Fréttablaðið - 22.12.2012, Blaðsíða 50
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50
★★★★★
Illska
Eiríkur Örn Norðdahl
Fróðleg, skemmtileg, sorgleg og fyndin.
Hún miðlar sagnfræði, ástarsögu,
heimspeki legum pælingum og gaman-
málum … (hér vantar meira pláss). Allt
er þetta svo vel gert, frumlegt og flott
að það er eiginlega óhugnanlegt. þhs
★★★★★
Paintings/Málverk
Eggert Pétursson
Afar vel heppnuð og falleg bók, sem spi-
lar með sérvisku listamannsins. þb
★★★★★
Ólíver
Birgitta Sif
Falleg saga um ímyndunaraflið, góða vini
og börn sem eru svolítið sérstök. bhó
★★★★★
Ósjálfrátt
Auður Jónsdóttir
Ég er eiginlega orðlaus yfir þessari
margslungnu, fögru og fyndnu sögu. Því
leita ég í smiðju kollega minna og segi
bara: Konfekt og perla og nístandi falleg
bók! þhs
★★★★★
Hér vex enginn sítrónuviður
Gyrðir Elíasson
Klassískur Gyrðir með myrkum húmor,
sterkri ádeilu og ógleymanlegu mynd-
máli. fsb
★★★★★
Stuð vors lands
Dr. Gunni
Vandað og vel unnið yfirlitsrit yfir
íslenska tónlist. Sérstaklega skemmtileg
bók. kóp
★★★★★
Suðurglugginn
Gyrðir Elíasson
Yndisleg bók, klæðskerasniðin að smekk
þeirra sem hafa smekk fyrir verkum
Gyrðis Elíassonar. Nú mega jólin sko
koma fyrir mér. þhs
★★★★
Hvítfeld
Kristín Eiríksdóttir
Frábær skáldsaga um íslenska
fjölskyldu, sannleika og lygi. jyj
★★★★
Íslendingablokk
Pétur Gunnarsson
Fádæma vel skrifuð saga, leiftrandi af
húmor, mannskilningi og hlýju en með
grafalvarlegum undirtóni. fb
★★★★
Hrafnsauga
Kjartan Yngvi Björnsson og
Snæbjörn Brynjarsson
Sígild fantasía sem á eftir að heil-
la lesendur sem kunna að meta
Hringadróttinssögu. bhó
★★★★
Rómantískt andrúmsloft
Bragi Ólafsson
Ansi hreint góð ljóðabók, þar sem allir
bestu kostir skáldsins Braga Ólafssonar
njóta sín. þhs
★★★★
Hreint út sagt
Svavar Gestsson
Vel skrifuð bók eftir stjórnmálamann
sem lifað hefur tímana tvenna en
eftirminnilegastar eru frásagnir úr æsku
höfundar. bþs
★★★★
Spádómurinn
Hildur Knútsdóttir
Skemmtilega skrifað og frumlegt
ævintýri, sem tekst á við flóknar og
erfiðar spurningar um hvað felst í því
að vera hetja. bhó
★★★★
Ást í meinum
Rúnar Helgi Vignisson
Eitt best heppnaða smásagnasafn sem
komið hefur út lengi. Vel byggðar, vel
skrifaðar og vel hugsaðar sögur sem
snerta lesandann djúpt. fsb
★★★★
Sagan af klaustrinu á Skriðu
Steinunn Kristjánsdóttir
Fróðleg og persónuleg frásögn af
merkum fornleifarannsóknum sem
varpa nýju ljósi á söguna. jyj
ÍSLENSKA BÓKAÁRIÐ
Sjö íslenskar bækur fengu fullt hús stiga hjá gagnrýnendum Fréttablaðsins, sem höfðu í nógu að snúast í því að dæma bækur á árinu
sem er að líða enda öfl ug útgáfa bóka af margvíslegu tagi. Hér fylgir yfi rlit stjörnugjafar á íslenskum bókum sem dæmdar voru í Frétta-
blaðinu, alls 59 bækur. Stærstur hluti bókanna fékk þrjár stjörnur, eða 22, en einungis einn einnar stjörnu dómur birtist.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR