Fréttablaðið - 28.11.2012, Page 13

Fréttablaðið - 28.11.2012, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 28. nóvember 2012 | SKOÐUN | 13 Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk“. Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufeg- urð sem gerði Þórsmerk- urferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalag- ið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferða lagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malar- vegi og yfir mis mikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð.“ Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heils- ársvegar inn á Þórsmörk með til- heyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hrað- braut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að kom- ast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkur ferð hefur hingað til þótt?“ sagði enn fremur. Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „hús- bóndavald“ á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að mál- inu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umrædd- ir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur“ eða „bætt aðgengi“ og aldrei gert athuga semdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnis- ferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í ein- feldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarð ýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem fram- kvæmdin sé ekki „svo stór“ í snið- um. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkur- ferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sér- stöðu sem margir sækja í, Íslend- ingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virki- lega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðn- ingi? Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóð- lendu og þar með sameign þjóðar- innar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einka- leyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og um- hverfisspjöll við gilkjaft Hvann ár? Ég vil fá þessa aðila fram í dags- ljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um að stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu land- spjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu? ➜ Hver þrýstir á ræsa- gerð og umhverfi s spjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Illvirki inni í Þórsmörk NÁTTÚRU- VERND Árni Alfreðsson líff ræðingur Ótrúlegt er að sjá banka- menn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Lands- bankans sem fá bjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. Þessa niðurstöðu má lesa út úr dómi yfir Aroni Karlssyni, sem var dæmd- ur til fangelsisvistar fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hug- myndir hjá starfsmönnum bank- anna“. Dómurinn ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um vont réttarfar á Íslandi, en höfund- ur þessarar greinar er í þeim hópi. Rannsókn í skötulíki Ég tók mig til og las dóminn yfir Aroni. Ég er sérstakur áhuga- maður um brot á 248. grein hegn- ingarlaga, þeirri sem Aron var ákærður og dæmdur fyrir. Ég og félagar mínir reyndum á sínum tíma að fá saksóknara til að ákæra Pálma Haraldsson og fleiri fyrir að hafa brotið gegn þessari laga- grein þegar hann blekkti okkur til að selja síðustu hlutabréfin í Ice- land Express langt undir raun- virði. Öfugt við bankana höfðum við þó ekki erindi sem erfiði. Sér- stakur saksóknari taldi sannanir ekki nægar, þó svo að við veifuðum þeim framan í hann. Sú litla rann- sókn sem fram fór var í algjöru skötulíki. Það næstum datt af mér and- litið við að lesa gögnin í máli Arons Karlssonar. Þar kom í ljós að bankarnir höfðu spunnið lyga- sögu um að Aron hefði blekkt þá um verðmæti húss við Skúlagötu og hagnast ólöglega um 300 millj- ónir króna. Þessi frásögn dugði til að æsa sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn og ákæra Aron. Málið var þannig vaxið að Aron skuldaði bönkunum vegna kaupa og breytinga á Skúlagötu 51. Hann vann að því að selja húsið, til að geta greitt veðskuld- irnar. Kaupandi fannst og samið var við hann um að borga 575 milljónir króna, taka á sig virðisaukaskatts- skuld upp á 110 milljón- ir og fasteignagjöld, sölu- laun og kostnað upp á 80 milljónir. Samtals um 760 milljónir króna. Fermetra- verðið í þessari sölu var 165 þúsund krónur. Um leið gátu bankarnir losað um 107 milljón króna tryggingu sem sett hafði verið fyrir greiðslu virðis- aukaskatts. Heildarávinningur af þessum viðskiptum var því um 867 milljónir króna. Um svipað leyti hafði kínverska