Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 132

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 132
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | HANDBOLTI „Ég er ánægður með að fá að spila og fá meira hlutverk. Það er mjög leiðinlegt að Alex er meiddur og getur ekki verið með. Þannig er bara boltinn og skiljanlegt á ári sem þessu þegar það eru þrjú stórmót á þrettán mánuðum að einhver detti út. Þá þurfa aðrir að stíga upp og skila sínum hlutverkum,“ segir Ásgeir Örn, sem er á leið á sitt tíunda stórmót með landsliðinu. Mikil umræða hefur verið um stöðu hægri skyttu í ljósi meiðsla Alex- anders og óvissunnar í kringum Ólaf Stefáns- son. Ásgeir Örn hefur töluvert gleymst í umræðunni. „Já, hugsanlega. Ég skil samt að fólk hugsi virkilega um það þegar leikmaður af þessari stærð eins og Lexi er, sem hefur verið einn besti leikmaðurinn í þýsku deildinni í vetur bæði í vörn og sókn, dettur út. Það yrði áfall fyrir hvaða lið sem er. Ég skil viðbrögðin vel. Ég vona bara að ég nái að koma á óvart. Ef fólk veit ekki af því að ég geti eitthvað þá vona ég bara að ég komi á óvart,“ segir Hafnfirðingur- inn á léttu nótunum. Ásgeir er á sínu fyrsta leiktímabili með Paris Handball frá samnefndri borg í Frakk- landi. Liðið hefur unnið alla leiki sína en hlut- verk Ásgeir hefur verið minna en hjá hans síð- asta liði, Hannover Burgdorf í Þýskalandi. „Þetta hefur verið allt öðruvísi hlutverk. Í fyrra spilaði ég meira eða minna í sextíu mín- útur. Nú er ég kominn í miklu sterkara lið, heimsklassa lið, sem ætlar sér virkilega stóra hluti og mikil samkeppni er um stöðurnar,“ segir Ásgeir, sem hefur verið annar kostur þjálfarans í skyttustöðunni hægra megin. Hann hefur þó komið við sögu í flestum leikj- um Parísarliðsins ýmist í stöðu skyttu eða hornamanns. „Maður er kannski í verra leikformi en aftur á móti ferskari og mótíveraðri en áður. Það vegur kannski hvort annað upp. Ég er samt í toppformi líkamlega,“ segir Ásgeir sem hefur fullkominn skilning á fjarveru Alexanders. „Leikjaplanið í þessum handbolta er bara brandari. Það er rugl hvað það eru margir leikir. Þetta er þriðja stórmótið á þrettán mán- uðum. Ef þú ert kannski eitthvað veikur í öxl- inni fyrir, þá er þetta leiðin til að eyðileggja hana algjörlega. Ég skil hann mjög vel.“ kolbeinntumi@365.is Ólafur svaraði kalli Arons Ólafur Stefánsson er í 23. manna hópnum fyrir HM á Spáni sem landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tilkynnti í gær. „Hann verður fyrir aftan Ásgeir og tilbúinn að leysa stöðuna hægra megin fyrir utan,“ segir Aron. Ólafur hafði lagt landsliðsskóna á hilluna en í ljósi meiðsla Alexanders opnaði Ólafur á möguleikann á að koma íslenska landsliðinu til aðstoðar. „Fyrst hann var búinn að ákveða að halda áfram að spila í Katar fannst mér ekkert því til fyrirstöðu að ræða við hann. Ég ræddi við hann og heyrði að hann hefur haldið sér í góðu formi. Hann er í mjög góðu líkamlegu formi en vantar aðeins upp á að fá öxlina í gang og fínpússa þessar hand- boltahreyfingar. Ég hef trú á því að það komi,“ segir Aron. Karlalið Vals og Hauka æfðu sam- eiginlega á fimmtudagskvöldið og tók Ólafur fullan þátt í æfingunni. „Ólafur var með og leit ágætlega út,“ segir Aron. Landsliðið kemur saman til æfinga 27. desember og leikur æfingaleiki við Túnis dagana tvo á eftir. Leikmenn fá fjögurra daga frí yfir áramótin áður en æfingar hefjast að nýju. HANDBOLTI „Ég hef tekið þá ákvörð- un að vera ekki með í þetta sinn því ég tel að það sé mikilvægara fyrir mig og landsliðið að ég nái mér góðum og komi þá enn sterkari til leiks í framtíðinni,“ segir Alexand- er, sem glímt hefur við meiðsli á öxl í langan tíma. Meiðslin plöguðu Alexander einnig í aðdraganda Evrópumóts- ins í Serbíu í janúar en hann gaf engu að síður kost á sér. Hann