Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 94
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 70
TEIKNAR ÞÚ
FLOTTAR
MYNDIR?
Sendu okkur myndina þína í pósti til
Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík
eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is
Hvers vegna fékkstu áhuga á
tölvuleikjum? Ég hef haft áhuga
á tölvum og tölvuleikjum síðan
ég var átta ára. Mér finnst þeir
skemmtileg afþreying því ég er
virk í þeim og get látið alls konar
hluti gerast. Þannig er ég alltaf
að læra eitthvað nýtt.
Hvaða tölvuleiki spilarðu? Það
er dálítið breytilegt. Einu sinni
var ég með algjört æði fyrir Wii-
leikjum og Minecraft, en núna
spila ég aðallega Age of Empires
og Call of Duty. Mamma er
reyndar ekki mikill aðdáandi
þeirra leikja svo ég verð að
halda því í hófi. Mér þykja her-
kænskuleikir langskemmtilegast-
ir þessa dagana.
Spilarðu ein eða spilarðu tölvu-
leiki með öðrum? Oft spila ég
ein, en mér finnst líka mjög
gaman að spila með öðrum í
Wii. Svo er líka frábært að fá
skemmtilegt fólk í heimsókn að
„lana“.
Hvað er að „lana“? Þá tengjum
við tölvurnar saman og spilum
öll sama leikinn og getum þá
hjálpast að í leiknum eða barist
hvert á móti öðru.
Eru margir í bekknum þínum
sem spila tölvuleiki? Já, ég held
flestir spili einhverja leiki. Það
er samt mismunandi hvaða leiki
krakkarnir spila.
Hvað finnst þér þú hafa lært
af tölvuleikjum? Ég lærði mjög
mikið á tölvur þegar ég fór að
spila Minecraft og er orðin mjög
klár í að „mod-a“ og hef síðan
þá haft mikinn áhuga á forritun
og verið að fikra mig áfram í því.
Hvað er að „mod-a“? Það er að
bæta alls konar við leikinn, eins
og til dæmis ýmsum verkfær-
um og öðru slíku. Það tók mig
dálítinn tíma að læra hvernig á
að gera það, en núna hef ég gert
það svo oft að mér finnst það
ekkert mál.
Hvað langar þig að verða þegar
þú ert orðin stór? Ég myndi
helst vilja vinna við að prófa eða
búa til tölvuleiki.
Herkænskuleikir eru
langskemmtilegastir
Ninja Björt Ólafsdóttir er ellefu ára nemandi í Háteigsskóla, en hún verður tólf ára í
febrúar. Helsta áhugamál hennar er tölvuleikir og hún hefur mikla reynslu af hinum
ýmsu leikjum. Hún svaraði nokkrum spurningum um þetta forvitnilega áhugamál.
NINJA BJÖRT Hefur haft áhuga á tölvum og tölvuleikjum frá því að hún var átta ára gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ég lærði mjög mikið á
tölvur þegar ég fór að spila
Minecraft og er orðin mjög klár
í að „mod-a“.
Systurnar Ester
Eva Ingimars-
dóttir, sem er
átta ára, og
Emilía Björt
Ingimarsdóttir
fjögurra ára
teiknuðu þessar
fallegu myndir,
Ester þá sem er
vinstra megin en
Emilía þá hægra
megin.
Heilabrot
1. Hvað hefur tvo hala, tvo rana og fimm fætur?
2. Hver er munurinn á pappírsblaði og fíl?
3. Hvað gerist þegar fíll hoppar út í sundlaug?
4. Hvað á maður að gefa fíl með magapínu?
5. Hvenær hafa fílar 12 fætur?
6. Hvað er stórt og grátt með gula fætur?
7. Hvað er stórt og grátt og fer upp og niður?
SVÖR
1. Fíll með varahluti. 2. Þú getur búið til skutlu úr blaðinu. 3. Hann verður
blautur. 4. Nóg af plássi. 5. Þegar þeir eru þrír saman. 6. Fíll sem stendur
ofan í hunangskrukku. 7. Fíll í teygjustökki.
Teikningar og texti: Bragi Halldórsson
23
Lísaloppa og Róbert voru að skreyta jólatréð og skemmtu sér
konunglega við það. Hlóðu á það öllu því fallega sem þ
langaði til „Þetta finnst mér nú allt of skreytt jólatré,“ sagði
Kata. „Ég meina, hvað eru eiginlega margar rauðar kúlur á
þessu tré? eða kerti?“ Konráð byrjaði að telja og varð að
viðurkenna að þær væru ansi margar kúlurnar og kertin.
„Að ekki sé minnst á brosandi stjörnurnar,“ bætti Kata við.
„Svona, svona,“ sagði Lísaloppa. „Hvar er jólaandinn Kata
mín. Þú þarft ekki alltaf að hafa allt á hornum þér. Reyndu
frekar að njóta jólanna.“ Kata horfði smástund þögul á tréð.
„Já kan ski, en þið verðið að viðurkenna að þið vitið ekkert
hvað þið eruð búin að setja ma gar rauðar kúlur á tréð.“ það
urðu þau að viðurkenna. Þær voru jú orðnar ansi margar.
Getur þú talið allar rauðu jólakúlurnar, kertin og brosandi
stjörnurnar?