Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 44

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 44
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 Töluverðar deilur hafa verið um netaveiði í Ölfusá og Hvítá en í þá síðarnefndu renna margar góðar laxveiðiár eins og Sogið, Stóra-Laxá og Tungufljót. Stangaveiðimenn eru almennt mjög mótfallnir þessari veiði. „Það hefur staðið styr um netaveiðar í fimmtíu til sextíu ár,“ segir Bjarni Júlíusson. „Við verðum samt að átta okkur á því að netaveiði- bændur eiga þennan rétt – þeir mega veiða í net samkvæmt lögum og það ber að virða. Það er samt mín skoðun að það sé tímaskekkja að draga net fyrir neðan margar af bestu laxveiðiám landsins. Árið 2004 ákváðum við að SVFR kæmi inn og myndi leigja netin af bændum við Ölfusá og Hvítá og þegar best var leigðum við, ásamt öðrum, 60 til 70 prósent af lögnunum á svæðinu eða öllu heldur lögnunum sem voru með 60-70% veiðinnar. Þetta hafði þau áhrif að veiðin á svæðinu jókst og í Soginu jókst hún ekki bara, hún margfaldaðist. Síðustu ár höfum við haldið að okkur höndum einfaldlega vegna þess að við höfum ekki haft efni á því að standa í þessu einir eða því sem næst – að leigja netin. Í mínum huga er lausnin á þessu ekki flókin. Veiðifélag Árnesinga verður að leysa þetta innan sinna vébanda. Það er auðvitað eina rétta framtíðarlausnin. Það sem ég er ósáttur við er misræmið milli stangaveiði- manna og netaveiðimanna. Við stangaveiðimenn höfum gengist undir alls konar takmarkanir undanfarin ár. Það er víða búið að setja kvóta, takmark- anir á agni og sums staðar er mönnum gert að sleppa öllum laxi. Netaveiðimenn halda hins vegar sjó – án takmarkana. Ef menn vilja ekki leggja netaveiðina af, sem væri auðvitað skynsamlegast, væri þá ekki að minnsta kosti hægt að takmarka með einhverj- um hætti afla í net? Stytta tímabilið enn frekar eða setja kvóta á veiðina?“ – á hrunadansárunum. Þá jókst eftirspurnin eftir dýru leyfunum mikið. Íslenska krónan var mjög sterk og það var hreint og beint dýrt fyrir útlendinga að veiða hér á þessum árum. Íslensk fyrirtæki, bankarnir og fjár- glæfrastofnanirnar, án þess að ég sé að kenna þeim einum um, leiddu því þessar hækkanir – ekki útlendingarnir. Þessi fyrirtæki keyptu hvert einasta laxveiðileyfi sem var falt og spurðu sjaldn- ast um verð. Laxveiði á Íslandi eru takmörkuð gæði og á þessum árum var eftirspurnin einfald- lega meiri, og það miklu meiri, en framboðið sem varð til þess að verð til veiðiréttareigenda hækkaði og dýrara varð að leigja árnar.“ Íslendingar bera markaðinn uppi „Ég hugsa að verð veiðileyfa hafi síðan lækkað að raungildi um 10-15 prósent á árunum eftir hrun, árin 2009 og 2010. En þá var krónan hrunin og skyndilega jókst kaupmáttur erlendra veiði- manna gríðarlega. Þeir tóku því upp slakann og í krafti þeirrar eftirspurnar hækkaði verðið á dýrustu tímunum aftur og veiði- réttareigendurnir fóru tiltölulega létt út úr hruninu. Nú held ég að verð á laxveiði sé einfaldlega í sögulegu hámarki hérlendis. Ég ætla samt að leyfa mér að vara veiðiréttareigendur við þessari stöðu. Erlendu veiðimennirnir eru ekki lausnin fyrir veiðirétt- areigendurna því þeir kaupa nán- ast eingöngu leyfi á besta tíma. Erlendir veiðimenn kaupa sjaldan leyfi á svokölluðum jaðartíma eða ódýrustu veiðileyfin. Lax- veiðitímabilið