Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 60
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 60 1. Steinbítur með beikoni og svörtum ólífum, borinn fram með volgu spínatsalati Handa 4 Sparilegur fiskréttur sem má framreiða við hin ýmsu tækifæri, svo sem á jólum eða þegar von er á góðum gestum. Í staðinn fyrir steinbít má nota keilu eða blálöngu. Um 800 g steinbítsflak, skorið í tvennt langsum 100 g grískar svartar ólífur, stein- lausar 1 rósmaríngrein ½ tsk. kummin 1 msk. ólífuolía Fínrifinn börkur af ½ sítrónu 10-12 sneiðar beikon 2 msk. ólífuolía og smávegis til viðbótar 600 g spínat Handfylli af rúsínum 70 g furuhnetur Salt og svartur pipar Hitið ofninn í 190˚C. Maukið saman ólífur, rósmarín- nálar, kummin, ólífuolíu og sítrónubörk. Smyrjið maukinu á annan flakhelminginn og leggið hinn yfir. Vefjið beikonsneiðum utan um flökin og festið saman með tann stönglum eða slátur- garni. Penslið beikonið með smávegis af ólífuolíu. Setjið fiskinn í eldfast mót og bakið í miðjum ofninum 18-25 mínútur, tíminn fer eftir þykktinni á flakinu. Setjið ofninn á grill og bakið fiskinn í 2 mínútur til viðbótar eða þar til beikonið fær á sig fallegan steikarlit. Soðið af fiskinum má nota í sósu. Fitunni er fleytt ofan af soðinu og það mýkt með 150 ml af sýrðum rjóma eða 75 ml af vatni. Setjið smávegis af ólífuolíu á pönnu og mýkið spínatið ásamt rúsínum og furu- hnetum. Berið fiskinn fram með spínatsalatinu. Saltið og piprið. 2. Panettone Handa 8-10 Panettone er ítalskt bakkelsi sem er gjarnan borðað í kringum jólahátíðina og sómir sér vel á veisluborðinu. Það er bakað með rúsínum, sítrus- berki og stundum súkkulaði- bitum. Í staðinn fyrir rúsín- urnar er hægt að nota 100 g af grófsöxuðu 56% súkkulaði. Gott er að sáldra smávegis af flórsykri yfir brauðið áður en það er borið fram. 4 msk. volg mjólk 2½ tsk. ger 50 g sykur 420 g prótínríkt hveiti ½ tsk. salt 125 g rúsínur Fínrifinn börkur af 2 appelsínum og 2 sítrónum 100 g smjör, mjúkt 3 stór egg, léttþeytt 1 msk. smjör, brætt til penslunar Smyrjið hátt kökumót sem tekur að minnsta kosti 1,5 lítra. Hitið mjólkina upp í u.þ.b. 37˚C. Blandið gerinu ásamt 1 msk. af sykri saman við og látið standa í 10 mín- útur. Setjið hveitið í stóra skál ásamt afganginum af sykrinum, salti, rúsínum og sítrusberki. Hnoðið smjörið saman við. Þeytið egg og ger- blöndu saman og hellið yfir hveitið. Hrærið og hnoðið þar til deigið verður mjúkt. Bætið við meiri mjólk eða hveiti ef þarf. Breiðið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast á hlýjum stað þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Það ætti að taka 60 mínútur. Hnoðið deigið þá aftur og setjið í kökumótið. Leggið plastfilmu lauslega yfir deigið og látið það hefast aftur í 60 mínútur. Hitið ofninn í 190˚C. Penslið deigið með bræddu smjöri. Bakið brauðið í 40 mínútur, eða þar til það er orðið gullinbrúnt. Gott er að leggja álpappír lauslega yfir mótið á meðan brauðið bakast til að yfir- borðið dökkni ekki of mikið. 