Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 24
Hrein skyrta
Fæstir vilja lenda í því að
þurfa að strauja skyrtu í
miðri máltíð á aðfangadags-
kvöld ef svo illa vill til að
sullast yfir spariskyrtuna.
Til að koma í veg fyrir slíka
stöðu borgar sig
að hafa
allan vara
á og eiga
hreina
strauj-
aða
skyrtu
inni í
skáp.
HELGIN
22. desember 2012 LAUGARDAGUR
Það eru reglur í þinginu um snyrtilegan klæðaburð og auðvitað getur verið mikið matsatriði á hverjum tíma hvað telst snyrtilegt,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra eftir að hafa verið rekin
úr lopapeysunni sinni af forseta þings-
ins. Hún heldur ekki uppi andófi gegn
þeirri valdbeitingu, heldur tekur henni
með ró og spekt.
„Ég lít á þetta sem mikið aukaatriði.
Þetta er samt voða fín peysa, ég tek það
fram, með vestfirsku vettlingamynstri
og fallegum blúndukraga og ég hef
verið í henni áður í þinginu. En þegar
tveir þingmenn, sem sagt við Árni
Johnsen, voru komnir í lopapeysur í
þingsal þá held ég forseta hafi fundist
fulllangt gengið.“
Peysuna umræddu kveðst Katrín hafa
fengið að gjöf frá frænku sinni á Vest-
fjörðum og vera afskaplega ánægð með
hana, enda hafi hún notað hana mikið.
Hún segir þetta atvik í þinginu hafa
rifjað það upp að Vigdís Finnboga dóttir
hafi verið í lopadragt þegar hún veifaði
til mannfjöldans af Ara götunni, eftir
að þjóðin hafði kosið hana sem forseta
Íslands 1980. Það hafi verið dragt sem
Vigdísi hefði verið gefin í kosninga-
baráttunni. „En þetta er spurning um
klæðaburð alþingismanna. Það er voða
auðvelt að gera kröfu um að karlarnir
séu í jakka fötum en klæðnaður okkar
kvennanna er meira smekksatriði,
þannig að ég held að þegar lopapeysu-
tískan fór að breiðast út hafi verið
ákveðið að gera athugasemdir.“
Katrín er oft í peysum eins og alþjóð
hefur eflaust tekið eftir. „Ég er mikil
peysukona. Kannski af því að mér
finnst dragtarjakkar ekki fara mér
vel. Ég á einn svoleiðis en þegar ég er
komin í hann þá líður mér alltaf eins
og litlum pappakassa. Reyndar finnst
mér dragtir í anda sjöunda áratugar-
ins rosalega flottar en ég hef bara ekki
fundið svoleiðis sem passa á mig. Ein-
hverja appelsínugula. Það gæti verið
svolítið töff. En teinótt eða beis, það er
ekki ég.“
Þú hefur sem sagt aldrei verið flug-
freyja? „Nei, ég væri alveg glötuð í það
með þessa jakkafælni. Ég gæti samt
kannski verið í innanlandsflugi, því
ég held að freyjurnar þar fái að vera í
peysum.“
En hvað um íslenska búninginn.
Skyldi hún eiga hann? „Nei, ég á hann
ekki og hef aldrei klæðst honum. En ég
verð kannski einhvern tíma beðin að
vera fjallkona á 17. júní – hugsanlega –
þá yrði ég dubbuð upp í þjóðbúning. Ég
er eiginlega að bíða eftir því. Bara svo
því sé komið á framfæri!“
Þá snúum við okkur að jólunum.
Hvernig skyldi ganga að undirbúa þau
á heimili menntamálaráðherra?
„Það gengur fínt,“ svarar Katrín svo
ákveðin að næsta spurning er hvort
hún sé með vinnukonu. „Nei. Jól geta
verið á ýmsan hátt og þetta verða
óformlegu jólin. En það er að minnsta
kosti búið að senda jólakortin. Synirnir,
annar sjö ára og hinn að verða fimm,
sjá um að skreyta húsið sem þýðir að
það er skraut alls staðar. Annað mun
verða leyst á lokametrunum.
Jólin snúast um kærleikann og þau
koma hvernig sem til tekst með undir-
búninginn.“
Bíður eftir að
verða fjallkona
Lopapeysubann var sett á alþingi Íslendinga í vikunni. Þann
dag skartaði Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
lopapeysu með vestfirsku vettlingamynstri eins og stundum
áður. Hún er mikill peysuvinur en finnst hún vera eins og
pappakassi ef hún fer í dragt.
KATRÍN JAKOBS „Ég gæti kannski verið í innanlandsflugi því ég held að freyjurnar þar fái að vera í
peysum,“ segir hún.
Haraldur Ari Stefánsson,
tónlistarmaður
Fer norður
„Ég er að fara til Akureyrar að
spila og kynna Síðasta sjens
sem verður 30. desember í
Vodafonehöllinni. Það verður
alger stuðveisla. Svo ætla ég
líka í sund.“
Hrefna Rósa Sætran, mat-
reiðslumaður
Litlu jólin
„Í dag ætla ég að hitta hann
frænda minn sem er að koma
frá útlöndum og svo ætla ég
að skreyta jólatréð. Á morgun
eru litlu jólin á bæði Fisk- og
Grillmarkaðnum.“
Hallgrímur Ólafsson,
leikari
Í skötuveislu
„Um helgina ætla ég að klára
jólin, ég á meðal annars eftir
að kaupa gjöf handa konunni.
Á sunnudaginn ætla ég að
borða skötu hjá Þresti Leó. Ég
fer alltaf í skötu til hans.“
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður
Útsending og fi tumæling
„Eftir að útsendingu lýkur á útvarpsþættinum
mínum liggur leiðin beint í fitumælingu. Ef útkoman
verður allt í lagi þá mun ég leyfa mér að fara í
vaðandi skötuveislu á Kringlukránni á sunnudaginn.
Þar ætlar öll fjölskyldan að koma saman og belgja
sig út af skötu. Svo er meiningin að rölta um
miðbæinn um kvöldið.“
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Aukapakkar
Allir geta lent í því á að-
fangadag að vinur krakkanna
birtist með pakka án þess
að það hafi verið skipulagt
fyrirfram og að gamall vinur
kíki inn með gjöf í hendi.
Til að bregðast við slíkum
aðstæðum borgar sig að eiga
innpakkaðar gjafir sem henta
börnum og fullorðnum.
ÓMISSANDI Á AÐFANGADAG
Flestar búðir skella
í lás klukkan tólf á
hádegi á aðfanga-
dag og þá er eins
gott að hafa un-
dirbúið hátíðina
vel og skynsam-
lega. Fréttablaðið
tók saman lista yfi r
nokkur atriði sem
vissara er að hafa
á hreinu áður en
hátíð gengur í garð.
Sokkabuxur
Það er óskemmtilegt
að rífa einu heilu
sokkabuxurnar í
húsinu á aðfangadag.
Til að lenda ekki
í slíku neyðar-
ástandi borgar
sig að eiga einar,
jafnvel tvennar,
aukasokkabuxur
sem fara við
jóladressið. Gaskútur
Hátíðarsteikin er komin í
ofninn og kartöflurnar malla
á hellunni – og gasið klárast.
Jólastemmingin ryki nú
sennilega út í veður og vind
ef þetta myndi gerast og eina
ráðið er: Að eiga auka gaskút.
Kerti
Kerti eru klassísk jólagjöf og
margir sem stinga þeim með
í pakkann. En það er líka
nauðsynlegt að eiga kerti á
heimilinu til að kveikja á á
aðfangadagskvöld.