Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 42
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Þegar Bjarni Júlíusson hætti sem formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 2007, eftir að hafa gegnt því starfi við góðan orðstír í þrjú ár, grunaði hann ekki að þremur árum seinna myndi hann snúa aftur til starfa fyrir félagið. Hann hugsaði ekki einu sinni út í það. Hann segist hafa skilið vel við félagið, enda hafi ekki annað verið hægt í því góð- æri sem ríkti þá. Félagið hafi átt tugi millj- óna króna í banka og eigið fé hafi verið vel á annað hundrað milljónir. „Allt var í lukk- unnar velstandi en svo kom hrunið,“ segir Bjarni. Árið 2010 var Bjarni beðinn um að taka við formennsku í félaginu á ný. „Staðan var orðin býsna slæm og við vildum leggja allt á okkur til þess að reyna að koma félaginu aftur á lappirnar,“ segir Bjarni. „Upphaflega ætlaði að ég bara að vera í eitt ár nú er ljóst að þau verða þrjú, því ég var endurkjörinn formaður á aðal- fundi félagsins í lok síðasta mánaðar. Þetta er hefur verið mjög erfið vegferð en ég er nokkuð viss um að Stangaveiðifélagið sé búið að ná vopnum sínum aftur og leiðin liggi upp á við. Það verður líka að gerast því félagið er afar mikilvægt og sérstakt. Það var stofnað árið 1939 af nokkrum vinum sem vildu veiða í Elliðaánum, mig minnir að stofnfélagarnir hafi verið 19 og síðan þá hefur það vaxið og dafnað og verið leiðandi í þessum geira. Ef maður lítur aftur, þá eru nú ekki mörg alvöru félög í íslensku þjóðfélagi sem stofnuð voru á fyrri hluta síðustu aldar sem enn eru starfandi. Fyrir nokkrum árum hefði maður til dæmis getað nefnt Eimskip og Landsbankann en það er nú varla hægt lengur því í dag eru þetta alls ekkert þau félög sem þau voru. Eftir stendur þó Stanga- veiðifélagið og þó við höfum gengið í gegn- um margvísleg áföll í tengslum við hrunið þá höfum við staðið þau af okkur og ætlum okkur að lifa þessar hremmingar allar af.“ Bjarni segir að þó tap hafi verið á rekstr- inum, þá hafi rekstur síðastliðins ár verið í ágætu standi og árið skili einum tíu millj- ónum til félagsins. „Við tókum okkur hins vegar til og hreins- uðum út síðustu dreggjar hrunins. Við afskrifuðum til dæmis allar vafasamar viðskiptakröfur og tókum hressilega til. Eftir þetta allt saman er eigið fé félags- ins orðið neikvætt um tæpar tíu milljónir króna og það verður að vinnast upp næsta ár. Við ætlum að byrja nýtt ár með algjör- lega hreint borð og ætlumst til þess að nú sé viðsnúningnum náð. Það er hins vegar alveg ljóst að við þolum ekki frekari áföll og ekki heldur að taka neina sénsa. Ég er alveg handviss um að þetta mun takast hjá okkur. Það er ekkert leyndarmál að síðustu ár hefur allur kraftur okkar farið í fjárhags- málin, og kannski á kostnað félagsþáttar- ins. Næstu misseri ætlum við að einbeita okkur að því, svo eftir verði tekið, að byggja félagsstarfið sjálft aftur upp.“ Áhættusamur rekstur Bjarni segir að rekstur félags eins og Stangaveiðifélagsins sé í eðli sínu áhættu- samur. „Oft erum við að leigja stórar og dýrar ár í þeim tilgangi að selja í þær veiðileyfi. Það má lítið út af bera og öll áhættan í þessum bransa í dag er á veiðileyfasalanum. Mér finnst það ósanngjarnt. Auðvitað eiga báðir aðilar, veiðileyfasalar og veiðiréttareigendur að axla þessar byrð- ar saman. Við tökum áhættuna af því að selja veiðileyfi og ef illa gengur þá berum við skaðann, gott og vel, það má alveg segja að það sé okkar mál. En svo tökum við jafn- framt áhættuna af því hvernig náttúran fer með árnar sem við erum að leigja. Nær- tækasta dæmið er síðasta sumar. Veiðin var einfaldlega skelfileg. Líklega var þetta lélegasta laxveiðisumar síðan árið 1930. Þegar það varð ljóst að laxinn væri ekki að ganga eins og venjulega þá brást auðvitað lausasala laxveiðileyfa því menn eru ekki að kaupa leyfi í á sem þeir vita að er algjörlega laxlaus. Og hver ber skaðann af því? Jú, við sem seljum veiðileyfin. Það er auðvitað ósanngjarnt. Mér finnst að menn eigi að axla þessa ábyrgð saman. Báðir aðilar þurfa að hafa hag af viðskiptasamstarfi ef það á að ganga upp. Ég vil reyndar taka það fram að margir af okkar viðsemjendum sýndu okkur skilning og komu til móts við okkur þegar á bjátaði í hruninu. Margir þeirra gáfu til dæmis eftir samningsbundnar vísi- töluhækkanir á árleigum og það var mikill drengskapur í því fólginn.