3. Hnetuostakökur Þessar ostasmákökur eru sérlega góðar til að narta í með góðum drykk. Osta- og hnetubragðið er kraftmikið og gott og ekki skemmir cayenne-piparinn fyrir. Um 30 kökur 100 g bragðsterkur ostur, rifinn 100 g hveiti Ögn af salti 100 g smjör, mjúkt ¼ tsk. cayenne-pipar 75 g blandaðar hnetur, saxaðar Hitið ofninn í 180˚C. Leggið bökunarpappír á tvær bökunarplötur. Setjið allt hráefnið í eina skál en skiljið svolítið af hnetunum eftir til þess að dreifa yfir kökurnar áður en þær eru bakaðar. Hrærið lauslega saman og hnoðið svo áfram í hönd- unum. Rúllið deiginu upp í lengju, skerið hana í bita á stærð við valhnetur og raðið á bökunar- plötuna. Stráið hnetunum sem teknar voru frá yfir kökurnar og pressið þær létt ofan í deigið. Bakið í 20–25 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar ljósgullnar. Kælið kökurnar á kökugrind. ➜Panettone er ítalskt bakkelsi sem er gjarnan borðað í kringum jóla- hátíðina og sómir sér vel á veisluborðinu. Það er bakað með rúsínum, sítrusberki og stundum súkkulaðibitum. Í staðinn fyrir rúsínurnar er hægt að nota 100 g af gróf- söxuðu 56% súkkulaði. Gott er að sáldra smá- vegis af flórsykri yfir brauðið áður en það er borið fram. JÓLAHEFÐIN Inga og Gísli hafa yfirleitt rjúpur í matinn á aðfangadags- kvöld. Þau bera þær fram með soðsósu með rifsberjahlaupi og klípu af gráðosti, hassel- back-kartöflum og waldorf- salati. „Þetta er svona okkar fasti liður. Í forrétt reynum við að hafa anda- eða gæsalifur og svo er eftirrétturinn mismunandi milli ára,“ segir Inga. Hér eru hjónin ásamt dætrunum Telmu Líf og Júlíu Sólveigu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Uppskrift er ekki heilög,“ segir Inga Elsa Berg-þórsdóttir. Hún og eigin-maður hennar Gísli Egill Hrafnsson eru höfundar matreiðslubókarinnar Eldað og bakað í ofninum heima. Fyrir síðustu jól gáfu þau út bókina Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar og var hún tilnefnd fyrst allra mat- reiðslubóka til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Nýja bókin er sjálf- stætt framhald af þeirri bók. „Þessi er samt meiri matreiðslubók og þemað er að nýta ofninn. Í fyrri bókinni fórum við í gegnum árstíðirnar en við erum mikið að rækta sjálf og með henni gáfum við ræktunarleiðbeiningar,“ segir Inga. Bókina prýða flottar myndir og fjöl- breyttar uppskriftir. Inga segir mat- reiðsluáhugann hafa kviknað í Frakk- landi þegar þau Gísli voru þar við nám. Hún er grafískur hönnuður og hann ljósmyndari og með útgáfu bók- anna sameina þau vinnuna og áhuga- málið en áður höfðu þau unnið mikið að kynningarefni fyrir matvælafyrir- tæki. „Matreiðsla er búið að vera stóra áhugamálið okkar í meira en tuttugu ár. Í Frakklandi opnuðust augu okkar fyrir ýmsum möguleikum og hráefn- um. Frakkar eru einstakir hvað varð- ar mat. Annars má kalla uppskriftir bókarinnar svona uppáhaldsmatinn okkar í gegnum tíðina,“ segir Inga en bókin er undir sterkum áhrifum frá matarmenningu Frakka. „Með bók- inni erum við líka að reyna að ein- falda uppskriftir. Til dæmis að taka eitthvað sem er flókið, eins og smjör- deig, frá grunni. Það er ekki auðvelt að gera það í fyrsta skiptið en þegar maður prófar að gera það sjálfur fær maður eitthvað sem er allt öðruvísi og miklu betra en nokkuð sem maður hefur smakkað.“ ÁHUGINN KVIKNAÐI Í FRAKKLANDI Matgæðingarnir Inga Elsa og Gísli Egill birta uppáhaldsuppskriftirnar í matreiðslubókinni Eldað og bakað í ofninum heima. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir hallfridur@frettabladid.is 1 3 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.