Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 6
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
Páfinn fer í hart
1PÁFAGARÐUR „Þeir afneita náttúru sinni og ákveða að hún
sé ekki eitthvað sem þeim er fyrir
fram gefin, heldur að þeir skapi hana
sjálfir,“ sagði
Benedikt XVI.
páfi um sam-
kynhneigða
í árlegu
jólaávarpi
sínu. Hann
hefur aldrei
tekið jafn hart
til orða gagnvart samkynhneigðum
og fordæmir réttindabaráttu þeirra,
segir hana árás á hefðbundin fjöl-
skyldugildi.
Tímamótum fagnað
2MEXÍKÓ „Við lítum á upphaf nýs baktún-tímabils sem upphaf
nýrra tíma, og við tökum því af mik-
illi bjartsýni,“ sagði Rolando Zapata,
ríkisstjóri
í Júkatan í
Mexíkó, heima-
landi Maya-
þjóðflokksins.
Mayar sjálfir
gáfu ekkert
fyrir þá heims-
endatrú sem fólk víða um heim hafði
tengt við þessi tímamót í hinu forna
dagatal Mayanna. Hvert baktún-tíma-
bil er rúmlega fimm þúsund ár.
Handtekinn í
N-Kóreu
3NORÐUR-KÓREA Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðu í gær að
bandarískur ríkisborgari, Pae Jun Ho,
hefði verið
handtekinn og
sögðu hann
hafa játað að
hafa framið
glæpi gegn
norður-kóreska
ríkinu, en upp-
lýstu ekki í hverju þessir glæpir hafi
verið fólgnir. Pae býr í Washington-
ríki, þar sem hann nefnist Kenneth
Bae og vinnur sem fararstjóri.
NEYTENDUR Auglýsingar bygginga-
vöruverslunarinnar Bauhaus um
„bestu verðin í landinu“ og „besta
verðið í Reykjavík“ brjóta í bága við
lög um eftirlit með viðskiptaháttum
og markaðssetningu. Þá eru ólög-
legar kvaðir sem Bauhaus leggur á
neytendur sem vilja nýta sér „verð-
vernd“ fyrirtækisins.
Þetta kemur fram í nýrri, en
óbirtri, ákvörðun Neytendastofu.
Ákvörðunin, dagsett 12. desember,
er sögð taka gildi við birtingu og
verður Bauhaus þá bannað að full-
yrða um besta verð. Jafnframt verð-
ur fyrirtækinu „bannað að leggja þá
skilyrðislausu og íþyngjandi kröfu“
á fólk sem vilja nýta sér verðvernd
verslunarinnar að það leggi fram
skriflega staðfestingu á pappír fyrir
lægra verði keppinautar.
Neytendastofa segir að seljandi
sem bjóði viðskiptavinum sínum
verðvernd eigi sjálfur að gæta þess
að verð hans sé það lægsta. „Neyt-
endastofa telur þá kvöð Bauhaus að
neytandinn þurfi í öllum tilfellum að
leggja fram skriflega staðfestingu,
á pappír, fyrir verði keppinautar,
vera afar íþyngjandi og í andstöðu
við ákvæði 10. greinar reglu númer
366/2008 [um útsölur og aðra sölu
þar sem selt er á lækkuðu verði].
Auk þess telur Neytendastofa skil-
yrðið fela í sér óréttmæta viðskipta-
hætti sem líklegir eru til að raska
verulega fjárhagslegri hegðun neyt-
enda […] enda líkur á að neytendur
ákveði að eiga viðskipti við Bauhaus
í ljósi verðverndar en nýti sér ekki
verðvernd vegna þeirra íþyngjandi
kvaða sem gerðar eru til sönnunar
á verði keppinauta.“
Ákvörðunin kemur í kjölfar
kvartana til Neytendastofu, annars
vegar frá Húsasmiðjunni og hins
vegar frá Ólafi Haukssyni.
Neytendastofa féllst hins vegar
ekki á að banna ætti Bauhaus að
takmarka verðverndina þannig að
hún gilti ekki um vörur sem aðrir
bjóða í takmörkuðu magni og í tak-
markaðan tíma, opnunartilboð, sér-
pantanir eða vörur sem seldar eru í
póst- eða í vefverslunum.
Bauhaus, Byko, Húsasmiðjan
og Múrbúðin keppa hart á mark-
aði byggingarvöru. Í sumar bann-
aði Neytendastofa Byko að birta
fullyrðingar um „lægsta verðið“ í
sínum verslunum. olikr@frettabladid.is
Mega ekki krefjast
sannana á pappír
Neytendastofa slær á fingur Bauhaus fyrir viðskiptahætti sem séu neytendum
„íþyngjandi“ og „óréttmætir“ og fallnir til að „raska verulega fjárhagslegri hegðun“
þeirra. Fyrirtækinu, eins og Byko, er bannað að auglýsa besta/lægsta verð.
BAUHAUS Í ákvörðun Neytendastofu er Bauhaus sagt brjóta lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, sem og
reglur um útsölur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
➜ Auk þess telur Neyt-
endastofa skilyrðið fela í sér
óréttmæta viðskiptahætti.
Ákvörðun nr. 53/2012
Neytendastofa
Save the Children á Íslandi
HEIMURINN
1
2
3
BANDARÍKIN, AP Vonir hafa á ný dvínað um að
lausn finnist á deilum repúblikana og demó-
krata um fjárlagaþverhnípið svonefnda í
tæka tíð fyrir áramót.
John Boehner, forseti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings og leiðtogi repúblikana í
deildinni, dró á miðvikudag málamiðlunar-
tillögu sína til baka, þar sem hann hafði ekki
nægan hljómgrunn fyrir henni í röðum eigin
flokksmanna.
Um áramótin renna út lagaheimildir til nokkurra
stórra útgjaldaliða á fjárlögum Bandaríkjanna. Um
leið renna út lög um ýmsa skattafrádrætti,
sem George W. Bush forseti setti á sínum
tíma.
Nái flokkarnir ekki samkomulagi fyrir ára-
mótin taka því sjálfkrafa gildi bæði skatta-
hækkanir og niður skurður á útgjöldum ríkis-
ins. Þetta myndi að vísu bæta stöðu ríkissjóðs,
en á hinn bóginn þykir fullvíst að þessar
breytingar dragi jafnframt úr um svifum í
efnahagslífi Bandaríkjanna. Þar með myndi
kreppan frá 2008 dragast enn á langinn, með afleið-
ingum langt út fyrir landamæri Bandaríkjanna. - gb
Repúblíkanar drógu málamiðlunartillögu sína til baka:
Fjárlagaþverhnípið blasir við
JOHN BOEHNER