“ Keyptu leyfin og spurðu sjaldan um verð Verð á laxveiðileyfum er komið í hæstu hæðir að mati Bjarna. „Ég held ég geti fullyrt að verð laxveiði- leyfa sé í sögulegu hámarki í dag. Þau hafa líklega tvöfaldast að raungildi á síðustu tveimur áratugum. Veiðileyfin hækkuðu líklega hvað mest í aðdraganda hrunsins Ég hef aldrei orðið var við jafnmikla undiröldu meðal veiði- manna og síðasta sumar. Þeir höfðu samband við mig í tugatali og sögðu að nú væru þeir hættir – þetta væri bara orðið of dýrt. Bjarni Júlíusson Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur Bjarni Júlíusson er borinn og barn- fæddur Grundfirðingur þó seinna hafi hann flutt á mölina eins og sagt er. „Ég er Grundfirðingur í húð og hár,“ segir Bjarni. „Það var sérstaklega gaman að alast upp á Grundarfirði ekki síst vegna þess að þar er mikið af skemmti- legum veiðikostum og stutt að fara í góða veiði, auk þess sem bryggjan var stunduð óspart. Pabbi var og er mikill veiðimaður. Hann stundaði bæði silungs veiði og laxveiði og við systkinin, sem vorum reyndar tvö á heimilinu þá, vorum mjög ung þegar við vorum fyrst dregin með. Ég held ég hafi verið sex ára þegar ég fór í fyrsta laxveiðitúrinn en það var í Svartá í Húnavatnssýslu. Sjö ára veiddi ég síðan minn fyrsta lax í Svartá. Veiðistaðurinn var Blóti og hann var 19 pund. Það leið nærri hálf öld þar til ég landaði stærri laxi! Eins og margir vita er mikil og góð silungsveiði fyrir vestan. Við strák- arnir vorum mjög ungir þegar við fyrst fórum að veita því athygli þegar sjóbleikjan og sjóbirtingurinn voru að hnusa af æti við ströndina og árósana og að sjálfsögðu köstuðum við agni fyrir þann fisk. Við fórum einnig mikið í vötnin við Vatnaleiðina eins og Hraunsfjarðarvatn og Baulárvallavatn en sérstaklega var farið í Selvallavatnið. Þarna eyddum við guttarnir óteljandi dögum yfir sumarið. Þannig byrjaði mín veiðimennska og hún er búin að standa svo til óslitin síðan ef frá eru talin árin frá 1982 til 1985 þegar ég var í námi í Flórída í Bandaríkjunum.“ VEIDDI FYRSTA LAXINN SJÖ ÁRA GAMALL Stangardagur: Einn dagur í veiði. Einn stangardagur jafngildir 12 tíma veiði. Í langflestum ám er veitt frá klukkan 7 til 13 og 16 til 22. Verð í ám miðast gjarnan við stangardaga eða þann kostnað sem það kostar að veiða á eina stöng í einn dag. Algengt er að veiðifélagar skipti einni stöng á milli sín til að minnka kostnað við veiðiferð. Jaðartími: Ódýrustu dagarnir í tiltekinni á. Jaðartímarnir eru oftast í byrjun sumars og lok sumars, til dæmis í júní og septem- ber. Jafnan er dýrast að veiða í júlí og ágúst. Veiðiréttareigandi: Sá sem á hlutdeild í veiðivatni (hlunnindi). Við stórar ár liggja margar jarðir og því eru margir veiðiréttareigendur sem skipta á milli sín arði af leigu árinnar. Algengast er að veiðiréttar- eigendur leigi ár sínar til veiðileyfasala eins og til dæmis Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Veiðileyfasalar: Félög eða fyrirtæki sem leigja á af veiðiréttareigendum. Þessi félög eða fyrirtæki selja síðan veiðileyfi til veiðimanna. Dæmi eru um að veiðiréttar- eigendur sjái sjálfir um sölu veiðileyfa. ➜ Skýringar á nokkrum hugtökum Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Mikil undiralda er meðal veiðimanna enda hefur verð á veiðileyfum hækkað mikið. Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, ræðir stöðu mála í laxveiðinni, netaveiði og fjárhagsstöðu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.