Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 34
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 22 HANDBOLTI Stórleikur ársins í þýska handboltanum fer fram í kvöld. Þá tekur topplið deildarinn- ar, Rhein-Neckar Löwen, á móti Þýskalandsmeisturum Kiel. Löwen er búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Kiel hefur gert eitt jafntefli og situr í öðru sæti, aðeins stigi á eftir Löwen. Löwen hefur komið allra liða mest á óvart í vetur með frábærri spilamennsku undir stjórn Guð- mundar Guðmundssonar. Stærsta próf vetrarins er þó í kvöld er liðið fær að glíma við lærisveina Alfreðs Gíslasonar sem hafa spil- að 50 leiki í röð í deildinni án þess að tapa. Það er einstakur árangur. Ef eitthvert lið í Þýskalandi getur stöðvað þetta ótrúlega gengi Kiel þá er það hið sjóðheita lið Löwen sem er þess utan á heima- velli og verður dyggilega stutt af rúmlega 13 þúsund áhorfendum í SAP Arena. Það er löngu uppselt á leikinn og sagði Guðmundur við Fréttablaðið á dögunum að þeir hefðu auðveldlega getað selt hátt í 20 þúsund miða á leikinn. Þjálfarar liðanna, Alfreð og Guðmundur, eru gamlir félagar. Þeir léku lengi vel með landslið- inu á sínum tíma og voru þá her- bergisfélagar. Þeir hafa einnig báðir stýrt íslenska landslið- inu. Landsliðsþjálfarinn spáir Kiel sigri Gríðarleg spenna er í Þýska- landi fyrir uppgjöri gömlu her- bergisfélaganna. Tekst Guðmundi að velta Alfreð og félögum af stalli í bili eða fer Kiel eina ferðina enn á toppinn? Landsliðsþjálfari Þýskalands, Martin Heuberger, á ekki von á því að Guðmundi og lærisveinum hans takist að velta Kiel af stalli sínum að þessu sinni. „Kiel er of sterkt lið fyrir Löwen eins og staðan er í dag. Er með sterkara byrjunarlið og meiri breidd á bekknum að auki. Það munar mikið um það,“ sagði leiki hefur lið Alfreðs, Kiel, spilað í röð án þess að tapa. leiki hefur lið Guðmundar, Rhein-Neckar- Löwen, unnið í vetur eða alla deildarleiki sína. 50 12 Einvígi félaganna Lið Alfreðs Gíslasonar og Guðmundar Guðmundssonar hafa alls mæst 15 sinnum í deildarleikjum á Íslandi og í Þýskalandi frá því að gömlu landsliðsfélagarnir fóru að þjálfa í meistaraflokki. Fyrstu árin á Íslandi voru þeir báðir spilandi þjálfarar. Allir deildarleikir (15) Jafntefli 2 8:5 Íslenska deildin (8)Jafntefli 2 3:3 Þýska deildin (7) 5:2 UPPGJÖR GÖMLU HERBERGIS- FÉLAGANNA Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson stýra tveimur bestu liðum Þýskalands í dag. Þessir gömlu herbergisfélagar í íslenska landsliðinu mætast með lið sín í risaslag í SAP Arena kvöld og er toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni undir. Þjálfari THW Kiel Fæddur: 7. september 1959 Landsleikir: 190 Mörk: 542 Þjálfari Rhein-Neckar Löwen Fæddur: 23. desember 1960 Landsleikir: 230 Mörk: 356 Guðmundur GuðmundssonAlfreð Gíslason Víkingur | KA 27:26 Afturelding | KA 26:25 Fram | KA 25:24 Rhein-Neckar Löwen | Kiel 29:26 Kiel | Rhein-Neckar Löwen 31:33 KA | Víkingur 26:23 KA | Afturelding 31:16 Afturelding | KA 18:21 Dormagen | Magdeburg 21:26 Magdeburg | Dormagen 26:20 Dormagen | Magdeburg 19:28 Rhein-Neckar Löwen | Kiel 27:30 Kiel | Rhein-Neckar Löwen 33:25 1991➜1992 1993➜1994 1994➜1995 1996➜1997 1999➜2000 2000➜2001 2010➜2011 2011➜2012 KA | Afturelding 17:17 KA | Fram 21:21 Heuberger en hann spáir því að markverðirnir verði í lykilhlut- verki eins og svo oft áður. „Löwen er með besta mark- varðapar deildarinnar, Niklas Landin og Goran Stojanovic. Thierry Omeyer hjá Kiel er aftur á móti oftast bestur þegar allt er undir.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. henry@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/SILJA Á R N A S Y N IR util if. is DEUTER FUTURA Bakpokar MARGVERÐLAUNAÐIR BAKPOKAR, ÝMSAR STÆRÐIR. FRÁ 18.990 kr. Á R N A S Y N IR util if. is BOLTAR FRÁ 1.990 kr. HANDBOLTAR, KÖRFUBOLTAR, FÓTBOLTAR. SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.