spil- aði töluvert framan af móti en svo sagði líkaminn stopp. Hann segir það sennilega hafa verið mistök að gefa kost á sér og hann hafi lært af þeim mistökum. „Í þetta sinn er ég að hlusta á líkama minn sem hefur ekki feng- ið frí í eitt og hálft ár. Það er ekki mannlegt að spila á þremur stór- mótum á einu ári. Það mun verða mjög erfitt að horfa á strákana spila og ekki geta verið með,“ segir Alexander. Það sé ósk hans að fólk skilji og virði ákvörðun sína. Það sé ólíkt að spila með félagsliði og á stórmóti þar sem leikjaálagið er gífurlegt og hver einasti leikur upp á líf eða dauða. Alexander hefur spilað með íslenska landsliðinu á níu stórmót- um. Hann spilaði í fyrsta skipti með landsliðinu á heimsmeistara- mótinu í Túnis árið 2004 og hefur síðan þá verið mikilvægur leik- maður liðsins. Alexander, sem flutti til Íslands átján ára gamall frá Lettlandi, hefur spilað með íslenska landsliðinu. Ljóst er að fjarvera Alexanders veikir liðið en hann minnir á að góðir menn geti fyllt skarð hans og Ólafs Stefáns- sonar fari svo að Ólafur gefi ekki kost á sér. „Ég hef spilað nánast sextíu mín- útur í hverjum einasta leik bæði með félagsliði sem og landsliði undanfarin ár og þarf núna örlitla hvíld,“ segir Alexander. Útlit er fyrir að mikil ábyrgð muni hvíla á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í stöðu hægri skyttu og Alexander segir tíma kominn á Hafnfirðinginn. „Ég hef fulla trúa á Ásgeiri Erni sem er frábær leikmaður í bæði vörn sem sókn og getur vel fyllt skarð mitt og Óla. Nú er hans tími kominn til að sanna sig,“ segir Alexander sem óskar félögum sínum í landsliðinu góðs gengis á Spáni. „Hingað til hef ég hugsað til skemmri tíma og oft tekið þátt í stórmótum og barist við meiðsli á sama tíma. Þetta er mjög erfið ákvörðun en ég tel að ég muni koma sterkari til baka. Jafnvel vélmenni þurfa að fara í viðgerð,“ segir Alex- ander á léttu nótunum. -ktd Vélmenni þurfa líka að fara í viðgerð Alexander Petersson verður ekki með íslenska lands- liðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu á Spáni. SPILAÐ MEIDDUR Alexander hefur líkt og fleiri spilað meiddur fyrir hönd þjóðarinnar. Nú þarf öxlin á hvíld að halda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TVENNU TILBOÐ Sæng+kodd i Vonandi kem ég fólki á óvart Mikil ábyrgð mun hvíla á herðum Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar á HM á Spáni í fj arveru Alexanders Peterssonar. Þrátt fyrir mikla reynslu með landsliðinu hefur Ásgeir Örn sjaldan verið í aðalhlutverki en nú er tíminn kominn. FYRSTI KOSTUR Ásgeir Örn verður í aðalhlutverki í stöðu hægri skyttu þó Ólafur Stefánsson verði til trausts og halds. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 23 MANNA HÓPURINN Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg Daníel Freyr Andrésson, FH Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy Bjarki Már Elísson, HK Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar Róbert Gunnarsson, Paris Hand- ball Vignir Svavarsson, Minden Aron Pálmarsson, THW Kiel Fannar Þór Friðgeirsson, Wetzlar Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad Ólafur Gústafsson, Flensburg Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ems- detten Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten Ólafur I. Stefánsson, Lakhwiya Sports Club Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer Þórir Ólafsson, Kielce Ingimundur Ingimundarson, ÍR Sverre Jakobsson, TV Grosswall- stadt Þessir duttu út Alexander Petersson, Rhein- Neckar Löwen Sveinbjörn Pétursson, Aue Björgvin Hólmgeirsson, ÍR Bjarni Fritzson, Akureyri Árni Þór Sigtryggsson, Friesenheim Ég hef fulla trú á Ásgeiri Erni sem er frábær leikmaður í vörn sem sókn. Alexander Petersson SPORT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.