Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 2
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 JÓLIN KOMA Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, raðar jólapökkum ásamt eiganda Jólabúðarinnar og varaformanni samtakanna. MYND/FJÖLSKYLDUHJÁLP ÍSLANDS HJÁLPARSTARF Fjölskylduhjálp Íslands afhendir í dag jólapakka sem Litla jólabúðin á Laugavegi hefur undirbúið undanfarna mánuði. Pökkunum verður úthlutað með matargjöfum. Þá er þurfandi jafnframt boðið upp á hársnyrtingu í dag á milli tíu og fjögur. Þar gefa þrír hárgreiðslumeistarar vinnu sína. Hefðbundin matarúthlutun hefst klukkan tvö í dag og stendur til hálffimm. Tekið er á móti bókunum fyrir jólaaðstoð alla virka daga að Eskihlíð 2 og í Reykjanesbæ frá tvö til fimm. - sh Úthlutun Fjölskylduhjálpar hefst í dag: Gefa pakka frá Jólabúðinni NÁTTÚRA Kindur drápust í snjóflóði Þrjár kindur hið minnsta drápust þegar stórt snjóflóð féll við Þrílæki í Árnes- hreppi á Ströndum í síðustu viku. Upp komst um dauða þeirra þegar hrafnar sáust á flugi yfir flóðinu, og reyndist tófa byrjuð að éta hræin. Mögulegt er að mun fleiri kindur séu undir flóðinu. BJÖRGUN Ósjálfbjarga ferðamenn Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ þurfti að hjálpa erlendum ferðamönnum á tveimur bílum sem voru fastir vegna hálku á sunnanverðu Snæfellsnesi á sunnudag. Báðir bílarnir voru á afar lélegum dekkjum. PALESTÍNA Staða Palestínu kemur aftur til umræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun, réttu ári eftir að Alþingi Íslend- inga viðurkenndi sjálfstæði Palest- ínuríkis. Greidd verða atkvæði um álykt- un sem hefði í för með sér að Pal- estína fengi stöðu áheyrnarríkis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna án þess þó að fá fulla aðild. Þetta myndi styrkja stöðu Pal- estínu á alþjóðavettvangi. Alls hafa 132 ríki, eða um þriðjungur allra aðildarríkja SÞ, viðurkennt sjálfstæði Palestínu. - gb Atkvæðagreiðsla á morgun: Staða Palestínu rædd á þingi SÞ Birgir, þurfa menn ekki bara að halda ró sinni? „Jú, nú er þýðingarmest að flokkurinn tapi ekki Rósinni.“ Allt er komið í háaloft hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Félagar í Jafnaðarmannafélaginu Rósinni fengu ekki að taka þátt í prófkjöri og íhuga að fara með málið fyrir dóm. ALÞINGI Fastanefndir Alþingis hafa nú tvær vikur til að fjalla um og veita umsögn um valda hluta stjórn- skipunarlaganna, sem lögð voru fram á þingi í haust í kjölfar ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá. Stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd deildi fyrir helgi tilteknum köflum niður á þingnefndir, en þeim er ætlað að skila af sér fyrir 10. desember. Valgerður Bjarnadóttir, formað- ur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd- ar Alþingis, segist meðvituð um að nefndunum sé gefinn knappur tími en látið verði reyna á hvort þetta hafist ekki á þessum tíma. Ef ekki, verði skoðað hvort skilafrestur verði framlengd- ur í einhverjum tilvikum. Þá stendur til að kalla á næstu dögum eftir umsögnum og athuga- semdum frá almenningi, fræði- mönnum og félagasamtökum, en ekki hefur verið ákveðið hversu langur frestur verður gefinn til umsagna. „Við höfðum þennan hátt á í fyrra og fengum þá mikið inn af umsögnum,“ segir Valgerður, en tekin verður ákvörðun um fyrir- komulagið á fundi nefndarinnar í dag. „Ég geri hins vegar ráð fyrir að flestir sem að þessu koma séu sama fólk og kom að þessu í fyrra,“ segir hún. Vegna þessa geti athugasemda- fresturinn verið knappari en ella. - óká Fastanefndir Alþingis eiga að skila umsögnum um ný stjórnskipunarlög: Kalla eftir fleiri umsögnum VALGERÐUR BJARNADÓTTIR LANDBÚNAÐUR Þrátt fyrir að geita- stofninn á Íslandi hafi verið á stöð- ugri uppleið síðustu árin og telji nú rúmlega 800 dýr telst hann enn í útrýmingarhættu. Meðal þess sem hamlar eflingu stofnsins er hve afurðir dýranna eru illa nýttar. Á föstudaginn er dagur geitarinnar og af því tilefni verður haldið mál- þing um íslensku geitina. Geiturnar 800 eru í eigu um 50 einstaklinga hér á landi, en í flest- um tilfellum er um að ræða frí- stundabúskap og gagnger geita- búskapur er aðeins á einu eða tveimur býlum. Dominique Plédel Jónsson, sem er í stjórn Geitfjárseturs, áhuga- fólks um geitastofninn, segir að lykillinn að því að gera stofninn sjálfbæran sé að dreifa geitinni betur um landið og nýta afurðirn- ar að fullu. „Við þurfum að setja upp fræðslusetur um geitur og geitaafurðir og út frá því þarf að koma upp sérhæfðri aðstöðu til að vinna geitaafurðir v ið býlið.