Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 16
FÓLK|FERÐIR New York er uppljómuð á þessum tíma árs og þar er sannarlega hægt að næla sér í jólastemningu ásamt því að gera góð jólakaup. Fjölmörg fagurskreytt jólatré prýða borgina og mörg eiga sinn fasta sess og sína föstu aðdáendur sem mega ekki til þess hugsa að sjá þau ekki ár eftir ár. Jólatréð við Rockefeller Center er það allra rómaðasta. Fyrir neðan það er sívinsælt skautasvell og hafa ófáar jólakvikmyndir verið teknar upp á þessum slóðum. Enginn ferðamaður sem á leið um New York í kringum jól lætur þessa sjón fram hjá sér fara og freistast margir til að renna sér á skautum undir ljómandi trénu. Á náttúrugripasafninu (American Museum of Natural History) stendur risavaxið origami-tré og hefur gert í á fjórða áratug. Þar má sjá ýmislegt fleira undir yfirheitinu: Stærst og best, eins og Bandaríkjamönnum sæmir. Á South Street er uppljómað jólatré og um helgar flytja sönghópar hug- ljúf jólalög undir trénu. Vegfarendur staldra þá gjarnan við og taka sér kær- komna hvíld frá jólastreðinu. Frá árinu 1923 hefur risavaxið fagurskreytt jólatré risið fyrir framan kauphöllina á Wall Street og verður engin breyting á því í ár. Ljósin eru tendruð á flestum trjám í New York í lok nóvember og samhliða er yfirleitt vegleg dagskrá. Yfirleitt er þó ekki kveikt á ljósum Kauphallartrésins fyrr en í byrjun desember og í ár fer athöfnin fram þann fjórða. LJÓSADÝRÐ Í NEW YORK Stórborgarrómantík New York er rómuð jólaborg og er ljósadýrðin hvergi meiri. Ljós eru tendruð á fjölmörgum jólatrjám þar á hverju ári. LÍF OG FJÖR Ljós á flestum trjám í New York eru tendruð í nóvember en enn er þó eftir að kveikja á ljósum trésins á Wall Street. Samhliða er yfir- leitt mikil jóladagskrá. Þetta er eitt stærsta tónleikaferða-lag sem farið hefur verið í en við komum við í öllum landshlutum,“ segir söngkonan Regína Ósk Óskars- dóttir, en hún fer fyrir hópi söngvara og hljóðfæraleikara sem leggur land undir fót í dag. Hópurinn heldur jólatónleika í 19 kirkjum undir heitinu Jólin alls staðar og verða fyrstu tónleikarnir haldnir í Ólafsvíkurkirkju í kvöld. „Svo fikrum við okkur hringinn, þó ekki í réttri röð. Við byrjum á Snæfells- nesinu og Tálknafirði, förum svo til Grindavíkur, Keflavíkur og Vestmanna- eyja og á þriðjudaginn eftir viku förum við Norður- og Austurlandið í einum tíu daga rykk.“ Söngvararnir í hópnum eru, auk Regínu, Guðrún Gunnars, Guðrún Árný og Jógvan og segir Regína enga rótara verða með í för. „Við gerum allt sjálf, einn keyrir og einn sér um kerfið og ann- ar um sviðsmyndina, það verður enginn Dúddi sem keyrir rútuna í þessari ferð. En þetta fyrirkomulag kallar auðvitað á mikla samveru og allir þurfa að vera mjög samvinnuþýðir og jákvæðir,“ segir hún hlæjandi en hefur þó ekki miklar áhyggjur af því að upp úr sjóði á leiðinni. „Nei, það var valið í ferðina af kostgæfni og við erum ekki að fara að gista í rút- unni sem betur fer. Ég er búin með þann pakka allan,“ segir hún. Barnakór frá hverjum stað mun taka þátt í tónleikunum og segir Regína söngdagskrána verða bæði létta og skemmtilega. „Dagskráin verður blanda af húmor og hátíðleika og þetta eru lög sem allir þekkja. Við höfum útsett þau á okkar hátt og ætlum að reyna að fanga jólastemninguna heima í stofu. Nú liggjum við bara á bæn um gott veður,“ segir hún. Síðustu tónleikarnir verða þann 20. desember í Grafarvogskirkju og er miðasala hafin á www.midi.is. Gestir geta þó nálgast miða í sinni heimabyggð í kirkjunni á tónleikadaginn. Þá kom út geisladiskur með söngdagskránni í dag. „Við höfum þegar bætt við aukatón- leikum í Grafarvogskirkju og ég hvet fólk til að verða sér úti um miða í tíma,“ segir Regína. ■ heida@365.is JÓLIN ALLS STAÐAR SYNGJA Í 19 KIRKJUM Fjórir söngvarar og fjórir hljóðfæraleikarar leggja land undir fót í dag en hópurinn blæs til jólatónleika í kirkjum um allt land. Nánari upplýsing- ar um tónleikadag- skrána er að finna á www.jolinalls- stadar.is og á Facebook. Í JÓLASKAPI Hópurinn ætlar að halda jólatónleika í kirkjum um allt land á aðventunni. MYND/GVA JÓLAFÖTIN KOMIN! NÝ SENDING AF SVÖRTUM DRÖGTUM. SÍÐ PILS, RAUÐIR OG BLEIKIR JAKKAR. Opið laugardaga 11:00-15:00 Skipholti 29b • S. 551 0770 Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍMYNDAKVÖLD FÍ Fimmtudagur 29. nóvember kl. 20 Sal FÍ Mörkinni 6 Eitt f jall á v iku myndasýning og kynning Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson Aðgangur ókeypis – allir velkomnir Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is B ra nd en bu rg Við berum út sögur af frægu fólki FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.