Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 54

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 54
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 54 Vilhjálmur Hernandez rekur Hnefaleikastöð-ina og Hnefaleikafélag-ið Æsi ásamt unnustu sinni, Sólveigu Gunn-arsdóttur. Vilhjálmur er mexíkóskur í aðra ættina. Faðir hans er mexíkóskur og gegndi her- skyldu hér á landi í skamman tíma á áttunda áratugnum, og þaðan er eftirnafnið komið. Hnefaleikar hafa verið hans helsta áhugamál frá ungum aldri og er hann sjálf- lærður í íþróttinni, enda var bann- að að stunda íþróttina hér á landi allt til ársins 2002. „Maður var aðallega í lyfting- um þegar maður var ungur og æfði svo hnefaleika þess á milli. Menn æfðu saman í felum, þó ég hafi ekki verið mikið í því, því annars var hætta á að lögregl- an kæmi og fjarlægði púðana,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann hafði ekki æft íþróttina í nokkurn tíma þegar sonur hans, þá fjögurra ára gamall, fór að verða til vandræða á leikskólanum. Vilhjálmur ákvað að prófa að leysa vandann með hnefa- leikum. „Hann var svolítið skapstór og ég ákvað að prófa að sjá hvort boxið gæti hjálpað honum. Ég hafði nefnilega séð heimildarmynd um hvernig hnefaleikar nýttust til að hjálpa bandarískum krökkum með hegðunarvandamál til að snúa við blaðinu. Ég leyfði syni mínum að boxa í púða og „mitsa“, hann fékk útrás þannig.“ Hnefaleikar kenna aga Vilhjálmur hefur mikinn áhuga á að starfa með börnum og ung- lingum sem af ýmsum ástæðum hafa lent upp á kant við samfé- lagið. Hann vinnur nú að því að þróa verkefni að erlendri fyr- irmynd í samstarfi við Þórð Sævars son, íþróttafræðing og hnefaleikaþjálfara á Akranesi. „Þetta hefur reynst mjög vel bæði í Bretlandi og Bandaríkj- unum og þetta hefur öfug áhrif við það sem margir mundu ætla. Í hnefaleikum læra unglingar aga og sjálfsstjórn og fá um leið nauðsynlega útrás. Ég hef feng- ið til mín krakka sem hafa verið í neyslu og líf þeirra hefur tekið u-beygju eftir að þeir kynntust boxinu. Það sama má segja um krakka sem hafa orðið fyrir ein- elti. Þeir finna sig kannski ekki í hópíþróttum eins og fótbolta eða handbolta og þá hentar boxið vel. Þó þetta sé einstaklingsíþrótt þá myndast alltaf mjög góður andi innan hópsins. Þetta er það sem ég hef mest gaman af; unglinga- starfið.“ Unglingastarfið hjá Hnefa- leikastöðinni er sérlega öflugt og á sér einnig stað utan æfingatíma því hóparnir hittast gjarnan og fara í kvikmyndahús, keilu eða út að borða. Fáar konur stunda íþróttina hér á landi en að sögn Vilhjálms hafa unglingsstúlkur tekið aðeins við sér undanfarið. Krakkarnir sem æfa hjá Hnefa- leikastöðinni koma víða að, mörg koma úr Breiðholti, önnur úr Mosfellsbæ, Grafarvogi, Árbæ og Kópavogi. Tyson er villidýr Hnefaleikar eru íþrótt sem gjarn- an er litin hornauga. Margir ímynda sér að þeir sem stunda íþróttina séu húðflúraðir hrottar sem beiti aðra ofbeldi. Að sögn Vil- hjálms er þetta mikill misskilning- ur. „Hnefaleikar hafa þessa ímynd; að þetta sé stórhættuleg íþrótt. En fólk slasast ekki mikið í ólymp- ískum hnefaleikum og þeir sem stunda íþróttina eru jafnan ekki ofbeldisfullir. Bandarísku atvinnu- mennirnir hafa kannski ýtt undir þessa ímynd, til dæmis menn á borð við Tyson, sem er hálfgert villidýr. Ólympískt box snýr meira að tækni, hanskarnir eru mýkri og loturnar eru miklu færri. Loturn- ar eru ekki nema þrjár hjá okkur en þær eru tólf mínútur í atvinnu- mennskunni.“ Í byrjun nóvember fór Hnefa- leikafélagið Æsir með nítján keppendur til Gautaborgar í Sví- þjóð til að taka þátt í ACBC-hnefa- leikamótinu, sem er annað stærsta hnefaleikamót í heimi. Hópurinn kom heim með fern silfurverðlaun og hlaut Valgerður Guðsteinsdótt- ir gullverðlaun í sínum þyngdar- flokki á mótinu. Inntur eftir því hvað þurfi til að ná árangri í hnefaleikum segir Vilhjálmur það vera þrautseigju. Aðrir mikilvæg- ir eiginleikar eru hraði, úthald og jafnvægi. „Það er sagt að það taki fimm ár að ná góðum tökum á íþróttinni en það er mjög einstaklingsbundið og fer eftir bakgrunni hvers og eins. Sumir verða mjög góðir á aðeins nokkrum mánuðum, aðrir þurfa lengri tíma. Það er mikill mis- skilningur að maður þurfi að vera massaður til að ná árangri, oft er erfiðast að kenna þessum mössuð- ustu því það fara margir mánuðir í að fá þá til að slaka á og nýta kraft- inn úr líkamanum og ekki vöðvun- um. Tæknin byrjar í tánum og nær alla leið upp í hanskann þannig að það er mikil ranghugsun að þú þurfi að vera helmassaður og stór og sterkur til að ná árangri í boxi. Þær týpur þola yfirleitt ekki lengi við og eru búnar á því eftir tuttugu sekúndur,“ útskýrir hann. Íþrótt á uppleið Á Íslandi starfa fimm hnefaleika- félög og segir Vilhjálmur samstarf þeirra vera gott. Íþróttin er enn ung og félögin fá og því fá kepp- endur ekki mörg tækifæri til að spreyta sig innan hringsins. Vil- hjálmur segir íþróttina þó á upp- leið og að hér megi finna margt efnilegt hnefaleikafólk. „Við höfum farið út og keppt á móti félögum sem eiga sér hundr- að ára gamla sögu og það er auð- vitað mikill gæðamunur þar á milli. Munurinn liggur helst í því að íslensku boxararnir eyða meiri tíma í æfingar en þessir erlendu og eru því oft teknískari í hringn- um. Þessir erlendu fá aftur á móti fleiri tækifæri til að keppa og eru því komnir með mikla reynslu í hringnum. Gunnar Kolbeinn Krist- insson æfir hjá okkur og hann var fyrsti íslenski boxarinn sem keppti á heimsmeistaramóti í hnefaleik- um. Hann er á góðri leið með að verða fyrsti alvöru boxarinn héðan sem mun standa sig á erlendri grundu, það er bara tímaspurs- mál hvenær hann fer að keppa við þá bestu.“ Byrjar daginn snemma Vilhjálmur á þrjú börn, dótturina Amöndu sem verður tvítug í janúar, soninn Kristófer Aron sem er fimm- tán ára og loks Natalíu Laufeyju, tveggja og hálfs árs gamla, sem hann á með Sólveigu. Sólveig er við- skiptafræðingur að mennt og með- eigandi að Hnefaleikastöðinni auk þess sem hún starfar hjá hönnunar- fyrirtækinu Scintilla. Það mætti því kalla Hnefaleikastöðina fjölskyldu- fyrirtæki. Að sögn Vilhjálms geng- ur reksturinn vel en vinnudagarnir geta orðið langir. „Ég byrja að þjálfa klukkan sex á morgnana og þjálfa til hálfellefu. Þá kemur hlé og svo mæti ég aftur klukkan þrjú og er til níu á kvöldin. Laugardagarnir eru styttri og svo reyni ég að eiga frí á sunnudögum,“ segir hann. Inntur eftir því hvort hann finni ekki til þreytu eftir svo langan dag svarar Vilhjálmur neitandi. „Nei, maður verður ekki þreyttur af að gera það sem manni þykir gaman. Love what you do and do what you love, the rest is easy,“ segir hann að lokum. Sara McMahon sara@frettabladid.is Engir hrottar í hnefaleikum Vilhjálmur Hernandez rekur Hnefaleikastöðina ásamt unnustu sinni, Sólveigu Gunnarsdóttur. Hann segir að lítið sé um slys í hnefaleikum og að sú neikvæða ímynd sem íþróttin hafi sé helst byggð á misskilningi. MISSKILIN ÍÞRÓTT Vilhjálmur Hernandez rekur Hnefaleikastöðina. Hann hefur æft íþróttina lengi og segir hnefaleika alls ekki hættulega íþrótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.