á Íslandi er um 100 dagar og þar af er þessi besti tími sennilega ekki nema 30-40 dagar. Þegar á heildina er litið verður markaðurinn alltaf borinn uppi af íslenskum veiðimönnum. Það er okkur öllum hollt að gera okkur grein fyrir því, bæði veiðileyfa- sölum og veiðiréttareigendum. Íslenskir veiðimenn kaupa senni- lega um 2/3 af öllum laxveiði- leyfum á landinu ár hvert. Vissu- lega eru þetta að jafnaði ódýrari leyfi, en magnið er slíkt að ef íslenskir segja „nei takk, við erum hættir“ þá er markaðurinn í heild sinni í gríðarlegum vanda. Þetta gerðist síðastliðið sumar, erlendu veiðimennirnir keyptu sín leyfi með löngum fyrirvara en þeir íslensku, sem oft kaupa leyfi með skömmum fyrirvara, áttuðu sig á aflabrestinum og það seldist ekki ein stöng hjá okkur frekar en nokkrum öðrum veiðileyfasala eftir að veiðihrunið kom í ljós.“ Gríðarlegrar óánægju gætir meðal veiðimanna með verð þróun laxveiðileyfa. „Ég hef aldrei orðið var við jafnmikla undiröldu meðal veiði- manna og síðasta sumar,“ segir Bjarni. „Þeir höfðu samband við mig í tugatali og sögðu að nú væru þeir hættir – þetta væri bara orðið of dýrt. Þetta höfðum við hjá Stangaveiðifélaginu á bak við eyrað þegar við vorum að endurskoða verð á leyfum fyrir næsta sumar. Ég tel að við höfum brugðist nokkuð vel við, því af 21 laxveiðiá sem við seljum leyfi í þá er verðið óbreytt í níu. Hin svæðin eru flest að hækka á hóg- væru nótunum, svona í samræmi við vísitölu. Ég tel því að við höfum náð að standa ágætlega á bremsunni.“ Helgarferð til London ódýrari Bjarni segist persónulega ekki hafa efni á því að fara í laxveiði í flottri á á besta tíma, frekar en flestir Íslendingar. „Verð á laxveiðileyfum er ein- faldlega orðið alltof hátt,“ segir Bjarni. „Það eru svo margir aðrir afþreyingarkostir í boði fyrir fólk að þeir sem aðild eiga að þessum veiðileyfamarkaði hljóta að þurfa að staldra við og hugsa hvort þessi þróun sé í lagi. Fyrir hátt í tuttugu árum ákváðum við sex vinahjón að fara í Hítará saman og viðmiðið var það að veiðiferðin fyrir hverja fjölskyldu mátti kosta svipað og helgarferð til London. Við fórum á besta tíma í júlí og þetta kostaði 120 þúsund krónur fyrir hver hjón – matur, uppihald og veiði. Í dag kostar þessi sama veiðiferð 600 þúsund krónur en helgar- ferðin til London kostar innan við 200 þúsund. Við erum löngu hætt og skoðum aðra miklu ódýrari kosti. Þetta er ekki í lagi.“ Ímynd stangveiðinnar er löskuð Bjarna finnst það miður hvernig umræðan um hin dýru laxveiði- leyfi hefur tekið yfir og skemmt ímynd stangveiðinnar. „Fyrir mér á þetta að vera hollt og gott fjölskyldusport,“ segir Bjarni. „Þetta er útivist, náttúruskoðun og eitthvað sem allir Íslendingar eiga að geta stundað með fjölskyldunni. Þannig var þetta, þannig var ég alinn upp og ég veit ekkert skemmtilegra en að fara með konunni minni og börnum í veiði, veiða hóflega og geta svo grillað silunginn eða laxinn í lok veiðiferðarinnar með fólkinu mínu. Við verðum að tryggja að það verði hægt um ókomna tíð og það gerum við með því að efla félagsþáttinn í veiðinni og tryggja að aðilar eins og Stangaveiðifélag Reykjavíkur geti haldið áfram sínu góða upp- byggingar- og félagsstarfi.