Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. nóvember 2012 UPPLÝSINGATÆKNI Hér á landi hefst sala á nýjustu kynslóð Nin- tendo leikjatölvanna, Wii U, næst- komandi föstudag. Á föstudag hefst einnig sala á tölvunni í öðrum Evr- ópulöndum. Blásið hefur verið til sér- stakrar kynn- ingar á tölv- unni í verslun Bræðranna Ormsson klukk- an tíu árdegis. „Hægt er að nota Nintendo Wii U sem handtölvu eða tengja hana við sjónvarp. Fjar- stýringin er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið blásið upp og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikj- anna,“ segir í tilkynningu. - óká Wii U í búðir á föstudag: Áhersla lögð á gagnvirknina STJÓRNMÁL Þrjátíu manna sendi- nefnd frá Alaska er nú stödd hér á landi til að kynna sér orkumál, málefni norðurslóða, efnahagsmál og viðskipti. Heimsókn sendinefndarinnar er skipulögð af Institute of the North í samstarfi við utanríkisráðuneyt- ið og forseta Íslands. Hún er liður í að styrkja tengsl á norðurslóðum. Sendinefndin er skipuð stjórn- málamönnum og fulltrúum fyrirtækja og háskólastofnana. Hópurinn heimsækir ráðuneyti, fyrirtæki og stofnanir í fimm daga heimsókn. - þeb Sendinefnd frá Alaska hér: Norðurslóðir í brennidepli FERÐAÞJÓNUSTA Samtök ferða- þjónustunnar (SAF) lýsa von- brigðum með að fjármálaráðherra skuli hafa lagt fram tillögu um að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr sjö prósentum í 14. Bent er á í tilkynningu að SAF hafi lagt fram tillögur sem skila ættu ríkissjóði meiri tekjum „án þess að hætta trúverðugleika og markaðsstarfi ferðaþjónustunnar“. Átalið er að ekkert samráð hafi verið haft við greinina. „Nú er boltinn hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og verður ferðaþjónustan að treysta því að þar verði þessi tillaga fjármála- ráðherra endurskoðuð,“ segir í til- kynningu SAF. - óká SAF vonast enn til breytinga: Boltinn er hjá efnahags- og viðskiptanefnd Hvað kemur þú mörgum stórborgum undir tréð í ár? 22.900 kr. Verð frá Flug fram og til baka ásamt sköttum og gjöldum Gjöf á heimsmælikvarða WOW gjafakortið er einstök jólagjöf og gildir sem flugmiði fram og til baka með möguleika á tengiflugi um allan heim. Þú færð WOW gjafakortið á wow.is. Höfðatún 12 105 Reykjavík 590 3000 wow@wow.iswww.wow.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.