Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 62

Fréttablaðið - 22.12.2012, Side 62
FÓLK| SAMEINAÐIR Á NÝ „Ég hef saknað þess að hafa Egil á bak við trommusettið á sama tíma og mér hefur þótt þægilegt að þurfa ekki að vera í hálfgerðri valdabaráttu við stóra bróður minn.” MYND/STEFÁN maður aldrei hvernig eða hvenær maður deyr.“ VILDI ROKKA EINS OG PABBI Frá blautu barnsbeini ólst Ragnar upp við hlið föður síns í tónlistinni og reri sjálfur ungur á rokkmiðin. Í dag er Ragnar for- sprakki hljómsveitarinnar Sign og gítar- leikari sænsku þungarokk sveitarinnar Pain of Salvation. „Mér líður eins og ég sé verkfæri tón- listarinnar frekar en öfugt og þannig hefur það verið alla tíð. Við pabbi áttum alltaf rosa gott samband og innst inni hefur mig líklega langað til að verða eins og hann. Mér var samt aldrei ýtt út í neitt en fékk fullan stuðning foreldra minna. Það er heimsins besta veganesti og ég á þeim að þakka allt sem ég hef áunnið í tónlistinni.“ Ragnar hóf að semja tónlist þegar hann fékk fyrsta gítarinn, þá tveggja ára. „Ellefu ára voru gítarkennarar mínir í Gítarskóla Íslands búnir að útskrifa mig. Ég tók upp öll lög sem ég samdi á gamalt kassettutæki og var með allar hillur fullar af uppteknum spólum. Pabbi rak hljóðver og plötufyrirtæki og við tókum upp plötu sem var gefin út þegar ég var ellefu ára. Mér þótti það ekki athugavert þá en þegar ég hugsa til baka var draumur á silfur- fati að hafa getað gert þetta svo ungur. Ég kynntist því hvernig er að vera í sviðs- ljósinu og lærði strax á hverju ég þurfti að passa mig og hvernig maður getur verið sniðugur. Enn vantar allt bissnessvit í mig en ég veit út á hvað leikurinn gengur og á sem betur fer góða konu sem er dugleg að sjá um svona hluti fyrir mig,“ segir Ragn- ar og brosir. Hann segir tónlistina leið til að tjá sig. „Ég kann auðvitað að tala en líður oft eins og ég nái ekki skilaboðunum í gegn með orðum. Því verð ég svolítið bældur nema ég nái að semja tónlist um það sem mér liggur á hjarta og syngja um það. Þetta olli mér erfiðleikum á unglingsárum enda lokaði ég mig af niðri í kjallara með upp- tökutæki og samdi tónlist á meðan vinirn- ir umgengust hver annan og lærðu hver af öðrum.“ FORÐAST GRÚPPÍURNAR Ragnar var í byrjun árs valinn fram yfir á hundrað aðra umsækjendur þegar Pain of Salvation auglýsti eftir gítarleikara, en Sóley, kona Ragnars, sendi inn umsókn án hans vitundar. „Ástæðan fyrir því að ég var valinn hlýtur að vera margþætt en umfram allt mætti ég rosalega vel æfður í áheyrnar- prufuna og söng með eins mikið og ég gat. Ég held að flestir hljómsveitar- höfuðpaurar vilji menn sem geta sungið og það óumbeðnir; það hefur svo sterk áhrif út á við. Svo er hárið mitt voða fínt þegar ég sveifla því og ég faðmaði alla í bandinu að prufu lokinni, sem ég frétti að þeir hefðu kunnað vel við líka,“ segir Ragnar, sem lifir á því að spila með hljóm- sveitinni og hefur farið um heiminn í tón- leikaferðum sveitarinnar. „Rokkarar hafa orð á sér fyrir að lifa svallsömu líferni og ég tók alveg smá skerf af skólabókarrokkstjörnudæminu þegar Sign var fyrst að byrja að túra. Þá var ég svo ungur og þótti það allt spennandi en þetta verður voða fljótt þreytt og ég öf- unda ekki þá sem hafa fest í því. Lífstíll okkar PoS-manna er rólegur og ég sleppi því oft að drekka í túrum til að passa upp á sjálfan mig og gera konuna ekki áhyggju- fulla. Enda hefur maður hvorki efni á því að vera fullur né þunnur í svo stífu pró- grammi.