Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 108

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 108
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 84 DÓMAR 15.12.2012 ➜ 21.12.2012 TÓNLIST ★★★★ ★ Pascal Pinon Twosomeness Tvíburasysturnar hæfileikaríku úr Vestur bænum með frábæra jaðarpopp- plötu. - tj ★★★★★ God´s Lonely Man Pétur Ben Sterk og persónuleg rokkplata frá Pétri Ben. - tj ★★★★★ Magnús & Jóhann Í tíma Óhætt að mæla með Í tíma fyrir alla, sjálfhverfar kynslóðir sem og aðrar. - bt ★★★★★ Megas Megas raular lögin sín Glæsilegur fjórfaldur safnpakki með bestu lögum Megasar og áður óútgefnu efni. - tj ★★★★★ Flétta Haukur Tómasson Magnþrungin tónlist eftir Hauk Tómas- son kemur vel út á þessum geisladiski. - js ★★★★★ Foldarskart Schola cantorum Skemmtilegur geisladiskur með hugljúfri tónlist. - js ★★★★★ Ylja Ylja Falleg og angurvær þjóðlagatónlist frá efnilegri hljómsveit. - bt ★★★★★ Gálan Gálan Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á fínni plötu. - tj ★★★★★ Þórir Georg I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright Melankólískt en jafnframt fallegt verk frá áhugaverðum listamanni. - bt ★★★★★ Ljósið þitt lýsi mér Mótettukór Hallgrímskirkju Góður söngur en misgóð lög, og heimildar mynd um kórinn hefði mátt vera betri. - js ★★★★★ Fallið lauf Sverrir Bergmann Tilþrifalítil sálarplata frá annars góðum söngvara. - bt TÓNLEIKAR ★★★★★ Mika Silfurberg í Hörpu Mika framkallaði fjölskylduvænt hörku- stuð í Hörpu. - kg ★★★★★ Eva Þórarinsdóttir og Benjamin Powell Norðurljósasalur Hörpu Eva Þórarinsdóttir er ný stjarna í íslensku tónlistarlífi. - js BÆKUR ★★★★★ Paintings/Málverk Eggert Pétursson Afar vel heppnuð og falleg bók, sem spilar með sérvisku listamannsins. - þb ★★★★★ Ólíver Birgitta Sif. Sigþrúður Gunnarsdóttir. Falleg saga um ímyndunaraflið, góða vini og börn sem eru svolítið sérstök. - bhó ★★★★★ Ósjálfrátt Auður Jónsdóttir Ég er eiginlega orðlaus yfir þessari marg- slungnu, fögru og fyndnu sögu. Því leita ég í smiðju kollega minna og segi bara: Kon- fekt og perla og nístandi falleg bók! - þhs ★★★★★ Hreint út sagt Svavar Gestsson Vel skrifuð bók eftir stjórnmálamann sem lifað hefur tímanna tvenna en eftirminnilegastar eru frásagnir úr æsku höfundar. - bþs ★★★★★ Hvítfeld Kristín Eiríksdóttir Frábær skáldsaga um íslenska fjöl- skyldu, sannleika og lygi. - jyj ★★★★★ Spádómurinn Hildur Knútsdóttir Skemmtilega skrifað og frumlegt ævintýri, sem tekst á við flóknar og erfiðar spurningar um hvað felst í því að vera hetja. - bhó ★★★★★ Íslenskir kóngar Einar Már Guðmundsson Gamansöm ádeila á gerspillt íslenskt samfélag. Slagsmál, ríðingar og fyllirí í ofurskömmtum. - þhs ★★★★★ Randalín og Mundi Þórdís Gísladóttir Lauflétt miðborgarævintýri fyrir börn 8-12 ára. Fallega skrifuð, fyndin á köflum, framúrskarandi myndskreytingar. - bhó ★★★★★ Kantata Kristín Marja Baldursdóttir Bragðlítil fjölskyldusaga um fordóma og það að ekki sé allt sem sýnist. - þhs LEIKHÚS ★★★★★ Strindberg: Aftur og sem aldrei fyrr Leiksýning Nemendaleikhússins Sýning sem fangar hömluleysi Strind- bergs vel. Leikurinn að eldinum kom betur út en Frú Júlía. - eb BÆKUR ★★★ ★★ Sjóræninginn Jón Gnarr MÁL OG MENNING Hvernig líður þrettán ára strák sem finnst hann vera asna legur, ljótur og á skjön við samfélagið, verður fyrir markvissu ein- elti, nær ekki sambandi við for- eldra sína og hatar skólakerfið? Honum líður ekki vel. Honum líður djöful lega. Og lausnirnar eru ekki auðsjáanlegar. Þótt hann breyti sér í pönkara, kúki á kerfið, byrji að reykja og þykist vera töff hverfur vanlíðanin ekki og hann er engu nær því að vera samþykktur af umhverfinu eða samþykkja það. Eini griðastaðurinn er Hlemmur þar sem samfélag þeirra sem finnst þeir vera utangarðs í sam- félaginu verður fyrsta upplifunin af því að vera meðtekinn á eigin forsendum. Í Sjóræningjanum heldur Jón Gnarr áfram að segja uppvaxtar- sögu sína sem hann hóf í Indíán- anum. Hann kallar söguna skáld- aða ævisögu, ekki alveg sanna en heldur enga lygi. Frásögnin er einlæg og hispurslaus, hann dreg- ur enga fjöður yfir það að hann hafi ekki alltaf verið til fyrir- myndar og fundið upp á ýmsu sem samfélagið leit hornauga. Reyn- ir hvorki að afsaka eitt né neitt, hvað þá kenna öðrum um. Lesand- anum er látið eftir að draga sínar ályktanir um það hvað þessari uppreisn veldur og þar er af fjöl- mörgu