Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 18
FÓLK|FERÐIR Í Disney-skemmtigarðinum í Flórída er fimm stjörnu veitingastaðurinn og klúbburinn Club 33 sem er vel falið leyndarmál. Staðurinn er ekki opinn al- menningi og eru meðlimir hans aðeins 487 talsins. Meðlimir geta þó boðið vinum og kunningjum að fara á staðinn. Fyrir aðdáendur Disney og ævintýra hans er erfitt að lýsa þeirri upplifun sem Club 33 hefur upp á að bjóða. FRÆGIR GESTIR Forsetar Bandaríkjanna, leiðtogar ým- issa landa, leikarar og viðskiptamenn frá hinum ýmsu löndum heims hafa verið gestir staðarins. Það er alls ekki óvenjulegt þegar fólk fer út að borða á staðnum að sá sem situr á næsta borði sé heimsfrægur leikari eða stjarna. TILKOMA NAFNSINS Það fara margar sögur af því hvernig nafn staðarins er tilkomið. Tvær algeng- ustu skýringarnar eru báðar nokkuð skynsamlegar. Opinbera skýringin sem forsvarsmenn Disney nota er sú að nafnið sé dregið af heimilisfangi staðar- ins en klúbburinn stendur við Royal- stræti númer 33 við New Orleans-torg. Óopinbera skýringin sem helst er notuð er að helstu styrktaraðilar Disneylands voru 33 talsins árið 1967 þegar veitinga- staðurinn var opnaður. FLEIRI TEKNIR INN Í FYRSTA SKIPTI Í TÍU ÁR Aðgangur að Club 33 krefst, eins og allir góðir hlutir, þolinmæði. Mismargir nýir félagar eru teknir inn í klúbbinn á hverju ári. Sum ár er engum nýjum boð- in þátttaka en sum árin eru þó nokkrir teknir inn. Í maí síðastliðnum tilkynntu forsvarsmenn Disney að takmarkaður fjöldi nýrra meðlima yrði tekinn inn í Club 33. Þá var sent boð til hundrað fyrstu þeirra sem voru á biðlista, sem þá taldi átta hundruð manns, um að ganga í klúbbinn. Inngangan er aldeilis ekki ókeypis en við inngöngu þarf að greiða 25 þúsund dollara, eða sem nemur 3,1 milljón íslenskra króna, og árgjaldið er tíu þúsund dollarar eða um 1,2 milljónir. Þetta var í fyrsta skipti í tíu ár sem ný nöfn af listanum voru tekin inn í klúbbinn. FLÓKIÐ UMSÓKNARFERLI Ef fólk hefur hug á að ganga í klúbb- inn þarf að senda formlegt, skriflegt bréf. Sex til átta vikum síðar á umsækjanda að berast upp- lýsingapakki. Í pakkanum eru upplýsingar um verð, réttindi meðlima og stutt kynning á klúbbnum og sögu hans. Eftir að við- komandi hefur kynnt sér þessar upplýsingar þarf að senda annað bréf þar sem formleg ósk um að gerast með- limur þarf að koma fram og beiðni um að vera settur á biðlista. Mikilvægt er að senda síðara bréfið því annars er fólk ekki sett á biðlistann. LEYNDÓ Í DISNEY LEYNIKLÚBBUR Eitt besta geymda leyndarmál Disney-skemmtigarðsins í Flórída er fimm stjörnu veitingastaður og einkaklúbbur 487 meðlima. EFTIRSÓTTUR STAÐUR Club 33 er veitingastaður og klúbbur í Disneylandi. Um sjö hundruð manns eru nú á biðlista til að ganga í klúbbinn. NORDIC PHOTO/GETTY Senn kemur aðventan með tilheyr-andi ys og þys og bílastæðabrölti í bænum. Þá er þægilegt að losna við leit að miðavélum Bílastæðasjóðs í mestu vetrarhörkunum og geta gengið frá stöðumælagjaldi í farsímanum. Það er lítil fyrirhöfn í hlýjum bílnum og síðan hægt að halda á vit erinda sinna með góðri samvisku og öruggri vissu um að fá ekki stöðumælasekt,“ segir Hreinn Gústavsson, hugvitsmaður og framkvæmdastjóri Stokks Software, sem rekur stöðumælaþjónustuna Leggja. Leggja fór í loftið 2008 og þjónar nú þúsundum bíleigenda sem hafa sagt skilið við stöðumælasektir og leggja nú bílnum með farsíma sínum. „Það snýr enginn til baka í hefð- bundna stöðumæla eftir að hafa einu sinni prófað Leggja,“ segir Hreinn. „Stærsti kosturinn er vitaskuld að losna við háar stöðumælasektir en einnig að þurfa ekki að hafa handbæra smámynt í stöðumæla. Þá sparar tíma og fyrirhöfn að þurfa ekki að sækja stöðumælamiða í langri fjarlægð frá bílnum og sá sem notar Leggja greiðir aðeins fyrir þann tíma sem bílnum er lagt og þarf því ekki að ákveða fyrir fram hversu lengi hann ætlar að leggja.“ Til að gerast notandi Leggja er bæði hægt að skrá sig á heimasíðuna www. leggja.is eða hringja í 770 1414 og fá samband við þjónustuver. „Notendur fá sendan P-límmiða sem þeir líma á framrúðuna en geta einnig prentað út P-miða af heimasíðunni í sama tilgangi. Það er gert í öryggis- skyni gagnvart mögulegum bilunum í tölvukerfi Bílastæðasjóðs og sýnir stöðumælavörðum að bíleigandinn greiðir í gegnum Leggja,“ segir Hreinn. „Þegar í bílastæði er komið er ein- faldlega hringt í 770 1414 og gjaldsvæði valið með takka á símanum. Frá og með þeim tíma hefst gjaldtaka sem er gjald- færð af kreditkorti. Sjá nánar á www. leggja.is. ■ thordis@365.is BLESS VIÐ SEKTIR BÍLASTÆÐALÚXUS Hver vill ekki losna við svimandi háar stöðumælasektir? Nú er hægt að leggja bílnum með farsímanum og losna við alls kyns umstang. HUGULSAMUR Hreini Gústavssyni þótti vanta almennilega þjónustu við bíleig- endur í gjaldskyldum bílastæðum. MYND/GVA Mánaðargjald er 419 krónur en að sögn Hreins velja flestir 74 krónu þjónustugjald sem leggst ofan á stöðu- mælagjald í hvert skipti sem þjónust- an er notuð. Ívar Guðmundsson Þú ert í traustum höndum! Virka daga kl. 9-13 Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.