“ Ragnar segir hljómsveitina eiga marga áhangendur og stór hópur bíði hennar jafnan á flugvöllum. „Í Suður-Ameríku var óskaplegur mannfjöldi á eftir okkur. Ég verð félagsfælinn í þannig aðstæðum, loka mig af og forðast fjölmenni eins og heitan eldinn. Ég segi nú ekki að ég þurfi að slá grúppíurnar frá mér enda gæti ég þess að lenda ekki í þannig aðstæðum.“ Ragnar er mikill fjölskyldumaður og líkar hjónalífið vel. „Mér líður mun betur að vera giftur konunni minni en ógiftur enda er hún minn helsti innblástur og án hennar væri ekki sjón að sjá mig, að ég held. Hún átti tvö börn fyrir og við erum rótgróin fjölskylda enda búin að vera saman í fimm ár,“ segir Ragnar. Á annan í jólum kemur Ragnar fram með Sign á tónleikum á Gamla Gauknum. Sign hefur ekki komið fram í fjögur ár með trommaranum og bróður Ragnars, Agli Erni, sem þá yfirgaf bandið. „Við bræður höfum verið í fremur litlu sambandi eftir að Egill hætti en hvað spilamennskuna varðar er eins og hann hafi aldrei verið í burtu. Ég er rosalega ákveðinn og passasamur þegar kemur að bandinu mínu og þegar ég tók þroskakipp í því á sínum tíma urðu það náttúrlega viðbrigði fyrir Egil, sem er stóri bróðirinn og vanur að geta kannski potað mér í þá átt sem honum sýndist rétt. Ég hef saknað þess að hafa hann á bak við settið á sama tíma og mér hefur þótt þægilegt að þurfa ekki að vera í hálfgerðri valdabaráttu. Nú eru allir í bandinu meðvitaðir um hvernig ég virka og við vinnum í kringum það.“ Ragnar segist fyrst og fremst líta á sjálf- an sig sem tónsmið eða tóngerðarmann. „Mér finnst stundum eins og tónlistin sé á ósýnilegum stað og ég þurfi bara að draga hana í gegn svo hún heyrist. Ég lít ekki á sjálfan mig sem hljóðfæraleikara því þeir æfa sig mikið og þekkja hljóðfæri sín út og inn. Ég æfði mig mikið á yngri árum en aðallega svo ég gæti náð betri tökum á tónlistarsköpun og skilið tónlist- ina betur. Ég er ekki heldur meiri söngv- ari en hver annar og nýbúinn að ná ein- hverjum tökum á söng. Ég ætlaði þannig aldrei að verða söngvari Sign en söng af því að ég þurfti þess, fyrir hljómsveitina og andlega heilsu mína. Ég hefði sennilega ekki lifað af unglingsárin hefði ég ekki sí- fellt öskrað úr mér lungun. Ég elska samt að syngja og held að allir hafi gott af því; ég fyllist frelsistilfinningu og tengist lífs- kraftinum á einhvern töfrahátt. Það er lík- lega ástæðan fyrir því að söngur hefur alltaf fylgt menningu mannsins; í honum felst heilun.“ Ragnar er fæddur í desember og segist vera mikið jólabarn. „Ég á í afar sérstöku ástar- og haturssambandi við þung lyndið sem fylgir myrkrinu á þessum árstíma. Ég sakna Íslands óskaplega þegar ég er í burtu og hvergi í heiminum hef ég fundið aðra eins orku eins og þá sem víbrar hér frá eldfjöllunum. Ég finn að það er stór partur af því hver ég er og verð alltaf heilli þegar ég er heima. Vitaskuld sakna ég fjölskyldu og vina og gríp öll tæki- færi sem gefast til að koma heim. Ég er alinn upp sem Vestfirðingur og jól koma ekki nema ég fái vel kæsta skötu. Svo er aðfanga dagur hefðbundinn og kannski fer ég með kvæði til að fagna sólinni að sönnum víkingahætti.“ ■ thordis@365.is ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU ÆÐRULAUS „Ég lærði rosa- lega mikið af því að alast upp við að pabbi væri að deyja. Það eru mjög skrítnar kringumstæður en kennir manni að taka lífinu ekki sem sjálfsögðum hlut og elska og treysta á þá sem standa manni næst.“ Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Við flytjum þér góðar fréttir JÓL FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.