sendiráðið sýnt húsinu áhuga, en þurfti heimild íslenskra yfirvalda til að fá að kaupa. Það leyfi fékkst skömmu eftir að gengið var frá fyrri kaupsamningnum. Kínverj- arnir gerðu þá tilboð sem var hærra en fyrra tilboðið. Aron rifti fyrri samningnum og seldi kínverska sendiráðinu húsið á 96 milljónum króna hærra verði. Bankarnir fengu síðan þær greiðslur sem samið hafði verið um. Vildu allan peninginn Með þessu töldu bankarnir hins vegar að sér vegið í samningum. Þeir vildu allan peninginn, ekki bara það sem samið var um. Aron taldi þetta aftur á móti eðlileg við- skipti, enda kom undirritað til- boð frá Kínverjunum eftir að búið var að ganga frá samningum um bankauppgjörið. En hvernig áttu bankarnir að fara að því að ná þessum viðbótar- fjármunum af Aroni? Almenna reglan er jú að samningar skuli standa. Í þessum viðskiptum töldust bankarnir hafa yfirburða þekkingu. En bankamennirnir fóru til sérstaks saksóknara og sögðust hafa verið plataðir. Aron hefði hagnast ólöglega um 300 milljónir króna með því að blekkja þá um verðmæti fast eignarinnar. Sérstakur saksóknari beit á agnið. Hann trúði því að her þraut- reyndra bankamanna, sem véla um fasteignir fyrir hundruð millj- arða króna, hefði verið gabbaður í fasteignaviðskiptum. Eins og þeir væru bjánar. Refsiglaður dómarinn féllst á þessa ályktun saksóknara um að bankamennirnir væru bjánar og dæmdi Aron fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna.“ Dóm- arinn gerði 96 milljóna króna hlut Arons upptækan, dæmdi hann í tveggja ára fangelsi og til að greiða bönkunum 160 milljónir króna í órökstuddar skaðabætur. Samtals eiga bankarnir að fá 1.160 milljónir króna með vöxtum frá 2009, eða um 300 milljónum meira en fékkst fyrir húsið við sölu þess til kín- verska sendiráðsins. Yfirburðastaða í réttarkerfinu Þessi dómur er vægast sagt stór- undarlegur. Aron seldi kínverska sendiráðinu húsið á 860 milljónir króna, en bankarnir losuðu um 867 milljónir króna með sölu þess. Í hverju voru ranghugmyndir banka- manna eiginlega fólgnar? Hverju töpuðu þeir? Hver var glæpurinn? Þetta mál sýnir að bankarnir njóta yfirburðastöðu í réttar- kerfinu gagnvart borgurum þessa lands. Sérstakur saksóknari endasendist í þágu þeirra á eftir skálduðum ásökunum, en sýnir yfirþyrmandi áhugaleysi þegar maðurinn af götunni á í hlut. Héraðsdómur segir bankamenn bjána DÓMSMÁL Ólafur Hauksson almannatengill ➜ Sérstakur saksóknari beit á agnið. Hann trúði því að her þraut reyndra bankamanna, sem véla um fasteignir fyrir hundruð milljarða króna, hefði verið gabbaður í fasteignaviðskip- tum. Dagskrá Kl. 9:30 Fault lines in cross border banking revealed by the crisis and current reform proposals Már Guðmundsson seðlabankastjóri Kl. 10:00 Can pure play internet banking survive the credit crisis? Ivo Arnold, Nyenrode Business University Kl. 11:15 The use of blanket guarantees in banking crises Fabian Valencia, International Monetary Fund Kl. 12:45 Optimal supranational regulation: Trading off externalities and heterogeneity Thorsten Beck, Tilburg University Kl. 13:30 Modeling deposit insurance scheme losses Riccardo De Lisa, University of Cagliari Kl. 14:45 Proposals for reforming deposit guarantee schemes in Europe Rym Ayadi, Centre for European Policy Studies Erindi og umræður fara fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og er ráðstefnan öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram á: www.bifrost.is/pages/radstefnur/conference Bankakreppan hefur leitt í ljós fjölmarga veikleika hins alþjóðlega bankakerfis, þar á meðal takmarkanir innstæðutryggingakerfa í opnum hagkerfum. Það fyrirkomulag alþjóðlegra banka, að starfrækja útibú í mörgum löndum og taka við innstæðum í ólíkum gjaldmiðlum, hefur gert yfirvöldum og eftirlitsaðilum erfitt fyrir og skapað áhættu fyrir almenning. Á ráðstefnunni munu virtir fræðimenn fjalla um vandann við að tryggja innstæður í erlendum útibúum, hættur samfara netbankastarfsemi og framtíð slíkra banka í Evrópu, hugmyndir um stofnun samevrópsks innstæðutryggingasjóðs, hve stórir sjóðirnir þurfi að vera til þess að þola áföll við ólík skilyrði, óæskileg tengsl milli einstakra banka og hugmyndir um bætt eftirlitskerfi. Þessi málefni eru í deiglunni í Evrópu um þessar mundir. Að ráðstefnunni standa 4 íslenskir háskólar: HÍ, Bifröst, HR og HA með stuðningi ýmissa aðila. Bankakreppur og innstæður almennings Vandinn og mögulegar lausnir Föstudaginn 30. nóvember Ráðstefna í Hörpu kl. 9:15 – 15:45

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.