Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 2
DREIFING
GJALDA
RÍKISSJÓÐS Í
FJÁRLÖGUM
2013
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜12
SKOÐUN 16➜22
HELGIN 24➜72
SPORT 108➜112
MENNING 76➜118
ÁHRIF TÖLVULEIKJA
Á HEILANN 36
Félagslega einangraðir leita
skjóls í tölvuleikjum.
VERÐ LAXVEIÐILEYFA Í
SÖGULEGU HÁMARKI 42
Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, ræðir stöðu
mála í laxveiðinni.
ÍSLENSKA BÓKAÁRIÐ 50
Sjö íslenskar bækur fengu fullt hús stiga hjá
gagnrýnendum Fréttablaðsins.
ENGIR HROTTAR Í
HNEFALEIKUM 54
Vilhjálmur Hernandez í Hnefaleikastöðinni
segir neikvæða ímynd íþróttarinnar byggða á
misskilningi.
BEST AÐ VERA STELPA
Á ÍSLANDI 64
Íslenskar stelpur geta tekist á við ótrúlegustu
erfi ðleika og sigrast á þeim.
KRAKKAR 70
KROSSGÁTA 72
Matthías Máni Erlingsson,
refsifangi, komst burt af Litla-
Hrauni á mánudag og hans hefur
verið leitað síðan. Leitin hafði
ekki borið árangur þegar blaðið
fór í prentun.
Björt Ólafsdóttir, oddviti
Bjartrar framtíðar í Reykjavíkur-
kjördæmi norður, kom ný inn
í pólitíkina og hætti sem for-
maður Geðhjálpar.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðs-
stjóri nytjastofnasviðs hjá Haf-
rannsóknarstofnun, var í fréttum
nær daglega alla vikuna vegna
síldardauða í Kolgrafafi rði.
Maríanna Jónsdóttir
hefur farið til þróunarríkja
til að sjónmæla fólk og
útvega því notuð gleraugu.
Hún safnaði gleraugum fyrir
jólin í þessum tilgangi ásamt
öðrum starfsmönnum Prooptik.
FIMM Í FRÉTTUM FLÓTTI OG SÍLDARDAUÐI
➜ Ólafur Stefánsson handboltamaður ákvað í gær að verða við beiðni landsliðsþjálfarans Arons
Kristjánssonar og spila með landsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar.
Opið kl. 11 - 18 laugardag
Opið kl. 13 - 18 sunnudag
Mikið úrval aðventuljósa og LED sería
FILIPPSEYJAR „Ástandið er verst á austurströndinni.
Hér eru þrír bæir og í þeim sem fór verst er ekkert
heilt hús eftir,“ segir Lárus Steindór Björnsson,
íslenskur björgunarsveitarmaður, sem hefur verið við
störf á skaðasvæðum fellibyljarins Bopha á Filipps-
eyjum undanfarna daga.
„Þau hús sem enn eru uppistandandi eru ýmist þak-
laus eða hálfhrunin og ástandið mjög slæmt. Hjálpar-
stofnanir horfa fram á að þurfa að vera hér í tvö ár til
að aðstoða við uppbyggingu,“ segir Lárus. Fellibylur-
inn gekk yfir Filippseyjar 4. desember síðastliðinn.
Hann kom til eyjarinnar Mindanao eftir þriggja
daga ferðalag síðastliðinn sunnudag, og hefur unnið
að því að koma fjarskiptamálum í lag á svæðinu. Alls
er nú talið að um 1.000 hafi farist í fellibylnum, þar af
um 900 á austari hluta eyjarinnar Mindanao.
„Mitt verkefni er að samræma fjarskipti milli
hjálparsamtaka svo menn geti skipst á upplýsingum,“
segir Lárus. Allt samband við bæina á austurströnd-
inni rofnaði í óveðrinu, og þó GSM-sambandi hafi
verið komið á er enn ekkert netsamband.
„Það tefur alla aðstoð ef menn fá ekki upplýsingar
um hvað vantar, og alla framvindu. Það skiptir gríðar-
lega miklu að koma þessum málum í lag til að það sé
hægt að koma lífinu hjá fólkinu hér í samt lag aftur.“
Lárus leggur af stað heim í dag og reiknar með að
lenda á Íslandi á Þorláksmessu. - bj
Íslenskur björgunarsveitarmaður aðstoðar við uppbyggingu á Filippseyjum:
Ekkert hús heilt eftir fellibylinn
HRUNIN Ekkert hús stendur eftir í þeim bæjum sem verst
urðu úti í fellibylnum sem gekk yfir 4. desember.
NORDICPHOTOS/AFP
NÁTTÚRA Fyrstu niðurstöður Haf-
rannsóknastofnunar gera ráð fyrir
að 25 til 30 þúsund tonn af íslensku
sumargotssíldinni hafi drepist inni
í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi fyrir
rúmri viku. Súrefnisskortur er nú
talinn aðalástæða síldar dauðans
og að hann hafi meðal annars
komið til vegna þess gríðar lega
magns af síld sem safnaðist fyrir
í firðinum.