að taka. Linnulaust einelti sem nær hámarki í Réttarholts- skóla þar sem barsmíðar, niður- læging og hótanir verða daglegt brauð, flókið samband drengsins við föður sem hann skilur ekki og ekki skilur hann, mislukkaðar til- raunir til töffheita með því að ger- ast pönkari og stofna pönkhljóm- sveit, einlægur áhugi á anarkisma og hugmyndafræði hans, ótti við framtíðina, ótti við fortíðina, ótti við nánast allt sem hugsast getur. Grínistinn Jón Gnarr er víðs fjarri í þessari sögu enda viðfangs- efnið ekkert gamanmál. Margar uppákomur eru þó bráðskondnar og drengurinn sífellt að koma sér í kostulegar aðstæður sem lesand- inn glottir yfir. Mun sterkari eru þó lýsingarnar á óttanum, varnar- leysinu og sjálfsfyrirlitningunni sem eineltið veldur. Svo sterkar að á köflum er erfitt að lesa þær og lesandinn fyllist skelfingu við tilhugsunina um öll þau börn sem enn eiga í þessari baráttu á hverj- um degi. Í þeirri stöðu er helvíti vissulega dagleg upplifun. Bókin er ágætlega skrifuð, svo- lítið skipulagslaus á köflum og les- andinn veit ekki alltaf alveg hvar hann er staddur í tíma sögunnar, en það kemur lítið að sök þar sem nán- ast á hverri síðu er umhugsunar- efni sem ekki er niðurneglt í tíma. Það sem upp á vantar í stíl og bygg- ingu er rækilega bætt upp með viðfangsefninu. Sjóræninginn er einfaldlega bók sem ekki lætur les- andann í friði. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Einlæg og nístandi saga um einelti, uppreisn og leit að samastað í tilverunni. Saga sem virkilega snertir lesandann. Jónsi pönk og anarkíið BÆKUR ★★ ★★★ Ljósmóðirin Eyrún Ingadóttir VERÖLD Saga Eyrúnar Inga- dóttur af ljósmóður- inni Þórdísi Símonar- dóttur á Eyrarbakka er heimildaskáldsaga, byggð á könnun heimilda af ýmsu tagi um ævi merkrar konu. Sagan hefst á jarðar för Þórdísar árið 1930 en teygir sig aftur til ársins 1886 þegar hún er tiltölulega nýkomin til starfa í héraðinu. Ævi hennar er viðburðarík en erfið. Kjör kvenna sem sinntu ljósmóðurstörfum voru kröpp, hún þurfti að sinna ýmiss konar tilfallandi vinnu með ljós- móðurstörfunum og þótt hún finni um stund hamingju í einkalífinu reynist sú hamingja vera skamm- vinn. Þótt Þórdís sjálf sé alltaf í sögu- miðju er ævi hennar eins og speg- ill á þetta tímabil í Íslandssögunni. Þorpsbragnum á Eyrarbakka er vel lýst, með kaupmönnum, kaup- staðarferðum bænda og tilheyr- andi drykkjuskap. Starf Þórdís- ar sem ljósmóður gerir það að verkum að hún þekkir aðstæður flestra, jafnt fátækra sem ríkra. Hún lætur ekki við það sitja að sinna ljósmóðurstörfum heldur lætur hún til sín taka í málefnum samfélagsins, hún stofnar stúku ásamt nokkrum eldhugum í þorp- inu og stendur uppi í hárinu á yfir- völdum og kaupmannavaldi, hefur stundum sigur en ekki alltaf. Ljós- móðirin er örlagasaga einstaklings en hún endurspeglar líka stöðu kvenna í samfélagi sem er stýrt af körlum og þar sem þeir sem eiga eitthvað undir sér hafa líf smælingjanna í hendi sér. Saga Þórdísar er sögð á hefðbundinn og raun- sæjan hátt. Á köflum minnir frásögnin á sagn- fræði, allar lýsingar á aðstæðum, húsakynn- um og daglegu lífi eru nákvæmar og stundum þurrlegar en sögumaður stendur líka þétt upp við Þórdísi og lýsir tilfinningum hennar; ást og hatri, ástríðu og reiði, jafnvel þrjósku. Líf Þórdísar er enginn dans á rósum og það mótar persón- una, hún er stundum nokkuð hörð í horn að taka, ekki bara í viðskipt- um sínum við yfir valdið heldur líka við sína nánustu. Sögu maður stendur þó alltaf þétt við bakið á Þórdísi, jafnvel þegar lesanda kann að finnast hún óbilgjörn og hörð. Helsta frávikið frá algerlega raunsæislegri frásagnaraðferð felst í tímanum í sögunni. Í sög- unni skiptast á tvö tímaplön, ann- ars vegar fylgjum við Þórdísi síð- asta árið í lífi hennar, hins vegar rifjar sögumaður upp líf hennar undangengin 45 ár eða svo. Þessi aðferð gefur tækifæri til að byggja upp spennu, en sögumaður er nokkuð gjarn á að gefa í skyn hvað eigi eftir að gerast síðar í sög- unni sem dregur nokkuð úr þeirri spennu. Almennt eru aðferðirnar við að skipta á milli sviða svolít- ið stirðar þannig að þessi aðferð virkar ekki alltaf sem skyldi. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Áhugaverð söguleg skáldsaga um merka konu og erfiða tíma en á köflum ber sagnfræðin skáldskapinn ofurliði. Kona í karlaheimi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.