Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 14
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | TÍMAMÓT Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ALBERTSDÓTTIR Garðsenda 9, Reykjavík, lést laugardaginn 24. nóvember á Dvalarheimilinu Skjóli. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Jóhanna Sigmundsdóttir Útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HELGU GUÐRÚNAR KARLSDÓTTUR SCHIÖTH (Deddu) frá Hrísey, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 21. nóvember sl. fer fram frá Kópavogs kirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 11.00. Rafn Halldór Gíslason Alda Hallgrímsdóttir Gísli Hinrik Sigurðsson Jónína Sigríður Lárusdóttir Sigurjóna Sigurðardóttir Halldór Ásgrímsson Ásta Sigurðardóttir Schiöth Ellert Jón Þorgeirsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BOLLI ÞÓRODDSSON vélstjóri, Boðahlein 10, andaðist þann 13. nóvember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Svanhvít Hjartardóttir og fjölskylda Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, GUÐFINNU HENNÝJAR JÓNSDÓTTUR Fögrukinn 13, Hafnarfirði. Alveg sérstakar þakkir sendum við starfsfólki 2. hæðar Sólvangs, sem með einstakri hlýju og virðingu annaðist hana síðustu tvö árin. Sólveig Jónsdóttir Sævar Gunnarsson Jenný Jónsdóttir Jón Auðunn Jónsson Ólafía Sigríður Guðjónsdóttir börn og barnabörn. Við þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát elskulegrar sambýliskonu, móður, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR H. JÓHANNSDÓTTUR Presthúsabraut 30, Akranesi, áður Meðalholti 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness og kvenlækningadeildar Landspítalans. Þorkell Kjartansson Ása Sigurlaug Halldórsdóttir Einar Óskarsson Rakel Katrín Guðjónsdóttir Halldór Pétursson Mari Martínsen Elskulegur sambýlismaður minn, vinur okkar, bróðir og frændi, GUNNAR ÞÓRIR HANNESSON frá Hækingsdal í Kjós, andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði þann 17. nóvember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þann 30. nóvember kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heyrnarhjálp, sími 551-5895. Guðrún Ásgeirsdóttir Lilja Sölvadóttir Joseph Sipos Guðmundur Ásgeir Sölvason Þórdís Sölvadóttir Erla Sölvadóttir Kristín Sölvadóttir Benedikt Kröyer Steinunn Sölvadóttir Stefán Símonarson barnabörn, systkini og frændsystkini hins látna. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR HILDUR HILMARSDÓTTIR Eskihvammi 2, Kópavogi, lést 16. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem veittu henni aðhlynningu í veikindum hennar. Jóhannes Viggósson Logi Jóhannesson Rebekka Jóhannesdóttir Páll Sigurðsson Rakel Ósk Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓLADÓTTIR lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sunnudaginn 18. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Álfdís Gunnarsdóttir Þorsteinn Ingimundarson Gunnar Hjörtur Gunnarsson Jónína I. Melsteð Óli Gunnarsson Ingibjörg S. Gísladóttir Bjarni Einar Gunnarsson Valgerður Olga Lárusdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri HALLDÓR JÓNSSON frá Garpsdal, Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 21. nóvember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 30. nóvember kl. 11.00. Jóhann Magnús Hafliðason Sigrún Kristinsdóttir Guðrún Hafliðadóttir Snorri Rafn Jóhannesson Guðmundur Hafliðason Guðrún Magnúsdóttir Sigríður Friðgerður Hafliðadóttir Kristján Kristjánsson Hjálmfríður Hafliðadóttir Guðbrandur Ingi Hermannsson Einar Valgeir Hafliðason Svandís Reynisdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÖRGEN BERNDSEN trésmiður, frá Skagaströnd, lengst af búsettur í Hlaðbrekku, Kópavogi, síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Kópavogi, andaðist aðfaranótt sunnudags 25. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 3. desember kl. 13.00. Sigurbjörg Lárusdóttir (Stella) Bára Berndsen Fritz Berndsen Indíana Friðriksdóttir Lára Berndsen Jón Karl Scheving Bjarki Berndsen Regína Berndsen Bragi Þór Jósefsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR lést á hjartadeild Landspítalans 19. nóvember. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, sími: 554-6626. Bergþóra Þorsteinsdóttir Sverrir B. Þorsteinsson G. Unnur Magnúsdóttir Ólína Þ. Þorsteinsdóttir Sigurður Gunnarsson Þórey Björk Þorsteinsdóttir Ólafur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn „Ég og samstarfsfólk mitt höfum fundið nýtt gen sem gerir það að verkum að hestar geta skeiðað. Fjór- gangshestar sem ekki hafa skeið í sér eru ekki með það gen,“ segir Lisa Andersson, sem varði doktorsritgerð í sameindalíffræði í haust frá erfða- og kynbótafræðideild sænska land- búnaðar háskólans í Uppsölum, er snýst um þessa uppgötvun. Hún tekur fram að nýlegar rannsóknaraðferðir hafi gert henni hana mögulega. „Þessi þekking nýtist mönnum til að skipu- leggja ræktun sína. Sumir vilja hesta með skeiði og aðrir ekki. Nú er hægt að taka sýni úr hrossum, erfðagreina þau og fá úr því skorið hvort þau hafi í sér gen sem gerir þeim kleift að skeiða. Ef sá erfða- vísir er ekki til staðar er hægt að full- yrða að hrossið verði aldrei vakurt að gagni,“ segir Þorvaldur Árnason pró- fessor sem býr í Svíþjóð en er með Lisu í för hér á landi að kynna hina nýju rannsókn hennar, sem hann á þátt í. Þau eru nýkomin frá því að hitta hrossaræktendur fyrir austan fjall og á leið upp í Borgarfjörð þegar blaða- maður truflar þau við hádegisverð á Ruby Tuesday við Höfðabakka. Hluti íslenska hestastofnsins hefur þá sérstöðu í heiminum að hafa fimm gangtegundir á valdi sínu, fet, brokk, stökk, tölt og skeið. „Ég safnaði erfða- vísum úr hestum, bæði fimm- og fjórgangshestum. Byrjaði á að skoða íslenska hesta sem fæddir eru í Svíþjóð og svo rannsakaði ég íslenska hesta um allan heim. Einnig kannaði ég önnur hestakyn því þar finnst þetta gen líka,“ segir Lisa. Lisa hefur nóg að gera um þessar mundir við að kynna uppgötvun sína bæði í Svíþjóð og utan hennar og nýlega fékk hún niðurstöðurnar kynntar í hinu virta vísindariti Nature. Hún hefur tví- vegis áður komið til Íslands og kveðst hafa unnið á hrossabúinu að Lækja- móti í Húnavatnssýslu fyrir tíu árum. „Ég hef átt íslenska hesta í Svíþjóð, á reyndar enga núna en þess verður ekki langt að bíða að ég fái mér íslenska hesta aftur,“ segir hún brosandi. Erindi Lisu er haldið í Borg í Ásgarði á Hvanneyri í dag og hefst klukkan 14.30 og þangað eru allir velkomnir. gun@frettabladid.is Nýfundið skeiðgen gagnlegt ræktendum Doktor Lisa S. Andersson fl ytur erindi á Hvanneyri í Borgarfi rði í dag um tímamótaupp- götvun sína á tilvist skeiðgensins sem kalla má „gangráðinn“. LISA OG ÞORVALDUR Kynna íslensku hrossaræktarfólki og öðrum áhugasömum þýðingu uppgötvunar Lisu og félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.