Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 28.11.2012, Qupperneq 40
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórn- málaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. Þeir félagarnir Guðmundur Stein- grímsson, Róbert Marshall og Atli Fannar Bjarkason virðast nú allir ætla að æfa stíft í klúbbnum, en Róbert kom á sína fyrstu æfingu á mánudag. Athugulir tóku eftir því að Róbert var ber að ofan þegar hann klifraði á ógnarhraða upp kaðla, en það tók víst á því þingmaðurinn kastaði mæðinni vel á eftir. Greinilegt er að kapparnir ætla að verða vel undir- búnir fyrir þingkosningarnar í vor. - áp, sv Verum græn með Svaninum um jólin Hugsaðu um umhverfið um jólin Höldum jól með grænum kertum! Við kveikjum fjórum kertum á… og það skiptir máli hvaða kerti við veljum. Mörg kerti innihalda parafín. Þegar kveikt er á parafínkertum gefa þau frá sér koltvíoxíð sem veldur loftslagsbreytingum og mynda sót sem getur valdið óþægindum í öndunarfærum. Veljum frekar Svansmerkt kerti búin til úr stearíni, þau vernda bæði umhverfið og heilsuna. Koltvíoxíðslosun minnkar sem samsvarar losun 30.000 bíla ef allir Norðurlandabúar velja eingöngu Svansmerkt kerti. Góð ráð fyrir græn jól: www.grænn.is www.svanurinn.is Á eigin spýtur Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari stuðsveitarinnar Retro Stefson, gaf í gær út sína fyrstu sóló EP-plötu. Platan heitir Pedro Pilatus og kemur út hjá Cool Kid Music Label. Ásamt því að vera bassaleikari sá Logi um að útsetja nokkur lög á nýjustu plötu Retro Stefson. Þá er hann eftirsóttur plötusnúður á skemmtistöðum Reykjavíkurborgar. Það verður því for- vitnilegt að heyra þessa frumraun Loga en meðal annars er hægt að nálgast tónlist- ina á síðunni Junodownload. com. 1 Leikari í Two and a Half Men segir þáttinn vera óþverra 2 Íbúðalánasjóður bregst við um- mælum Sigríðar Ingibjargar 3 Hlé gert á olíuborun við Færeyjar 4 Leiðir varð að skilja segir formaður 5 Portúgal hættir við þátttöku í Eurovision vegna fátæktar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.