Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2012, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 28.11.2012, Qupperneq 19
FLOKKUN MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 TIL FRAMTÍÐAR UM ALLT LAND ERFIÐ ÁR AÐ BAKI Engu að síður segir hann að það hafi komið sér á óvart hversu marg- slunginn og flókinn reksturinn er. „Undanfarin ár hafa ekki verið neinn dans á rósum fyrir þetta fyrirtæki frekar en önnur íslensk fyrirtæki,“ segir Sveinn. Það þurfi ekki að hafa mörg orð um það að Íslendingar og íslenskt atvinnu- líf hafa gengið í gegnum ótrúlegt gerningaveður. Krónan hrundi, bankarnir lögðu upp laupana og flest stærri fyrirtæki landsins urðu ýmist gjaldþrota eða þurftu að fara í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu. „Þessi ár hafa óneitanlega verið á margan hátt erfið en mér finnst að við séum nú að ná vopnum okkar á mörgum sviðum,“ segir Sveinn. „Stærsti áfanginn í við- reisnarstarfi okkar fyrirtækis að undanförnu er að við seldum eign- arhlut Gámaþjónustunnar í fyrir- tækjasamstæðu í Lettlandi fyrir rúmu ári með ágætum árangri sem nýttist okkur til að ljúka fjár- hagslegri endurskipulagningu hér heima. Okkar reynsla er sú að það er mjög hættulegt að vera í at- vinnurekstri erlendis þegar bank- inn þinn heima á Íslandi, sem átti að vera þinn bakhjarl, verður bráð- kvaddur. Ég get alveg fullyrt að ég hef hvorki fyrr né síðar lent í krapp- ari dansi. Þeim mun ánægjulegra er að málalok urðu vel ásættanleg.“ JÁKVÆÐ ÞRÓUN Í UMHVERFISMÁLUM En hvernig lýst Sveini á þróunina á sviði sorphirðu- og endur vinnslu að undanförnu? Hann segir að hér hafi orðið mjög miklar og örar breytingar á undanförnum árum. „Hér spila saman margir þættir. Þar má fyrst nefna áhrif af lögum og reglum sem hingað berast frá Evrópu á grundvelli EES-samn- ingsins. Dæmi um slíkt er að fram- leiðendur og seljendur bera ábyrgð á að tiltekið hlutfall umbúða fari til endurvinnslu og endurnýting- ar. Sem betur fer hefur á marg- an hátt tekist að innleiða þessar reglur með skynsamlegum hætti hér á landi. Þar hefur tilkoma Úr- vinnslusjóðs skipt sköpum. Þar við bætist svo að markaðir fyrir endur- vinnsluefni eru í mikilli og stöðugri þróun. Sífellt eru gerðar meiri kröf- ur til urðunarstaða sem aftur veld- ur því að þeim fækkar og kostnaður á hvert urðað tonn vex. Það er sem sagt í mörgum tilvikum dýrara að urða úrganginn en að endurvinna hann.“ AUKIN FLOKKUN ÚRGANGS – MINNI URÐUN Sveinn segir það enga tilviljun að sveitarfélög og fyrirtæki séu ár frá ári að auka f lokkun og ná mörg hver frábærum árangri á því sviði. „Þetta eru hagrænu þættirnir en síðan bætist það við að mikil vakn- ing hefur orðið meðal almennings um að auka f lokkun og endur- vinnslu en draga úr urðun og sóun. Það er ákaflega gaman að verða vitni að þessari þróun og taka þátt í henni. Ef til vill væri frekar rétt að tala um byltingu en þróun á þessu sviði miðað við það hve örar breyt- ingarnar eru,“ segir Sveinn. ENGIN BYLTING ÁN ÁTAKA Varla verður þessi bylting þó án átaka frekar en aðrar byltingar eða hvað? Sveinn segir að það sé alveg rétt að svona mikil breyting verði hvorki átaka- né fyrirhafnarlaus: „Í flestum tilvikum eru sveitarfélög hætt að annast sorphirðuþjónustu við fyrirtæki. Sú breyting var mjög til bóta, því fyrirtæki sem greiðir fast gjald fyrir sorphirðuþjónustu sveitarfélagsins hefur hvorki hvata til að flokka eigin úrgang né draga úr magninu. Þessi hvati er held- ur ekki til staðar hjá heimilunum í landinu, þau greiða fast gjald óháð því hvernig þau haga sér.“ UPPFYLLUM ÞARFIR VIÐSKIPTAVINA Sveinn segir að Gámaþjónustan hafi brugðist við óskum um aukna flokkun fyrir sjö árum með því að bjóða heimilum svokallaða End- urvinnslutunnu sem setja má í sjö flokka af endurvinnsluefni. Þetta frumkvæði hefur sparað sveitar- félögum, einkum á höfuðborgar- svæðinu, milljónir í minnkuðum urðunarkostnaði. „Mörg sveitar- félög á landinu hafa síðan tekið upp söfnun á endurvinnsluefni frá öllum heimilum á sínu svæði sem er auðvitað fagnaðarefni. Þarna hafa sveitarfélög víða um land tekið af skarið en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru langt á eftir.“ HAGSMUNIR SORPU RÁÐA FÖR „Sveitarfélög úti á landi hafa inn- leitt söfnun á endurvinnsluefni hvert með sínum hætti og nán- ast undantekningarlaust í sam- starfi við einkaaðila,“ segir Sveinn. „Sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæð- inu eru t.d. flest eða öll komin langt fram úr höfuðborgarsvæðinu þar sem lítið hefur gerst. Sveitarfé- lögin hér á höfuðborgarsvæðinu eru reyrð saman í byggðasamlagi og alltaf er verið að leita að heild- arlausnum sem allir eigendur eru sáttir við. Þær lausnir hafa reynst vandfundnar.“ Þetta hefur að mati Sveins leitt til þess að ekki er safnað endur- vinnsluefni nema því sem Sorpu hentar að taka á móti. Þangað á allt efnið að fara, án útboðs að sjálfsögðu. Á höfuðborgarsvæðinu er nú farið af stað með svokallað- ar Blátunnur til söfnunar á papp- ír og pappa. „Skyndilega er þetta verkefni orðið að skylduverkefni Sorpu og sveitarfélaganna sem að henni standa. Þá er ekki hikað við að ryðja einkaaðilum sem innleitt hafa þessa þjónustu árum saman út af markaði. Af þeim sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa ákveðið að auka flokkun úr- gangs frá heimilum þá er það ein- göngu í Reykjavík þar sem íbúðar- eigendum er „leyft“ að velja milli fleiri kosta, þar á meðal að kaupa þjónustuna af Gámaþjónustunni,“ segir Sveinn að lokum. Byltingarkennd þróun Fimm ár eru liðin síðan Sveinn Hannesson tók við starfi framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar og dótturfélaga eftir 16 ár í starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann var spurður um þessi umskipti. Sveinn segist alltaf hafa haft áhuga á atvinnurekstri og því hafi þetta verið kærkomið tækifæri, ekki síst þar sem hann hafði áður setið í stjórn Gámaþjónustunnar og þekkti því vel til þar. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir að mörg sveitarfélög séu komin langt fram úr höfuðborgarsvæðinu í endurvinnslu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.