Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 38
28. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26 „Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta,“ segir Hrönn Mar- inósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðar- innar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudag- inn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heið- urs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahá- tíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. „Það er gaman að fara með mynd- ir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugg- lega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir,“ segir Hrönn. „Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákom- ur varðar þannig að þetta er alveg frábært.“ Leikstjórarnir Friðrik Þór Frið- riksson og Hafsteinn Gunnar Sig- urðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dag- skrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýnd- ar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. - fb SJÓNVARPSÞÁTTURINN Kvikmyndahátíðin Riff ferðast til Rómar Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fi mmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. HLAKKAR TIL Hrönn Marinósdóttir hlakkar mikið til að fara til Rómar með sextán myndir í farteskinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég held að fólk skilji að það verður einhvers staðar að draga mörkin,“ segir María Rut Reynisdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslensku tónlistar- verðlaunanna. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, er ekki gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í febrúar á næsta ári. Ástæð- an er sú að fresturinn til að skila inn tilnefningum hefur verið færð- ur fram um tvær vikur, eða til 15. nóvember. Þær plötur sem koma út eftir þann tíma, þar á meðal Enter 4, koma því ekki til greina þegar verðlaunin verða afhent. Í staðinn eru þær gjaldgengar árið 2014. Þessar nýju reglur áttu að taka gildi í fyrra en vegna þess að ný stjórn tók við frekar seint, eða í október í fyrra, var því frestað um eitt ár. „Íslensku tónlistarverðlaun- in snúast um að vekja athygli á því sem er vel gert og að hjálpa til við sölu fyrir jólin. Í fyrra var tilkynnt um tilnefningarnar 16. desember en það hefði verið gott að gera það fyrr,“ segir María Rut en í ár verða þær tilkynntar föstudaginn 30. nóvember. Hún bætir við að Sam- tónn, samtök tónlistarrétthafa, sem er ábyrgðaraðili verðlaunanna, hafi óskað eftir þessum breyttu reglum. „Okkur þykir þetta vel við hæfi og við munum gera slíkt hið sama að ári.“ Enter 4 kom óvænt út á netinu 22. nóvember, eða viku eftir að frestur- inn rann út. Síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út 2009 og seldist í tíu þúsund eintökum á Íslandi. Hún var einmitt valin poppplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið eftir en hefði ekki verið gjald- geng þá ef nýju reglurnar hefðu verið í gildi, sökum þess hve seint hún kom út. Til þess að plata sé gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna þarf fullkláruð útgáfa hennar að vera til- búin áður en fresturinn rennur út á miðnætti 15. nóvember eða þá að platan sé aðgengileg til hlustunar eins og hún mun endanlega hljóma. Sú er einmitt raunin með nýjustu plötu Péturs Ben, God´s Lonely Man, sem kom út á Gogoyoko.com nokkrum dögum áður en fresturinn rann út. Fyrsta plata Péturs, Wine For My Weakness, var einmitt kjör- in plata ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum 2007. Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín, segir hljómsveitina ekki leiða yfir því að taka ekki þátt í Íslensku tónlistar- verðlaununum á næsta ári. „Við erum alls ekkert pirruð en það hefði verið gaman að taka þátt í slagnum enda er árið í ár eitt það allra sterk- asta sem maður hefur séð í langan tíma. Við vonum bara að enginn verði búinn að gleyma plötunni árið 2014.“ freyr@frettabladid.is Hjaltalín ekki með á tónlistarverðlaunum Enter 4 kom út of seint til að vera gjaldgeng í keppninni um bestu plötuna. Meðal annarra platna sem náðu ekki að koma út áður en tímafresturinn rann út fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin er plata með minningartón- leikum Ellýjar Vilhjálms og plata með tónleikum Stuðmanna í Hörpunni. Ellý og Stuðmenn voru of sein FJARVERANDI Nýjasta plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Enter 4, er ekki gjaldgeng til Íslensku tónlistarverðlaunanna á næsta ári.ÁR N A S Y N IR util if. is MIKIÐ ÚRVAL SPORTBAKPOKAR FRÁ 4.990 kr. MARGIR LITIR. Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar „Sjónvarpsþátturinn Dexter er í uppáhaldi. Þættirnir eru svakalega góðir, vel leikstýrðir, vel leiknir og vel skrifaðir.“ Vilius Petrikas er leikstjóri sem safnar styrkjum á Ruinsthemovie.com til að geta lokið við ráðgátu- og hryllingsmyndina Ruins. Í gær úthlutaði Hönnunarsjóður Aurora sex og hálfri milljón til hönnuða og arkitekta. Fatahönnunarmerkið Oswald Helgason hlaut hæsta styrkinn, 1,5 milljónir króna, fyrir frekari þróun og markaðsstarf erlendis. Ingvar Helgason og Susanne Oswald eru hönnuðirnir á bak við merkið sem hefur fengið mikla athygli undan- farið í tískuheiminum. Spark Design Space fékk 1,2 milljónir króna fyrir gerð kynn- ingarefnis um hönnun og hönnuði sem hafa sýnt í galleríinu. Sömu upphæð hlutu vöru- og grafísku hönnuðirnir Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir fyrir vöruhönnunarverkefnið Textasíða. Ármann Agnarsson fékk einnig 1,2 milljónir króna fyrir rannsóknar- og hönnunarverkefni sem byggist á starfi Gísla B. Björnssonar hönn- uðar. Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Magnúsdóttir sagnfræð- ingur fengu 750 þúsund krónur vegna undirbúnings á gerð bókar um sögu hönnunar og staðarvals helstu bygginga í Reykjavík. Guð- rún Eysteinsdóttir textílhönnuð- ur og Hildigunnur Sigurðardótt- ir hlutu svo hvor sinn 500 þúsund króna styrkinn til frekara náms erlendis. - áp Hönnuðir og arkitektar styrktir Fatamerkið Oswald Helgason hlaut hæsta styrkinn frá Hönnunarsjóði Auroru. BROSMILD Hér má sjá allan hópinn við verðlauna afhendinguna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.