Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 56
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 56 Heima hjá Guðrúnu Sverrisdóttur hjúkr-unarfræðingi er einstakt jólaskraut á borði. Iðnó í jólaskrúða unnið í gips með leikhússtjóra og leikstjóra uppi á þaki en leikara í ýmsum hlutverkum á stéttinni umhverfis. Allt fólkið er úr vöfðum pípuhreinsurum og í sérsaumuðum fötum og merkt nafni. Litlir stólar eru búnir til úr öskjum undan plástrum og öðrum afgöngum. Tjörnin, gerð úr spegli, gerir myndina enn raunverulegri en ella. Hvernig skyldi hún hafa fengið þessa hugmynd? „Ég þekkti lítillega til Magnúsar Geirs í gegnum dóttur mína Sólveigu, sem er leikkona. Við vorum stödd í Iðnó og þá kom andinn yfir mig í fallega húsinu með sálina. Ég ákvað að búa til Iðnó, skera það út með skurðstofuhnífi og gipsa það með hvítum gipsaf- göngum. Í fyrstu ætlaði ég eingöngu að búa til húsið sjálft ásamt leikstjórum liðinna ára. Þá var mér hugsað til æskuáranna heima hjá mömmu minni. Ég og Einar bróðir vorum sett í bað, háttuð ofan í drif- hvít sængurföt með útilykt og hækkað í útvarpinu. Leikrit laugardagskvöldsins voru að hefjast. Ég þekkti allar raddir leikaranna í útvarpinu frá barns- aldri, þessar raddir urðu vinir mínir.“ Sumir í gipsi, aðrir í fatla Reyndar kveðst Guðrún hafa byrjað á jólahúsi fyrir slysa- og endurkomudeild Borgarspítalans, fyrir svona 15 til 20 árum, úr gipsafgöngum og afklipp- um. Síðan hafi hún búið til hjúkkur, lækna, ritara og starfsstúlkur úr pípuhreinsurum og saumað föt og kappa. „Allir voru merktir með nafni,“ lýsir hún. „Sjúklingarnir sem prýddu sjúkrahúsið voru jóla- sveinar, sumir í gipsi, aðrir í fatla.“ Styttra er síðan Guðrún réðist í leikhúsverkefnið stóra sem hér birtast myndir af. Það kostaði hana nokkurra mánaða vinnu enda eru persónurnar milli sextíu og sjötíu talsins og eru sumar sóttar allt aftur til aldamótanna 1900. „Mig langaði bara að minnast leikaranna og þakka fyrir mig,“ segir hún. Þessar raddir urðu vinir mínir Þegar Guðrún Sverrisdóttir hjúkrunar- fræðingur var lítil hlýddi hún á laugar- dagsleikritin í útvarpinu og þekkti raddir allra helstu leikara þjóðarinnar. Í þakklætisskyni fyrir þessar stundir og líka af virðingu fyrir hinu aldna leikhúsi Iðnó bjó hún til eft irlíkingu af húsinu úr gipsi og setti leikhúsfólkið upp á þak og allt um kring. SKÖPUNARVERKIÐ OG HÖFUNDURINN „Ég ákvað að búa til Iðnó, skera það út með skurðstofuhnífi og gipsa það með hvítum gipsafgöngum,“ segir Guðrún sem ekki lét staðar numið þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ROMMÝ Erlingur Gíslason og Guðrún Ásmundsdóttir sitja saman og spila rommý. Í RÚMINU Alfreð Andrésson og Inga Laxness eru saman í gipsrúmi í „Góðir eiginmenn sofa heima“. Rúminu fylgir koppur og þvagflaska. LEIKARAFJÖLSKYLDAN Steindór Hjörleifsson og Margrét Ólafs- dóttir með dótturina Ragnheiði á milli sín. LEIKHÚSIÐ VIÐ TJÖRNINA Iðnó horfir upp og niður í speglinum sem túlkar Tjörnina. OFVITANS MINNST Jón Hjartarson situr með ofvitann í fanginu. FRÆNKA CHARLEYS Árni Tryggvason situr með frænku Charleys í fanginu. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is THE DAISY COLLECTION
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.