“ Hugmyndin, segir Dominique, er að setja upp aðstöðu við Háafell í Borg- arfirði þar sem stærsta geitabú landsins er rekið af Jóhönnu Þorvalds- dóttur og Þorbirni Oddssyni, manni hennar. „Það er ekki hægt að halda uppi dýrastofni einfald- Segir íslensku geitina geta unnið fyrir sér Áhugafólk um íslenska geitastofninn boðar til málþings á degi geitarinnar. Stofn- inn hefur eflst mikið síðustu ár, en er enn á válista. Málefni geitarinnar hafa ekki fengið hljómgrunn hjá stjórnvöldum, sem ber þó skylda til að vernda stofninn. lega sem gæludýrum, en geitur geta vel unnið fyrir sér,“ segir Jóhanna og vísar þar til afurða eins og mjólkur, osta, ullar og skinns, auk þess sem sápur og krem eru unnin úr geitatólg. Jóhanna segir mikinn áhuga á geitaafurðum og hundruð manna sæki býlið heim á sumri. Áhugi stjórnvalda sé þó ekki eins mikill, sem sé skrítið í ljósi þess að yfir- völdum beri að vernda stofna á válista. „Það er fráleitt að þurfa að fara ár eftir ár til að sækja aðstoð upp í ráðuneyti. Í þau fjórtán ár sem ég hef staðið í þessu hefur ekki tekist að marka nokkurn farveg eða stefnu fyrir geitastofninn,“ segir Jóhanna. Hún segist loks vonast til þess að málþingið muni vekja athygli á stöðunni og verða hvatning til þess að ástandið breytist til batnaðar í framhaldinu. thorgils@frettabladid.is Geitur voru meðal bústofns sem landnámsmenn fluttu með sér til lands- ins og eru geiturnar í dag beinir afkomendur landnámsgeitanna. Stofninn hefur sveiflast í áranna rás. Í byrjun fjórða áratugarins voru tæplega 3.000 geitur á Íslandi. Þeim hafði meðal annars fjölgað þar sem þær hentuðu vel til að halda í þéttbýli. Þær voru þó bannaðar í bæjum og þorpum undir lok fjórða áratugarins. Eftir það fór þeim ört fækkandi og voru aðeins 87 talsins árið 1962. Síðan þá hefur leiðin legið hægt upp á við og stofninn nú er rúm 800 dýr í heildina. Nokkuð er þó í land með að ná 1.000 huðnum sem er viðmiðið til að stofninn fari af válista. HEIMILDIR: GEITUR.IS OG HAGSTOFA ÍSLANDS Óblandaður stofn frá landnámi 2002 361 geit 2011 818 geitur Til að stofninn fari af válista 1.000 huðnur GEITA- BÓNDI Jóhanna Þorvalds- dóttir á Háafelli gagnrýnir áhugaleysi stjórn valda á geitum. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur á hendur þremur piltum sem tókust á í Tryggvagötu, austan við Kolaportið, í mars. Einn piltanna fór sýnu verst út úr átökunum. Hann var skallaður í höfuðið, sleginn ítrekað og skorinn með dúkahníf þannig að hann fékk fjörutíu sentímetra sár niður með kviðnum og aftur á bak. Hann er engu að síður ákærður í málinu, enda tók hann þátt í því ásamt öðrum að lumbra á þeim með hnífinn, segir í ákæru. - sh Fékk 40 sentímetra skurð: Þrír slagsmála- hundar ákærðir FJÁRMÁL Ummæli Sigríðar Ingi- bjargar Ingadóttur, formanns vel- ferðarnefndar Alþingis, um vanda Íbúðalánasjóðs, í gær vöktu hörð viðbrögð þar sem Kauphöll Íslands lokaði meðal annars á viðskipti með íbúðabréf í fjóra tíma. Sigríður sagði í viðtali við frétta- vef Bloomberg, sem birtist í gær- morgun, að Íbúðalánasjóður (ÍLS) þyrfti að endursemja um skilmála skulda sinna og að afnema þyrfti ríkisábyrgð á ÍLS. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, sagði í viðtali við Vísi að ummælin hefðu verið óheppileg í ljósi stöðu Sigríðar í ákvarðana- töku um mál sjóðsins.Í framhald- inu þyrfti Kauphöllin að fara yfir með þingmönnum og stjórnvöld- um „að gæta sín þegar kemur að ummælum sem varða skráð verð- bréf“. „Þetta er einfaldlega eitthvað sem við þurftum að gera. Vegna þess að í ljósi ummæla svona áhrifaríks aðila varðandi ákvarðanatöku í málefn- um Íbúðalánasjóðs þá virtist okkur leika vafi á því að það væri jafnræði milli aðila á markaði,“ sagði Páll um lokun fyrir viðskiptin. „Og það er grundvallarregla varðandi viðskipti í Kauphöll að það á að ríkja jafnræði meðal þeirra sem koma að þeim við- skiptum og þegar við töldum leika vafa á því í ljósi þessara ummæla þá ákváðum við að stöðva pörun viðskipta í Kauphöllinni,“ bætir hann við. Í samtali við RÚV tók Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sem eru stærstu eigendur bréfa hjá ÍLS, undir gagnrýni Páls. Síðar um daginn ákvað ríkis- stjórnin að leggja ÍLS til þrettán milljarða af fjárlögum til þess að sjóðurinn uppfylli kröfur um eigin- fjárframlag. Ekkert var hins vegar ákveðið um skilmálabreytingar eða afnám ríkisábyrgðar á ÍLS. - þj / sjá síðu 6 Lokað á viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs í Kauphöll Íslands í fjóra tíma: Gagnrýndu ummæli þingmanns ÓSÁTTUR Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallar Íslands, gagnrýndi ummæli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur alþingiskonu um málefni Íbúðalánasjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS John Williams Tónlist úr Stjörnustríðsmyndunum Lucas Richman hljómsveitarstjóri Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is Mið. 28. nóv. » 19:30 Fim. 29. nóv. » 19:30 Örfá sæti laus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.