Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 96

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 96
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 72 KROSSGÁTA LÁRÉTT 1. Ó og á! Þetta eru seinkanir Odds (11) 6. Gyðjanna æðsti prestur er skrautlegur fugl (8) 10. Forréttindapakk vill sjá alsælupillu (5) 11. Dálkur fellir horaða (10) 13. Stýri dragi menn (4) 14. Um bætningar og annað er til framfara horfir (11) 15. Arabískur gæðingur í Danaveldi (10) 16. Taugar tilstands liggja til æðanna (7) 17. Hvar sem þessi kona kom flæddi vín um allt (8) 19. Hér stendur hinn staki staur (5) 20. Ef ég nú eignaðist nafnlausan aflann (7) 23. Um strimil og stafkarl (9) 25. Ræktun og skógur, hér er aukaafurð þess (9) 27. Veröld víkjum og teljum til (9) 28. Sá í móðurkviði fléttaði og geystist (6) 31. Strákarnir hafa starfað í hálfa öld (12) 32. Sleðaferð, og þau renna í stofu (8) 33. Teiknaði línurit í kirkjugarðinn (11) 37. En tónaleiga er vissulega rugl (11) 38. Gangs gripkló gefur skiptipinna (8) 39. Gotar fíla ruglaða tilveru á togveiðum (9) 40. Góna alltaf á það órólegra (6) 41. Heilablóðfallstal kostar átök (8) LÓÐRÉTT 1. Huslaði hryssu við þessa götu (9) 2. Til fitu fædd og smurð (9) 3. Húsbóndi Tobba í kvenmannsdressinu (9) 4. Sjá ekki eftir aðhaldi í fjórðu víddinni (12) 5. Benduskógur á Barðaströnd býður veglúnum ból og beina (11) 6. Leita að litlaskatti gegn sólarhringsgjaldi (8) 7. Skýtur og skýst með (7) 8. Kjánatímabil og bjargbúahlaup um götu í Hafnarfirði (9) 9. Spyrji til stíu sem hann lokar af (9) 12. Dópa tilneyddur, hvað sem það kostar (9) 18. Fíflunarflautakoll er auðvelt að blekkja (13) 19. Hagræddi sannleikanum og fékk þig til að trúa (9) 21. Bíð þess endalaust að sól festist í hádegisstað (12) 22. Finn rist sjóræningja meðal Suðurnesjamanna (12) 24. Svifsjór stundar stigamennsku í háloftunum? (7) 26. Úfin brún og úldin hús matar (6) 27. Sverja sjóðandi (5) 29. Varpa þyrli til svelgja (8) 30. Hinir sneyptu liðsmenn Safamýrarliðsins töpuðu (8) 34. Argar, ringlaðar og hálfhræddar (5) 35. Þessi keisari kláraði Kólóseum (5) 36. Nö, sæki gullin krydd (5) 38. Gýs einfaldlega hálftóni ofar en G (3) VEGLEG VERÐLAUN LAUSNARORÐ Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist nokkuð sem eflaust er mikið notað þessa dagana. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 26. desember næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „22. desember“. Vikulega er dregið er úr inn- sendum lausnarorðum og fær vinningshafi eintak af bókinni Íslenskir kóngar frá Forlaginu. Vinningshafi síðustu viku var Anna Hermannsdóttir, Akureyri. Lausnarorð síðustu viku var V E L F E R Ð A R R Í K I 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 H U N D S L A P P A D R Í F A F E I L E E T F Y U V F I E L A G K Ö K U L L I L L F Y G L I S R N R I S Í B Ú Ð A N R T J A L D I Ð U Ú G A B E K U A S P I L A M E N N S K A F L O T G A L L A N K T K Ð N S A Á L Ö N G U H A U S A R A F S P R E N G I R M T