Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 64
FÓLK|4 | FÓ K | JÓL
Algengustu spurningarnar sem ég fæ fyrir jól eru hvernig á að gera uppstúf og brúna kartöflur. Við
eigum að halda í hefðirnar og hver kyn-
slóð þarf að læra þetta. Bókin Jólarétt-
irnir er liður í því. Hún er þó ekki síður
fyrir vana heimiliskokka því hún skerpir
á ýmsu og leggur til nýjar útfærslur.
Mikið af þessum mat er bara eldað einu
sinni á ári og því gott að hafa greinar-
góðar leiðbeiningar við höndina,“ segir
Siggi.
Bókin byrjar á jólahlaðborðsréttum
og forréttum. Þá taka hátíðarréttir og
meðlæti við og að lokum klassískir jóla-
eftirréttir. „Þarna eru upplýsingar um
hvernig sé best að matreiða síld, rjúpu,
önd, kalkún, hamborgarhrygg og margt
fleira og oftar en ekki eru nokkrar út-
færslur lagðar til.“ Siggi deilir hér upp-
skrift að límónufrómas sem hann segir
sérlega frískandi eftir þunga jólamáltíð.
„Það vefst fyrir sumum að nota matar-
lím en sé leiðbeiningunum hér fyrir
neðan fylgt skref fyrir skref er lítil hætta
á öðru en að rétturinn heppnist og veki
tilheyrandi lukku.
LÍMÓNUFRÓMAS
uppskrift fyrir 8-12 á hlaðborði
4 eggjarauður
150 g sykur
safi úr 4 límónum
raspaður börkur af 2 límónum
8 matarlímsblöð
5 dl rjómi
4 eggjahvítur
Skiljið eggin. Látið eggjarauður, safa úr
þremur límónum og sykurinn saman í
hrærivélaskál. Þeytið þar til það verður
ljóst og létt. Setjið matarlímsblöðin í kalt
vatn og linið þau upp. Takið þau upp úr
þegar þau eru lin og kreistið allt vatn úr
þeim. Látið safa af einni límónu og smá
rjómaslettu í pott og hitið matarlímið þar
í uns það er uppleyst. Látið kólna niður í
um það bil 30 gráður.
Þeytið rjómann stíft. Þeytið eggjahvít-
urnar stíft. Látið uppleysta matarlímið í
safanum og rjómanum út í þeytta eggja-
hræruna og hrærið hratt og vel saman.
Bætið þeytta rjómanum þar út í og
hrærið saman við. Það þarf að gera hægt
og varlega og er best að nota rjóma-
sleikju við það. Látið að lokum stífþeyttar
eggjahvíturnar út í á sama hátt og rjóm-
ann. Þetta þarf allt að gerast hratt svo
að eggin stífni ekki í matarlímsblöndunni
áður en rjóminn og eggjahvíturnar fara út
í. Látið í fallega skál og setjið karamell-
iseraðar límónusneiðar ofan á til bragð-
bætis og skrauts.
KARAMELLISERAÐAR LÍMÓNUSNEIÐAR
Skerið límónu í eins þunnar sneiðar og
þið getið. Stráið smá sykri á bökunar-
pappír á ofnplötu. Látið sneiðarnar þar
ofan á. Stráið svo aftur örþunnt sykri yfir
hverja sneið. Látið inn í ofninn við
90-100°C í um það bil tvo klukkutíma
og látið sneiðarnar karamelliserast og
þorna. Stingið þeim frjálslega ofan á
frómasinn.
FRÍSKANDI FRÓMAS
KLASSÍK Matreiðslumaðurinn Siggi Hall veit svo sannarlega hvernig á að
elda jólamat og ákvað fyrir þessi jól að deila vitneskjunni með öðrum.
GÓÐUR EFTIR ÞUNGA
JÓLAMÁLTÍÐ
Margir þekkja ananas-,
sítrónu- og jarðarberja-
frómas. Þessi er með
límónusafa og límónu-
berki og er gríðarlega
frískandi.
JÓLAHEFÐIRNAR Á
EINUM STAÐ
Hér er að finna upp-
skriftir að jólaforréttum,
-aðallréttum, -meðlæti
og -eftirréttum. Bæði
hefðbundnum og með
nýju útfærslum.
Eftir þunga jólamáltíð er fátt betra en
frískandi ananasbragð. Margir eru með
heimagerðan vanilluís með súkkulaði-
spæni í eftirrétt á aðfangadag en hér er
uppskrift að ljúffengum ananasís sem
fer vel í maga.
ANANASÍS
4 eggjarauður
2 dl sykur
1 msk. vanillusykur
1/2 l rjómi
1 lítil dós ananaskurl
200 g suðusúkkulaði
Sítrónusafi
Þeytið saman eggjarauður, sykur
og vanillusykur. Ef blandan
er þykk má skvetta smá af
ananassafanum út í. Þeytið
rjómann og blandið varlega
saman við eggjahræruna. Skerið
súkkulaðið í litla bita og setjið út
í rjómablönduna ásamt ananas-
kurlinu. Bragðbætið með smávegis
sítrónusafa. Setjið í fallegt hringlaga
kökumót og frystið. Takið ísinn út um
það bil hálftíma áður en hann er borinn
fram til að mýkja hann og ná honum
úr forminu. Skreytið með ananas-
bitum og rauðum kokkteilberjum.
ÓBRIGÐULL
EFTIRRÉTTUR
Ís er ekki aðeins bragðgóður og frískandi jóla-
eftirréttur heldur líka auðveldur að gerð. Hann er
hægt að útbúa mörgum dögum fyrir jól og draga
þannig úr álaginu í eldhúsinu korter í jól.
HRESSIR OG KÆTIR
Ananasinn gefur ísnum
afgerandi og hressandi
bragð.
SÍTRUSÍS
Ananasinn gefur
ísnum frískandi
bragð og er gott að
skerpa enn frekar
á því með sítrónu-
safa.