Hafrannsóknastofnunin fór til
mælinga í firðinum þriðjudaginn
18. desember til að reyna að varpa
ljósi á orsakir síldar dauðans og
leggja mat á magn dauðrar síld-
ar í firðinum. Ástand sjávarins
var kannað; hiti, selta og súrefni.
Botn fjarðarins var skoðaður með
neðansjávarmyndavélum. Þá voru
fjörur gengnar og mat lagt á magn
dauðrar síldar þar einnig.
Súrefnismettun í firðinum
mældist mjög lág, reyndar lægri
en áður hefur mælst í sjó við land-
ið. Líklegt telur Hafró að þessi
lækkun á styrk súrefnis stafi
meðal annars af öndun síldar sem
var í miklu magni innan brúar-
innar yfir fjörðinn dagana áður
en mælingarnar voru gerðar. Dag-
inn sem síldin drapst er talið að á
milli 250 til 300 þúsund tonn hafi
verið í firðinum og tíu prósent hafi
drepist.
Myndatökur á botni fjarðarins
benda til, með tilliti til stærðar
fjarðarins, að magn dauðrar síldar
á svæðinu gæti verið 25-30 þúsund
tonn. Það mat er þó háð óvissu, að
sögn Hafró.
Enda þótt síldin sé nú komin af
því svæði þar sem styrkur súr-
efnis var mjög lágur er mögulegt
að það ástand vari áfram vegna
rotnunar á dauðum fiski. Rotn-
unin getur viðhaldið lágu súrefn-
ismagni í firðinum og því gæti
áframhaldandi hætta verið til
staðar á næstu mánuðum og miss-
erum fari fiskur inn á það svæði í
miklu magni.
Bergmálsmælingar á lifandi síld
sýna að umtalsvert magn var af
síld utan við brúna í Kolgrafafirði
og virðist sem síldin hafi að mestu
fært sig af svæðinu innan við brú.
Alls mældust um 10 þúsund tonn
innan brúar en utan við brú í firð-
inum mældust rúmlega 250 þús-
und tonn. svavar@frettabladid.is
Allt að 30.000 tonn
af síldinni drápust
Síldardauðinn í Kolgrafafirði er mun umfangsmeiri en fyrst var talið. Súrefnis-
skortur er talinn aðalástæðan. Súrefni í sjó hefur ekki áður mælst lægra hér við
land. Rotnandi fiskur viðheldur hættu á frekari síldardauða.
KOLGRAFAFJÖRÐUR Í VIKUNNI Fyrstu kenningar gerðu ráð fyrir að nokkur
hundruð tonn hefðu drepist, en ljóst er að magnið er gífurlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hafrannsóknastofnun mat hrygningarstofn íslensku sumargotssíldarinnar
árið 2012 um 377 þúsund tonn.
Aflaheimildir voru auknar í sumar frá fyrra ári úr 45.000 tonnum í 64.000
tonn, byggðar á ráðgjöf Hafró.
Ætla má að 7-8% veiðistofnsins hafi drepist inni á Kolgrafafirði.
Útflutningsverðmæti 30 þúsund tonna af síld eru á bilinu 4 til 5
milljarðar króna, miðað við markaðsforsendur undanfarinna ára.
Hrygningarstofninn 377 þúsund tonn
ÞJÓÐKIRKJAN OG SAMKYNHNEIGÐ 18
Bára Friðriksdóttir um málefni samkynhneigðra.
MEIRI AGA Í EFNAHAGSMÁLUM 22
Sighvatur Björgvinsson um efnahagsmál.
KIRKJA OG KLÚBBUR 22
Eggert Eggertsson um tekjur golfk lúbbs og kirkju.
BRJÁLÆÐISLEGA GOTT
TÆKIFÆRI 82
Sigrún Eðvaldsdóttir fi ðluleikari hefur undan-
farna mánuði gegnt stöðu konsertmeistara við
Konunglegu dönsku óperuna.
EYÐIR JÓLUNUM Í
LOS ANGELES 118
Á VILLIGÖTUM Í VÍNVALI 92
Í SMÁU FORMI 94
REFSA EKKI
HÆLISLEITENDUM 4
BANNAÐ AÐ AUGLÝSA
BESTA VERÐIÐ 6
4 MILLJARÐA HALLI
Á RÍKISSJÓÐI 8
„Það eina sem getur
stöðvað illmenni með
byssu er góðmenni með
byssu.“ 10
Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri
NRA, landssamtaka bandarískra
byssueigenda.
FLESTIR SLASAST
HEIMA 12
ÆTLAR AÐ KOMA Á ÓVART 108
Ásgeir Örn Hallgrímsson verður í lykilhlutverki hjá íslenska
landsliðinu á HM á Spáni í janúar.
TÍU BESTU ÍÞRÓTTAMENN ÁRSINS 112
Í dag er tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn koma til greina sem
íþróttamaður ársins árið 2012.