Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 134

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 134
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | 110 KÖRFUBOLTI Það er sterk hefð fyrir því í NBA-deildinni að spila á jóladag og það þykir mikill heiður fyrir lið og leikmenn að spila á þessum degi þrátt fyrir að það spilli mikið fyrir jólahaldi fjölskyldu leikmann- anna. Á þessum degi fá nefnilega aðeins að spila skemmtilegustu og áhugaverðustu lið deildarinnar. Einn er sá leikmaður í NBA- deildinni sem er fastagestur í sjónvörpum Bandaríkjamanna á jóladag og það er Los Angeles Lakers-maðurinn Kobe Bryant. Vegna þessa hefur Kobe ekki fengið að eyða miklum tíma með fjölskyldu sinni á hápunkti jólanna en hann er að nú að spila á þessum degi fjórtánda árið í röð. Fimm leikir og einn í beinni hér Eins og undanfarin fjögur ár fara fram fimm leikir á jóladag og fyrir körfuboltaáhugamanninn þá eru þeir hver á fætur öðrum þannig að það er hægt að horfa á NBA-leik í beinni samfellt í meira en þrettán klukkustundir. Stöð 2 Sport mun sýna leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat klukkan 22.30 en þarna mætast liðin sem komust alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat liðið hafði þá betur. Kobe Bryant og félagar taka á móti liði New York Knicks í öðrum leik dagsins sem hefst klukkan átta að íslenskum tíma. Fyrsti leikur kvöldsins er á milli Brooklyn Nets og Boston Celtics. Eftir leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat spila síðan Chicago Bulls-Houston Rockets og Los Angeles Clip- pers-Denver Nuggets. Kobe bætti leikjamet þeirra Dolph Schayes, Earl Monroe og Shaquille O‘Neal í fyrra en allir spiluðu þeir á sínum tíma þrettán leiki 25. desember. Bryant hefur nú skorað 349 stig í 14 leikjum á jóladegi eða 24,9 stig að meðaltali í leik og þar dregur hann niður fyrsti leikurinn þegar hann fékk aðeins að spreyta sig í fimm mínútur. 349 Kobe Bryant hefur skorað 349 stig í 14 leikjum á jóladegi en hann hefur skorað 24,9 stig að meðaltali á þessum degi. 5 Fimm leikir fara fram í NBA- deildinni 25. desember og leikur Oklahoma City og Miami er í beinni á S2 Sport. JÓLALEIKIR KOBE BRYANT Á FERLINUM 1996 108-87 SIGUR Á PHOENIX 0 stig, 1 frákast, 0 stoðsendingar á 5 mínútum (hitti úr 0 af 2 skotum) 1999 99-93 SIGUR Á SAN ANTONIO 18 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar á 35 mínútum (hitti úr 7 af 19 skotum) 2000 104-109 TAP Á MÓTI PORTLAND 29 stig, 2 fráköst, 6 stoðsendingar á 45 mínútum (hitti úr 9 af 20 skotum) 2001 88-82 SIGUR Á PHILADELPHIA 12 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar á 42 mínútum (hitti úr 6 af 19 skotum) 2002 99-105 TAP FYRIR SACRAMENTO 27 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar á 46 mínútum (hitti úr 7 af 24 skotum) 2003 87-99 TAP FYRIR HOUSTON 23 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar á 43 mínútum (hitti úr 9 af 26 skotum) 2004 102-104 TAP FYRIR MIAMI 42 stig, 3 fráköst, 6 stoðsendingar á 50 mínútum (hitti úr 12 af 30 skotum) 2005 92-97 TAP FYRIR MIAMI 37 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar á 44 mínútum (hitti úr 12 af 30 skotum) 2006 85-101 TAP FYRIR MIAMI 16 stig, 2 fráköst, 4 stoðsendingar á 38 mínútum (hitti úr 4 af 17 skotum) 2007 122-115 SIGUR Á PHOENIX 38 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar á 41 mínútu (hitti úr 12 af 20 skotum) 2008 92-83 SIGUR Á BOSTON 27 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar á 43 mínútum (hitti úr 13 af 23 skotum) 2009 87-102 TAP FYRIR CLEVELAND 35 stig, 10 fráköst, 8 stoðsendingar á 45 mín- útum (hitti úr 11 af 33 skotum) 2010 80-96 tap FYRIR Miami 17 stig, 6 fráköst, 7 stoðsendingar á 40 mínútum (hitti úr 6 af 16 skotum) 2011 87-88 TAP FYRIR CHICAGOS 28 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar á 35 mínútum (hitti úr 11 af 23 skotum) Fær aldrei frí á jólunum Kobe Bryant hjá NBA-liðinu Los Angeles Lakers mun bæta eigið met á jóladag þegar hann spilar sinn fi mmtánda leik á þessum hátíðardegi. Hann vantar aðeins 29 stig til að bæta stigametið á þessum degi. FIMMTÁNDI LEIKURINN Á JÓLADEGI Kobe Bryant hefur aldrei spilað oftar á einum degi í NBA en einmitt 25. desember. NORDICPHOTOS/GETTY Oscar Robertson á metið Kobe er nú 28 stigum frá því að jafna stiga- met Oscars Robertson sem skoraði 377 stig í 12 leikjum eða 31,4 að meðaltali. Robertson var einnig með 12,1 stoðsendingu að meðal- tali í þessum tólf leikjum sínum á jóladegi. Michael Jordan náði aðeins að spila sex leiki á jóladegi en hann skoraði í þeim 170 stig eða 28,3 að meðaltali í leik. Jerry West var með 32,2 stig í leik á þessum degi og Wilt Chamberlain skoraði 31,7 stig að meðal- tali. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir alla leiki Kobe á jóladegi og það er ljóst á þeirri upp- talningu að kappinn hefur látið til sín taka á þessum degi enda bæði að skora, skjóta og spila mikið í öllum þessum fjórtán leikjum. ooj@frettabladid.is HM í han dbol ta Í LEI FTRA NDI H ÁSKE RPU Hefs t 11. janú ar Þorsteinn J. og gestir Þorsteinn J. sér um upphitun fyrir leiki og stýrir ítarlegri umfjöllun eftir leiki ásamt handbolta sérfræðingum og góðum gestum. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.