Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING Flokkun til framtíðar um allt land28. NÓVEMBER 2012 MIÐVIKUDAGUR 3 Ingþór Guðmundsson, stöðvarstjóri í Berghellu. Ingþór Guðmundsson er stöðvarstjóri móttöku- og flokkunarstöðvar Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1 í Hafnarfirði. Ingþór svaraði nokkrum spurningum blaðamanns varðandi stöðina. Hvaða starfsemi fer fram í Berghellu hjá Gámaþjónustunni? Gámaþjón- ustan er þjónustuaðili fjölmargra fyrirtækja og stofnana varðandi leigu á gámum og öðrum ílát- um til söfnunar og flutnings á úr- gangi og endurvinnsluefnum. Þessi efni koma til flokkunar eða annarrar meðhöndlunar í Berg- hellu. Starfsemin byggir síðan á að flokka efnin sem mest og urða sem minnst af úrgangi og síðast en ekki síst erum við með öfluga jarðgerð. Ég vil einnig minnast á að mikið af f lokkuðu efni kemur til okkar og almennt eru viðskiptavinir okkur mjög duglegir að flokka. Mega aðrir koma í Berghellu með úrgang og endurvinnsluefni? Já, mörg fyrirtæki vilja sjálf keyra sinn úrgang og endurvinnsluefni til okkar og við tökum á móti þess- um efnum hér í Berghellu. Ég vil taka sérstaklega fram að öll fyrir- tæki eru velkomin í viðskipti við stöðina í Berghellu og vel er tekið á móti fólki. Fyrir hverja er gámavöllurinn? Gámavöllurinn hér eða endur- vinnslustöðin er fyrir almenning og fyrirtæki sem þurfa að losa sig við úrgang og endurvinnsluefni. Viðskiptavinir Gámavalla koma víðs vegar að af höfuðborgarsvæð- inu og ég vil nefna að einstakling- ar geta fengið moltu, timburkurl og hrossatað sér að kostnaðarlausu. Endurvinnslutunnan er losuð í Berghellu. Hvernig gengur að flokka efnið? Endurvinnslutunnan hefur notið mikilla vinsælda hjá heim- ilum og húsfélögum, bæði hér á höfuð borgarsvæðinu og einnig víðar um land eins og í Eyjafirði. Eftir söfnun þá er efnið sett á færi- band og flokkað frekar. Notendur Endurvinnslutunnunnar standa sig vel í f lokkun og hreinleika endur vinnsluefna og þegar svo er þá verður frekari vinna við efnin auðveldari. Hvað verður síðan um endur- vinnsluefnið eftir f lokkun? Hvert efni á sitt hólf í f lokkunarstöð- inni og endurvinnsluefnið kemur bæði frá fyrirtækjum og úr Endur- vinnslutunnunni. Síðan er efnið baggað og það sett í 40 feta skipa- gám og flutt til endurvinnslu er- lendis. Mega allar tegundir af umbúða- plasti fara í Endurvinnslutunnuna? Já, allar tegundir af umbúðaplasti mega fara í Endurvinnslutunn- una. Nauðsynlegt er að skola plast sem notað hefur verið undir mat- væli áður en það er sett í tunnuna. Hreinleiki efnisins skiptir máli. Hver er aðalávinningurinn af flokk- uninni? Okkar markmið er að halda í lágmarki úrgangi sem fer til urð- unar. Endurvinnsluefnin eru hrá- efni sem hægt er að endurvinna í aðrar vörur og skapa þau útflutn- ingsverðmæti. Ávinningur af flokkun úrgangs og söfnun endur- vinnsluefna er því ótvíræður. Þú nefndir jarðgerð, hvernig fer hún fram? Jarðgerð byggir á því að breyta lífrænum úrgangi í jarð- vegsbæti (moltu) við stýrðar að- stæður. Alvörujarðgerð eins og við stundum má þekkja á því að frá vinnslunni kemur nýtanleg afurð (molta). Moltan er kraftmik- ill áburður sem nýtur sívaxandi vinsælda. Fyrirtæki velkomin með úrgang og endurvinnsluefni til losunar Endurvinnslutunnan Raunhæfur valkostur fyrir Reykvíkinga Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is Þið eigið val um að panta Endurvinnslutunnuna frá Gámaþjónustunni en í hana má setja SJÖ flokka af endurvinnsluefnum. Okkar lausn er umhverfisvæn, ódýr og sparar þér sporin. Ekkert skrefagjald! Reykvíkingar, kynnið ykkur vel hvaða valkostir eru í boði: Kynnið ykkur allt um Endurvinnslutunnuna á endurvinnslutunnan.is m ag gi @ 12 og 3. is 2 1. 82 9 Pappi Pappír Dagblöð/ tímarit Fernur Rafhlöður Málmar Plast- umbúðir Fyrir 7 árum hóf Gámaþjónustan hf. að bjóða upp á Endurvinnslutunnu á höfuðborgarsvæðinu til flokkunar á heimilissorpi. Í hana mega fara SJÖ flokkar af efnum, allt laust í tunnuna nema rafhlöður sem fara í þar til gerða poka. Aðeins Endurvinnslutunnan bíður upp á þetta marga flokka í sömu tunnu, sem er mikil hagræðing. Allt sem í Endurvinnslutunnuna fer er síðan flokkað í móttöku- og flokkunarstöð Gámaþjónustunnar hf., baggað og gert klárt til útflutnings. Endurvinnsla okkar er ábyrg og örugg! ET+ Þarft þú að losna við raftæki? Við sækjum stærri raftæki til viðskipta- vina Endurvinnslutunnunnar þeim að kostnaðarlausu. Flokkunarstöð Gámaþjónustunnar að Berghellu, Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.