Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 2
DREIFING GJALDA RÍKISSJÓÐS Í FJÁRLÖGUM 2013 22. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜22 HELGIN 24➜72 SPORT 108➜112 MENNING 76➜118 ÁHRIF TÖLVULEIKJA Á HEILANN 36 Félagslega einangraðir leita skjóls í tölvuleikjum. VERÐ LAXVEIÐILEYFA Í SÖGULEGU HÁMARKI 42 Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, ræðir stöðu mála í laxveiðinni. ÍSLENSKA BÓKAÁRIÐ 50 Sjö íslenskar bækur fengu fullt hús stiga hjá gagnrýnendum Fréttablaðsins. ENGIR HROTTAR Í HNEFALEIKUM 54 Vilhjálmur Hernandez í Hnefaleikastöðinni segir neikvæða ímynd íþróttarinnar byggða á misskilningi. BEST AÐ VERA STELPA Á ÍSLANDI 64 Íslenskar stelpur geta tekist á við ótrúlegustu erfi ðleika og sigrast á þeim. KRAKKAR 70 KROSSGÁTA 72 Matthías Máni Erlingsson, refsifangi, komst burt af Litla- Hrauni á mánudag og hans hefur verið leitað síðan. Leitin hafði ekki borið árangur þegar blaðið fór í prentun. Björt Ólafsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavíkur- kjördæmi norður, kom ný inn í pólitíkina og hætti sem for- maður Geðhjálpar. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs hjá Haf- rannsóknarstofnun, var í fréttum nær daglega alla vikuna vegna síldardauða í Kolgrafafi rði. Maríanna Jónsdóttir hefur farið til þróunarríkja til að sjónmæla fólk og útvega því notuð gleraugu. Hún safnaði gleraugum fyrir jólin í þessum tilgangi ásamt öðrum starfsmönnum Prooptik. FIMM Í FRÉTTUM FLÓTTI OG SÍLDARDAUÐI ➜ Ólafur Stefánsson handboltamaður ákvað í gær að verða við beiðni landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar og spila með landsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Opið kl. 11 - 18 laugardag Opið kl. 13 - 18 sunnudag Mikið úrval aðventuljósa og LED sería FILIPPSEYJAR „Ástandið er verst á austurströndinni. Hér eru þrír bæir og í þeim sem fór verst er ekkert heilt hús eftir,“ segir Lárus Steindór Björnsson, íslenskur björgunarsveitarmaður, sem hefur verið við störf á skaðasvæðum fellibyljarins Bopha á Filipps- eyjum undanfarna daga. „Þau hús sem enn eru uppistandandi eru ýmist þak- laus eða hálfhrunin og ástandið mjög slæmt. Hjálpar- stofnanir horfa fram á að þurfa að vera hér í tvö ár til að aðstoða við uppbyggingu,“ segir Lárus. Fellibylur- inn gekk yfir Filippseyjar 4. desember síðastliðinn. Hann kom til eyjarinnar Mindanao eftir þriggja daga ferðalag síðastliðinn sunnudag, og hefur unnið að því að koma fjarskiptamálum í lag á svæðinu. Alls er nú talið að um 1.000 hafi farist í fellibylnum, þar af um 900 á austari hluta eyjarinnar Mindanao. „Mitt verkefni er að samræma fjarskipti milli hjálparsamtaka svo menn geti skipst á upplýsingum,“ segir Lárus. Allt samband við bæina á austurströnd- inni rofnaði í óveðrinu, og þó GSM-sambandi hafi verið komið á er enn ekkert netsamband. „Það tefur alla aðstoð ef menn fá ekki upplýsingar um hvað vantar, og alla framvindu. Það skiptir gríðar- lega miklu að koma þessum málum í lag til að það sé hægt að koma lífinu hjá fólkinu hér í samt lag aftur.“ Lárus leggur af stað heim í dag og reiknar með að lenda á Íslandi á Þorláksmessu. - bj Íslenskur björgunarsveitarmaður aðstoðar við uppbyggingu á Filippseyjum: Ekkert hús heilt eftir fellibylinn HRUNIN Ekkert hús stendur eftir í þeim bæjum sem verst urðu úti í fellibylnum sem gekk yfir 4. desember. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Fyrstu niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar gera ráð fyrir að 25 til 30 þúsund tonn af íslensku sumargotssíldinni hafi drepist inni í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi fyrir rúmri viku. Súrefnisskortur er nú talinn aðalástæða síldar dauðans og að hann hafi meðal annars komið til vegna þess gríðar lega magns af síld sem safnaðist fyrir í firðinum. Hafrannsóknastofnunin fór til mælinga í firðinum þriðjudaginn 18. desember til að reyna að varpa ljósi á orsakir síldar dauðans og leggja mat á magn dauðrar síld- ar í firðinum. Ástand sjávarins var kannað; hiti, selta og súrefni. Botn fjarðarins var skoðaður með neðansjávarmyndavélum. Þá voru fjörur gengnar og mat lagt á magn dauðrar síldar þar einnig. Súrefnismettun í firðinum mældist mjög lág, reyndar lægri en áður hefur mælst í sjó við land- ið. Líklegt telur Hafró að þessi lækkun á styrk súrefnis stafi meðal annars af öndun síldar sem var í miklu magni innan brúar- innar yfir fjörðinn dagana áður en mælingarnar voru gerðar. Dag- inn sem síldin drapst er talið að á milli 250 til 300 þúsund tonn hafi verið í firðinum og tíu prósent hafi drepist. Myndatökur á botni fjarðarins benda til, með tilliti til stærðar fjarðarins, að magn dauðrar síldar á svæðinu gæti verið 25-30 þúsund tonn. Það mat er þó háð óvissu, að sögn Hafró. Enda þótt síldin sé nú komin af því svæði þar sem styrkur súr- efnis var mjög lágur er mögulegt að það ástand vari áfram vegna rotnunar á dauðum fiski. Rotn- unin getur viðhaldið lágu súrefn- ismagni í firðinum og því gæti áframhaldandi hætta verið til staðar á næstu mánuðum og miss- erum fari fiskur inn á það svæði í miklu magni. Bergmálsmælingar á lifandi síld sýna að umtalsvert magn var af síld utan við brúna í Kolgrafafirði og virðist sem síldin hafi að mestu fært sig af svæðinu innan við brú. Alls mældust um 10 þúsund tonn innan brúar en utan við brú í firð- inum mældust rúmlega 250 þús- und tonn. svavar@frettabladid.is Allt að 30.000 tonn af síldinni drápust Síldardauðinn í Kolgrafafirði er mun umfangsmeiri en fyrst var talið. Súrefnis- skortur er talinn aðalástæðan. Súrefni í sjó hefur ekki áður mælst lægra hér við land. Rotnandi fiskur viðheldur hættu á frekari síldardauða. KOLGRAFAFJÖRÐUR Í VIKUNNI Fyrstu kenningar gerðu ráð fyrir að nokkur hundruð tonn hefðu drepist, en ljóst er að magnið er gífurlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hafrannsóknastofnun mat hrygningarstofn íslensku sumargotssíldarinnar árið 2012 um 377 þúsund tonn. Aflaheimildir voru auknar í sumar frá fyrra ári úr 45.000 tonnum í 64.000 tonn, byggðar á ráðgjöf Hafró. Ætla má að 7-8% veiðistofnsins hafi drepist inni á Kolgrafafirði. Útflutningsverðmæti 30 þúsund tonna af síld eru á bilinu 4 til 5 milljarðar króna, miðað við markaðsforsendur undanfarinna ára. Hrygningarstofninn 377 þúsund tonn ÞJÓÐKIRKJAN OG SAMKYNHNEIGÐ 18 Bára Friðriksdóttir um málefni samkynhneigðra. MEIRI AGA Í EFNAHAGSMÁLUM 22 Sighvatur Björgvinsson um efnahagsmál. KIRKJA OG KLÚBBUR 22 Eggert Eggertsson um tekjur golfk lúbbs og kirkju. BRJÁLÆÐISLEGA GOTT TÆKIFÆRI 82 Sigrún Eðvaldsdóttir fi ðluleikari hefur undan- farna mánuði gegnt stöðu konsertmeistara við Konunglegu dönsku óperuna. EYÐIR JÓLUNUM Í LOS ANGELES 118 Á VILLIGÖTUM Í VÍNVALI 92 Í SMÁU FORMI 94 REFSA EKKI HÆLISLEITENDUM 4 BANNAÐ AÐ AUGLÝSA BESTA VERÐIÐ 6 4 MILLJARÐA HALLI Á RÍKISSJÓÐI 8 „Það eina sem getur stöðvað illmenni með byssu er góðmenni með byssu.“ 10 Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, landssamtaka bandarískra byssueigenda. FLESTIR SLASAST HEIMA 12 ÆTLAR AÐ KOMA Á ÓVART 108 Ásgeir Örn Hallgrímsson verður í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM á Spáni í janúar. TÍU BESTU ÍÞRÓTTAMENN ÁRSINS 112 Í dag er tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn koma til greina sem íþróttamaður ársins árið 2012.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.