“ Fluttir á árbakkann í Elliðaárdal Fyrir tæpum áratug fékk SVFR úthlutað lóð í Elliðaárdal til að byggja húsnæði eða félags- heimili fyrir starfsemina. „Sem betur fer varð ekki af þeim hugmyndum,“ segir Bjarni, „en hugur félagins leitaði alltaf í dalinn, þar er jú uppruni félagsins og okkar lyk- ilá. Þegar okkur bauðst húsnæði á árbakkanum þá gátum við ekki slegið hendinni á móti því, við seldum húsnæði okkar á Háaleitis brautinni, greiddum niður skuldir og leigjum þessa fínu aðstöðu af Orkuveitunni í dag. Auðvitað er eftirsjá að gamla staðnum, þar vorum við í nærri hálfa öld, en húsnæðið var kannski ekki mjög hentugt fyrir starfsemina og þessi leið er einfaldlega hagkvæmari.“ Fyrr í haust hafnaði Veiðifélag Norðurár ósk Stangaveiðifélags Reykjavíkur um lækkun á leigu- verði. Í kjölfarið var áin boðin út og er það ferli nú í gangi. Stanga- veiðifélagið mun skila inn tilboði en ef félagið fær ekki ána er ljóst 66 ára samstarfi Stangaveiði- félagsins og Veiðifélags Norðurár er lokið í bili. „Ef við verðum undir í útboðinu þá yrði það mjög slæmt,“ segir Bjarni. „Norðurá hefur að mörgu leyti verið flagg- skip Stangaveiðifélagsins en það gætu svo sem aðrar ár tekið við því hlutverki eins og Langá, með sína glæsilegu aðstöðu alla, nú eða Nessvæðið í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og fræg stórlaxaá. Síðan erum við auðvitað með flotta kosti eins og Hítará og Laxá í Dölum. Það er hins vegar annað sem skiptir líka miklu máli í sambandi við Norðurá og það er sú staðreynd að þar eru margir stangardagar sem við getum boðið félags- mönnum. Ef við missum þá daga þá lækkar auðvitað hlutfall stangardaga á félagsmann og þá þurfum við einhvern veginn að bæta við til þess að halda ákveðnu framboði af laxveiði okkar fólk. Þetta munum við fara yfir eftir að ljóst er hver niður- staða útboðsins verður.“ ➜ Stangaveiðifélagið gæti misst Norðurá NORÐURÁ Bjarni Júlíusson við veiðar í Norðurá hinn 5. júní síðasta sumar þegar áin opnaði. Myndin er tekin við Laxfoss, sem er skammt frá veiðihúsinu, en Bjarni sést hér kasta á veiðistað sem nefnist Brotið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MIKIÐ Á SIG LAGT Þessi mynd er þegar orðinn fræg en hér sést Bjarni bókstaflega stökkva á eftir fyrsta laxinum sem veiddist í Norðurá síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hrunið lék Stangaveiðifélag Reykjavíkur grátt en færri vita að félagið var næstum farið á hausinn fyrir fjörutíu árum. „Á erfiðleikaárunum í kringum 1970 stóð Stangaveiðifélagið fyrir húsbyggingu við Grímsá,“ segir Bjarni Júlíusson. „Veiðihúsið sem þar stendur var sem sagt alfarið reist á reikning SVFR og reyndist það félaginu afar þungbær fjárfesting. Eftir þessa stórfram- kvæmd var félagið í rauninni tæknilega gjaldþrota en það tókst að bjarga því fyrir horn. Stjórnarmenn og velvildarmenn gengust þá í persónulegar ábyrgðir fyrir félagið. Málin voru svo gerð þannig upp að félagið fram- seldi húsið til veiðiréttareigendanna í skiptum fyrir leigu á ánni í nokkur ár.“ VEIÐIHÚS SETTI SVFR NÆSTUM Á HAUSINN ➜ Veltir hálfum milljarði Stangaveiðifélag Reykjavíkur er nærri 74 ára gamalt og hefur verið einn stærsti aðilinn á íslenskum veiðileyfamarkaði undanfarna áratugi. Í félaginu eru nú um fjögur þúsund félagsmenn, veltan er um hálfur millj- arður og félagið hefur haft um 25-35 prósent af íslenskum laxveiðileyfum innan sinna vébanda. Netaveiði er tímaskekkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.