavík] í þetta eina skipti á ári sem þeir fara í innan- landsflug?“ Skilyrt afsökunarbeiðni Kvikmyndaskólinn birti einkennilega auglýsingu á Facebook sem einhverj- um þótti klámfengin. Hilmar Odds- son rektor sá ástæðu til að bregðast við, með þessum orðum: „Ég vil mjög gjarnan biðjast afsökunar á þessu fyrir hönd skólans, hafi auglýsingin sært einhvern.“ Þetta er leiðinda- stef; skilyrt afsökunarbeiðni. Annaðhvort telur Hilmar að gerð hafi verið mistök sem vert er að biðjast afsökunar á eða ekki. Aðrir mættu hafa það í huga líka. thorgils@frettabladid.is stigur@frettabladid.is Á R N A S Y N IR util if. is DEUTER FUTURA Bakpokar MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR. FRÁ 18.990 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.