Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 64

Fréttablaðið - 22.12.2012, Síða 64
FÓLK|4 | FÓ K | JÓL Algengustu spurningarnar sem ég fæ fyrir jól eru hvernig á að gera uppstúf og brúna kartöflur. Við eigum að halda í hefðirnar og hver kyn- slóð þarf að læra þetta. Bókin Jólarétt- irnir er liður í því. Hún er þó ekki síður fyrir vana heimiliskokka því hún skerpir á ýmsu og leggur til nýjar útfærslur. Mikið af þessum mat er bara eldað einu sinni á ári og því gott að hafa greinar- góðar leiðbeiningar við höndina,“ segir Siggi. Bókin byrjar á jólahlaðborðsréttum og forréttum. Þá taka hátíðarréttir og meðlæti við og að lokum klassískir jóla- eftirréttir. „Þarna eru upplýsingar um hvernig sé best að matreiða síld, rjúpu, önd, kalkún, hamborgarhrygg og margt fleira og oftar en ekki eru nokkrar út- færslur lagðar til.“ Siggi deilir hér upp- skrift að límónufrómas sem hann segir sérlega frískandi eftir þunga jólamáltíð. „Það vefst fyrir sumum að nota matar- lím en sé leiðbeiningunum hér fyrir neðan fylgt skref fyrir skref er lítil hætta á öðru en að rétturinn heppnist og veki tilheyrandi lukku. LÍMÓNUFRÓMAS uppskrift fyrir 8-12 á hlaðborði 4 eggjarauður 150 g sykur safi úr 4 límónum raspaður börkur af 2 límónum 8 matarlímsblöð 5 dl rjómi 4 eggjahvítur Skiljið eggin. Látið eggjarauður, safa úr þremur límónum og sykurinn saman í hrærivélaskál. Þeytið þar til það verður ljóst og létt. Setjið matarlímsblöðin í kalt vatn og linið þau upp. Takið þau upp úr þegar þau eru lin og kreistið allt vatn úr þeim. Látið safa af einni límónu og smá rjómaslettu í pott og hitið matarlímið þar í uns það er uppleyst. Látið kólna niður í um það bil 30 gráður. Þeytið rjómann stíft. Þeytið eggjahvít- urnar stíft. Látið uppleysta matarlímið í safanum og rjómanum út í þeytta eggja- hræruna og hrærið hratt og vel saman. Bætið þeytta rjómanum þar út í og hrærið saman við. Það þarf að gera hægt og varlega og er best að nota rjóma- sleikju við það. Látið að lokum stífþeyttar eggjahvíturnar út í á sama hátt og rjóm- ann. Þetta þarf allt að gerast hratt svo að eggin stífni ekki í matarlímsblöndunni áður en rjóminn og eggjahvíturnar fara út í. Látið í fallega skál og setjið karamell- iseraðar límónusneiðar ofan á til bragð- bætis og skrauts. KARAMELLISERAÐAR LÍMÓNUSNEIÐAR Skerið límónu í eins þunnar sneiðar og þið getið. Stráið smá sykri á bökunar- pappír á ofnplötu. Látið sneiðarnar þar ofan á. Stráið svo aftur örþunnt sykri yfir hverja sneið. Látið inn í ofninn við 90-100°C í um það bil tvo klukkutíma og látið sneiðarnar karamelliserast og þorna. Stingið þeim frjálslega ofan á frómasinn. FRÍSKANDI FRÓMAS KLASSÍK Matreiðslumaðurinn Siggi Hall veit svo sannarlega hvernig á að elda jólamat og ákvað fyrir þessi jól að deila vitneskjunni með öðrum. GÓÐUR EFTIR ÞUNGA JÓLAMÁLTÍÐ Margir þekkja ananas-, sítrónu- og jarðarberja- frómas. Þessi er með límónusafa og límónu- berki og er gríðarlega frískandi. JÓLAHEFÐIRNAR Á EINUM STAÐ Hér er að finna upp- skriftir að jólaforréttum, -aðallréttum, -meðlæti og -eftirréttum. Bæði hefðbundnum og með nýju útfærslum. Eftir þunga jólamáltíð er fátt betra en frískandi ananasbragð. Margir eru með heimagerðan vanilluís með súkkulaði- spæni í eftirrétt á aðfangadag en hér er uppskrift að ljúffengum ananasís sem fer vel í maga. ANANASÍS 4 eggjarauður 2 dl sykur 1 msk. vanillusykur 1/2 l rjómi 1 lítil dós ananaskurl 200 g suðusúkkulaði Sítrónusafi Þeytið saman eggjarauður, sykur og vanillusykur. Ef blandan er þykk má skvetta smá af ananassafanum út í. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við eggjahræruna. Skerið súkkulaðið í litla bita og setjið út í rjómablönduna ásamt ananas- kurlinu. Bragðbætið með smávegis sítrónusafa. Setjið í fallegt hringlaga kökumót og frystið. Takið ísinn út um það bil hálftíma áður en hann er borinn fram til að mýkja hann og ná honum úr forminu. Skreytið með ananas- bitum og rauðum kokkteilberjum. ÓBRIGÐULL EFTIRRÉTTUR Ís er ekki aðeins bragðgóður og frískandi jóla- eftirréttur heldur líka auðveldur að gerð. Hann er hægt að útbúa mörgum dögum fyrir jól og draga þannig úr álaginu í eldhúsinu korter í jól. HRESSIR OG KÆTIR Ananasinn gefur ísnum afgerandi og hressandi bragð. SÍTRUSÍS Ananasinn gefur ísnum frískandi bragð og er gott að skerpa enn frekar á því með sítrónu- safa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.