U Y R I N F L R T M Ö R V E R A S N Y R T I F R Æ Ð I N G I S S O L Ð N E Ó R É T T M Æ T A S K J Ó L U N N A R F A T F T A S Ð H Ó L S F J A L L A H A N G I K J Ö T L T B M Ö Á O L Á K E E R K I P R E S T U R K K E I N F Æ R A K K T T R Æ Ð A N N F U G L S U N G U M R F S U M A R I Ð A R Ð Á S A K I Kaffipúðarnir passa í venjulegar skeiðar Senseo vélanna E M M E N N E E N N E / S ÍA / N M 5 5 7 9 2 NÝTT MEIRI FYLLING & MEIRImunaður UPPGÖTVAÐU NÝJAN BRAGÐHEIM SENSEO „Kaffipúðarnir passa í allar tvöfaldar skeiðar sem fylgja með Senseo vélum“ Um nær alla Afríku, á Arabíuskaganum og allt austur til Indlands þrífst hugdjarfasti slagsmálahundur heims. Hann er reyndar ekki hundur, heldur svonefndur hunangsgreifingi– sem er ekki heldur mjög lýsandi nafn, því að hunangsgreifinginn á öllu meira sameiginlegt með hreysiköttum en öðrum greifingjum. Þetta er ekki stórt dýr, á bilinu 55 til 75 sentímetrar auk rófu og jafnan ekki meira en 10 til 15 kíló, sem gerir háttalag þess þeim mun magnaðra. Hunangs- greifinginn er nefnilega þekktur sem einhver óbangnasti íbúi dýraríkisins. Hann er þekktur fyrir að ráðast á nánast hvaða dýr eygi hann enga undan- komuleið og stekkur jafnvel risavöxnum rándýrum á borð við ljón á flótta. Hunangsgreifingjar eru sólgnir í hunang eins og nafnið ber með sér en éta þó nánast allt sem að kjafti kemur; skordýr, froska, skjaldbökur, lítil nagdýr, eðlur, egg, fugla og ávexti. Þeir hafast við í holum sem þeir grafa sjálfir með stórum og sterkum klóm. Þeir geta grafið tvo metra niður í þéttan jarðveg á aðeins tíu mínútum. Ef hross, nautgripur eða vísundur álpast of nálægt holu hunangsgreifingja bregst hann undantekningarlítið ókvæða við og ræðst á stórgripinn. Margir mundu eflaust kalla þetta fífldirfsku af ekki voldugra dýri, en raunin er sú að það er erfitt fyrir bæði dýr og menn að ráða niðurlögum hunangs- greifingja vegna þess hversu ógnarþykkt skinnið á þeim er. Það er auk þess óvenjulega laust utan á þeim, sem gerir þeim kleift að berjast um og snúa sig út úr flestum klípum. Sums staðar eru hunangsgreifingjar hálfgerð plága, enda finnst þeim gott að éta alifugla. Það er hins vegar erfitt að fækka þeim að nokkru ráði því að eggvopn bíta varla á þá, það þarf mörg sveðjuhögg til að komast í gegnum skinnið, og hundar hafa ekki roð við þeim. Eina leiðin til að drepa þá fljótt og örugglega er að berja þá af alefli beint í hnakkann eða skjóta þá hreinlega í hausinn. Þrátt fyrir allt þetta eru hunangsgreifingjarnir bráðgáfaðar skepnur og meðal sárafárra dýrategunda sem vitað er að noti „verkfæri“ til að liðka um fyrir sér. Þannig hafa menn orðið vitni að því þegar þeir rúlla trjádrumbum frá einum stað til annars og tylla sér svo á þá til að teygja sig í mat. Óttalaus og bráðgáfaður slagsmálahundur DÝR VIKUNNAR HUNANGSGREIFINGI ÞJÓÐSAGNAKENNT KVIKINDI Á öldum áður gengu sögur um að hunangs- greifingjar ætu mannfólk og græfu jafnvel lík upp úr kirkjugörðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.